Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 24
F MERKU FOLKI
Sigurður Gunnarsson, frv. sfeólastjóri:
Ágrip úr ævi lausamanns
Hinn 19. febrúar árið
1783, mœtti vera
minnisstœður dagur í
sögu íslenskrar al-
þýðu. A þeim degi var
hún svipt gömlum
frelsisrétti, sent hún
hafði notið ífjórar
aldir, að vísu með
mörgum skilyrðum og
hömlum, réttindum til
lausamennsku. Þessi
réttur var íþvífólginn
að menn af alþýðu-
stétt, er ekki áttu jarð-
nœði, þurftu ekki að
vista sig hjá bólföstum
bœndum, en máttu
vera lausamenn, voru
sem sagt ekki bundnir
til ársvistar, en gátu
ráðið sig hjá öðrum
svo lengi sent þá lysti
og ferðast unt landið
að vild í atvinnuleit.
ndir lokin voru skil-
yrðin orðin svo ströng
fyrir lausamennsku,
að stappaði nærri banni. Mönnum
var skylt að eiga tíu hundruð í tíund-
arbærri eign, en það svaraði tíu kýr-
verðum, ef þeir máttu að lögum
njóta fríðinda lausamennskunnar. En
nú var lausamönnum engin náð sýnd
lengur. Þeir skyldu einfaldlega
afnumdir úr þjóðfélaginu. Hin
konugnlega tilskipun frá febrúar
1783 mælti svo fyrir, að upp frá
þessu yrðu allir íslendingar af
bændastétt, sem ekki áttu jarðnæði,
skyldir til að vista sig hjá búandi
bændum. Sýslumönnum og hrepp-
stjórum var falið að hafa nákvæmt
eftirlit með mönnum, senr ætluðu að
smeygja sér undan lagaákvæðum um
lausamennskuna, útvega þeim jarð-
næði eða koma þeim í vist. Þeir, sem
ekki vildu þekkjast þetta, skyldu
sæta nokkurra mánaða tukthúsvist.
Og nú hófst eltingarleikurinn við
lausamennina. Sá eltingarleikur stóð
í marga áratugi, misjafnlega harður
eftir því hvernig valdsmönnum
landsins stóð hugur til þessara frjálsu
fugla íslenskra vinnustétta, sem
flögruðu úr verstöð í kaupavinnu,
stunduðu prang þegar svo bar undir,
eða þegar verst gekk, gerðust at-
vinnuflakkarar.
Þegar líða tók á fyrri helming 19.
aldar, virðist hafa slaknað nokkuð á
eftirliti með lausamönnum, það kom
í ljós að þeir voru i raun og veru
nauðsynlegt vinnuafl í mörgum hér-
uðum landsins og sumir sjávarút-
vegsbændur héldu hlífiskildi yfir
þeim. Sú refsing, sem lausamenn
sættu, er vildu ekki fara í vist, hýð-
ingin, var einnig orðin öndverð rétt-
arvitund íslensks almennings. Þó
kom það fyrir að lausamenn voru
hýddir um miðja öldina, en þá höfðu
þeir venjuleg eitthvað fleira til saka
unnið. Svo var um fægasta flakkara
íslands á 19. öld, Sölva Helgason.
Sennilega er íslenski flakkarinn
jafngamall íslensku þjóðfélagi. Hann
hefur flakkað um Islandssöguna í
þúsund ár, hinn síðasti í stéttinni
mun hafa dáið á þriðja tug þessarar
aldar. I hinum Qölmenna og fjöl-
breytta flokki íslenskra flakkara hafa
verið einkennilegir og sérstæðir ein-
staklingar, margir þeirra gæddir lista-
mannseðli, sem fékk ekki notið sín í
íslensku fásinni, og því urðu þeir ut-
anveltu í þjóðfélagi, sem þekkti ekki
aðrar stéttir en bólfasta bændur og
vistráðin hjú. Þeir, sem ekki gátu fest
rætur í annarri hvorri þessara stétta,
urðu umrenningar, flakkarar. Þeir
fóru um landið þvert og endilangt,
þekktu Island í öllum veðrum þess, á
sumri og vetri, unað hins íslenska
vors, aftök gadds og hríðar. Þeir voru
fátækustu menn þessarar fátæku
þjóðar, en þó fluttu þeir auð ævintýr-
20 Heima er bezt