Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 21
greina lagtæka menn, sem eitthvað kunnu til smíða, frá hinum, sem ekk- ert þýddi að ráða til slíkra starfa. Að- ferð ráðningarstofanna var sú að yfir- heyra umsækjendur dálítið. Sú spurn- ing, sem flestir féllu á, var reyndar ósköp sakleysisleg. Hún var í því fólg- in að grennslast fyrir um verkfæraeign hinna væntanlegu smiða. Aldur verk- færanna gat sagt til um hvort menn væru vanir smíðum eða ekki. Þeir, sem voru svo heppnir að kunna skil á þessu prófi, stóðust það, en hinir féllu og fengu ekki neina smíðavinnu. Sagt er að eftirfarandi samtal hafi átt sér stað á ákveðinni ráðningarstofu í Reykjavík. Umsækjandi var með öllu óvanur smíðum, en hafði búið sig vel undir prófið: „Svo þú vilt komast í smíðavinnu. Þú hefur þá náttúrlega almennileg verkfæri, ný og góð?“ „Ja, mín verkfæri eru nú ekki ný en það er ekkert atriði, ef þau eru í góðu standi. Ég hef alltaf farið vel með áhöld mín.“ Hann var þegar í stað ráðinn smiður hjá hemum. - Næst langar mig að heyra hvemig þú bjóst þig undir það mikla vanda- verk að kenna heymarskertum nem- endum, þá sérgrein, sem kalla má ævi- starf þitt. - Ég lærði heymleysingjakennslu í Heymleysingjaskólanum Skádalen í Noregi og í Oslóarháskóla, veturinn 1949-1950. Við vorum sex sem stund- uðum þar nám í þeim ffæðum þann vetur, fimm Norðmenn og ég. Þarna fengum við mikla og góða kennslu. Námið var vel skipulagt og hver stund notuð. Fyrst gengum við bekk úr bekk og horfðum á kennsluna. Svo komu æfingar undir leiðsögn kennaranna. Verkefnin fengum við með góðum fyrirvara, svo við gátum búið okkur vel undir tímana. Það var mikill kenn- araskortur í Noregi á þessum árum. Norsku kennaranemarnir höfðu allir hálfar stöður við skólann. - En ekki hefur þér, útlendingnum, staðið neitt slíkt til boða? - Kennarar veikjast eins og aðrir menn, og þarna var ekki neinn for- fallakennari. Ég var spurður hvort ég vildi taka forfallakennslu. „Sjálfsagt,“ sagði ég og bar mig mannalega. Og nú var annað hvort að duga eða drepast. Ekki veit ég hvort ég dugði en ekki drapst ég. Ég var mikið í smíðakennslunni og eins í bekkjum. Með þessu fékk ég talsverða æfingu og einnig kaup, bara snyrtileg- an pening. - Þetta hefur þá verið bæði bóklegt og verklegt nám. - Já. Bókleg fræðsla fór fram í Skádalen og í Oslóarháskóla. Þar voru tímar í anatómíu, líffærafræði, einnig uppeldisfræði og hljóðfræði. - Hvetjar af þessum námsgreinum heldur þú að þér séu minnisstæðastar? - Kennslan í líffæraffæðinni er mér afar minnisstæð. Prófessorinn lét sér ekki nægja bækurnar, heldur notaði hann við kennsluna parta af líkum manna, höfði og hálsi, og fór mjög rækilega í gegnum námsefhið. Mér fannst þessi kennslugögn dálítið óhugnanleg fyrst í stað, en það vandist fljótt. Einu sinni varð mér litið inn í sal þama á hæðinni, þar sem læknastúd- entarnir vom við anatómíunámið sitt. Þarna lágu líkin á marmaraborðunum, líkin, sem stúdentarnir notuðu við lær- dóminn. Yfir sum var breitt, en við hliðina á öðrum voru læknanemamir með bæk- ur sínar opnar og lærðu af miklu kappi og alvöru. A sumum borðunum, við hliðina á líkunum, stóðu kaffibrúsar og brauðpakkar stúdentanna. Ahuginn var svo mikill, að þeir tóku sér ekki einu sinni kaffihlé. Þama blasti við mér, leikmanninum, ofurlítið sýnis- hom af því mikla námi, sem liggur á bakvið læknisstarfið, og þeirri alvöru og ábyrgð sem því fylgir. Nú gæti einhveijum dottið í hug, að þessari sjón hafi fylgt ógn og óhugn- an. En það var nú öðru nær. Yfir þessu öllu hvíldi einhver sérstakur ffiður og ró, alvara dauðans og alvara lífsins. Þegar ég kom út í haustkyrrðina og hina miklu fegurð sem ríkir yfir Osló- borg á sólbjörtum septemberdögum, fann ég að ég var ekki alveg samur maður og áður. Ég tyllti mér á bekk í Stúdentalundinum og horfði á þetta unga og fallega fólk, glatt og ham- ingjusamt, sem sat þar á bekkjunum. Sól þess skein glatt í hádegisstað. Fyr- ir hinum, sem lágu inni á marmara- borðunum, var sól jarðlífsins gengin til viðar. Við, kennaranemamir, fengum líka part úr höfði og hálsi til þess að nota við lesturinn heima á kvöldin. Þetta var alveg nýtt. Rautt kjöt. Gulleit fita. Við geymdum það í herberginu okkar um tíma, ég og herbergisfélagi minn. - Urðuð þið ekkert myrkfælnir? - Nei, við sváfum ágætlega. Engin myrkfælni. Engin líkhræðsla. Ekki neitt. Dáni maðurinn kom aldrei að vitja um partana sína. Líklega hefiir honum staðið á sama um þá. Hefur trúlega ekki haft neina þörf fyrir þetta lengur. - En var ekki sjálft námið erfitt? - Prófin vom þung. Líffæraprófið var skriflegt og stóð í sex klukkutíma sanrfleytt. Þar voru spurningar, sem hefðu getað verið efni í margar rit- gerðir. En fallegar norskar stúlkur færðu okkur kaffi og með því, á próf- borðin og brostu, en sögðu ekkert. Það mátti enginn tala við okkur, það sögðu þær okkur á eftir. Svona þjónustu í prófum ættu fleiri þjóðir að taka upp, þá yrði frammistaða nemenda betri. Hljóðffæðiprófið var munnlegt. Pró- fessorinn spurði mig út úr í hálftíma. Sá hálftími var af gerðinni „Extra long super.“ Prófessor getur spurt um margt á hálffíma og nemandi þarf ekki nærri hálftíma til þess að segja svo margar vitleysur að hann falli. En karlinn var bara ánægður með mig. Hann hló sínum tröllahlátri og sagði að það gleddi sig að ég hefði haft gagn af kennslunni. Ég þorði ekki annað en vera lungamjúkur á móti og taldi það vandalaust að hafa gagn af svona góðri kennslu. Kennsluprófið var í fyrsta lagi kennsla og svo heimaritgerð um tiltek- ið efhi. Ritgerðin mátti helst ekki vera styttri en fjögur þúsund orð. Hún átti að vera eign skólans, cftir að búið var Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.