Heima er bezt - 01.01.1997, Side 22
að gefa einkunn fyrir hana. En ég tók
afrit af minni ritgerð, og á það enn.
- Og svo hefur þú verið útskrifaður
með pomp og pragt?
- Það var heilmikil veisla, þegar
prófin voru búin, með hamingjuósk-
um og tilheyrandi. Skólastjóri ein-
hvers heymleysingjaskóla norður í
landi var prófdómari. Hann hélt ræðu
og bauð okkur velkomin í stétt heym-
leysingjakennara. Enn fremur talaði
hann um kennaraskortinn og sagðist
geta tekið okkur öll að sínum skóla.
En þá rak hann allt í einu augun í Is-
lendinginn, ræskti sig, sló botninn í
ræðuna i snatri og fór svo að fá sér
meira kaffi og tertu.
- Varst þú ekki orðinn magnaður
norskumaður, eftir svona strangt nám,
sem allt fór ffam á því máli?
- Það var komið ffam á sumar og ég
búinn að vera þama allan veturinn. Þá
var það einhvem dag, að ég sat inni í
borðstofu og var að spjalla við gamla
konu, sem var þar gestkomandi. Hún
átti heima einhvers staðar norður í
landi. Við töluðum lengi saman. Þá
stendur sú gamla upp og segir:
„Jæja, það var nú gaman að hitta Is-
lending. Ég hef lesið um þetta allt
saman. Veit allt þetta. En það, sem
mér finnst einkennilegast af öllu, er
hvað málið hefur lítið breyst, allar
þessar aldir sem liðnar em síðan
Norðmennimir tóku sér búsetu á Is-
landi. Ég skildi bara töluvert af því
sem þú varst að segja.“
(Okkar á milli sagt, þá var ég að
tala norskuna mína!)
Svona reynsla hefur ákaflega holl
áhrif á menn, ef það hefur komist loft
í þá. Menn verða liprari í umgengni
fyrir vikið.
Þegar hér var komið spjalli okkar
Guðmundar Einarssonar forðum, tók
við langur og ítarlegur kafli um
kennslu heymleysingja á Islandi og
námsaðstöðu þeirra. Sá hluti þáttarins
verður nú felldur niður, og ber eink-
um þrennt til þess.
í fyrsta lagi má búast við að það
efni höfði til tiltölulega fárra lesenda.
I öðm lagi er næsta líklegt að
margt, sem þar er sagt, sé nú úrelt
orðið, áratugum síðar.
Og í þriðja og síðasta lagi, þá var
greinin þegar orðin fyllilega eins löng
og ætlast er til að þessir þættir mínir í
Heima er bezt séu.
Því fellum við nú talið, þar sem
Guðmundur hefur sett fram sína bráð-
snjöllu kenningu um lækningu við
monti, þótt undirritaður telji reyndar
rangt af honum að heimfæra hana
upp á sjálfan sig, því að hógværari
mann í viðræðu þykist ég sjaldan hafa
fyrir hitt.
Hlaðvarpinn framhald af bls. 4
færði þeim heim sanninn um það, var
hið hátæknivædda Flóastríð. En það er í
þessu eins og öðm, að fátt víkur af velli
nema annað þróaðra komi í staðinn. Og
það hemaðartól, sem nú virðist vera að
taka við af skriðdrekanum, em
geysiöflugar og vel útbúnar þyrlur, svo
kallaðar árásarþyrlur. Þær em ótrúlega
fullkomin hemaðartæki, sem að margra
áliti, ollu talsverðum straumhvörfum i
Flóastríðinu. Landher íraka og skrið-
drekar, vom nánast berskjaldaðir gagn-
vart þeim. Þær geta „hangið“ í loftinu á
bak við hávaxin tré eða hæðir, flogið eft-
ir gilskomingum og dalverpum, síðan
birst mjög skyndilega, eins og „skrattinn
úr sauðarleggnum,“ í orðsins fyllstu
merkingu, og skotið hámákvæmum
tölvu- og leysigeislastýrðum sprengjum
og flugskeytum á hvaða skotmark sem
er, úr örguggri fjarlægð og fylgsni. Flug-
eiginleikar þeirra em með eindæmum
miklir. Hverri þyrlu stýra tveir menn,
annar sér um að fljúga en hinn að skjóta.
Það er því nokkuð ljóst að tækniþró-
unin er komin nokkuð áleiðis frá vopna-
búnaði Sturlungaaldarinnar, en spum-
ingin er hvort þróun mannsandans hafí
farið fram í sama mæli. Það leyfí ég mér
að efast um og hygg að, ef grannt er
skoðað, þá séu innviðir mannsins býsna
mikið enn við sama heygarðshomið.
Það, sem hefur breyst, er umhverfið og
áhöldin til þess að drepa með. Sýnilegar
ástæður herleiðangra stórveldanna líka.
Flóastríðið snerist einna helst um olíu,
og ömgglega munu ný tilefni reka á
fjörur manna fyrr en varir. Hreint vatn
t.d., nálgast það óðfluga að verða gulls
ígildi og telja sumir að baráttan um það
verði síst minni en olíuna áður. Hafa
menn nefnt ána Níl, sem dæmi um eina
fyrstu hugsanlegu uppsprettu alvarlegra
átaka vegna vatnsyfirráða. Hún rennur í
gegnum a.m.k. þrjú ríki, sem byggja
framfæri sitt gríðarlega mikið á nýtingu
vatns úr henni. Eins og annars staðar,
fer fólki hratt fjölgandi í þessum lönd-
um, mengun eykst og um leið vatnsþörf
þeirra. Þau lönd, sem liggja nær upptök-
um árinnar, em auðvitað í betri aðstöðu
en þau sem fjær em. Aukin nýting þjóð-
anna nær upptökum árinnar geta því
hafl ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
þær sem fjær em. Það þarf ekki mikla
skarpsýni til þess að sjá að þama gæti
verið í hleðslu púðurtunna, sem ekki er
að vita hvenær springur.
Og það er víðar í heiminum sem
hreint vatn er síður en svo orðið sjálf-
sagt mál. Það er því kannski tómt mál
að tala um að það eigi nokkum tíma fýr-
ir innbyggjurum þessarar jarðar að
liggja að sitja á sátts höfði. Þannig er
a.m.k. útlitð í dag.
En þó er ekki víst að öll von sé úti.
Þrátt fyrir að styrjaldir hafi jafnan verið
einn mesti hörmungavaldurinn í sögu
mannkynsins, þá verður því ekki neitað
að þær hafa jafnframt orðið til þess að
tækniþróun og uppfmningar mannsins
hafa tekið stökk fram á við. Og hemað-
amppfinningar leiða stundum til fram-
fara í umhverfi og aðstöðu alþýðunnar
eftir á. Hver veit nema að með aukinni
þekkingu og tækni verði komist á það
stig að jafna megi afkomumöguleika
þjóða, óháð stað og aðstæðum. Það er ef
til vill bjartsýni að ætla það, en er ekki
ágætt að enda á þeim nótum eftir alla
þessa styrjaldarrýningu.
Með bestu kveðjum,
Guöjón Baldvinsson.
18 Heima er bezt