Heima er bezt - 01.01.1997, Side 26
að mestu kyrrt, því að ekki hafðist
upp á Sölva. En snemma árs 1850
skýtur honum upp í Húnavatnssýslu
og er hann þá handtekinn sem skjótast
og sendur til Lárusar Thorarensen,
sem kemur honum boðleið til Eggerts
Briem og heldur sýslumaður nú lög-
reglurétt í Skjaldarvík, 18. mars 1850.
Ári eftir að farið er að hreyfa þessu
máli, stendur Sölvi Helgason loksins
frammi íyrir dómara sínum og yfir-
valdi Eyjafjarðarsýslu. Þessi umrenn-
ingur, einu sinni hýddur í Snæfells-
nessýslu, hafði ungur misst foreldra
sína og alist upp hjá vandalausum.
Snemma hafði „heimurinn,, birst hon-
um sem fjandsamlegt afl og embættis-
mennimir í landinu, geistlegir og ver-
aldlegir, vom fulltrúar þessa ijand-
samlega afls. Frá því að Sölvi Helga-
son komst á legg, hafði hann reynt að
leika á þessa veröld og valdsmenn
hennar, eins og hann hafði vitið til.
Að sjálfsögðu var hann jafnan sá, sem
var minni máttar í þessum leik og því
hafði honum lærst að beita andstæð-
ing sinn alls konar brögðum. En eink-
um og sér í lagi hafði hann frá æsku
brynjað sig yfirburðahroka, hervoð-
um lítilmagnans. Því fór fjarri, að
hann héti Sölvi, skagfirskur strákur úr
Sléttuhlíðinni og alinn upp í sveit.
Nei, Sólon hét hann Fílómates, og
þegar mikils þótti við þurfa, bætti
hann við nöfnum frægra heimspek-
inga, Spinósa og Hegel hét hann
einnig.
Slíkur maður hræðist hvorki sýslu-
mann né prest, og í fyrstu yfirheyrsl-
unni í Skjaldarvík notar hann tæki-
færið til að gera Daníel Jónsson á
Kvíabekk að hlægilegu dusilmenni.
Sölvi skýrir dómaranum frá því, að
sumarið 1847 hafi hann verið um
hálfs mánaðar tíma í kaupavinnu hjá
séra Daníel og fengið í kaup 2 fjórð-
unga af smjöri og eina spesíu. Hann
kvaðst hafa orðið var við að prestur
væri ákaflega tortrygginn og meðal
annars hafi hann sagt sér að hann
þyrði ekki a bjóða mönnum inn í bæ
af ótta við að þeir tækju eitthvað frá
honum.
Þannig gerir flakkarinn í upphafi
réttarhaldanna, séra Daníel að hjart-
veikum og þjófóttum vesaling, sem
sjái eftir hverjum smáhlut úr búi
sínu. Sölvi segir dómaranum að
vegna þjófhræðslu klerks hafi hann
beðið hann að skoða í föggur sínar,
áður en hann fór frá Kvíabekk, og
hafi klerkur gert það í votta viður-
vist.
En hvað var að segja um buxurnar,
sem voru upphaf þessa þjófnaðar-
máls?
Jú, Sölvi segir að prestur hafi lán-
að sér stagbættar og næstum ónýtar
buxur til að vera í við heybindingu í
tvo daga, en þessar buxur hafi hann
lagt á kvörn í bæjardyrunum og vís-
að prestskonunni til þeirra. Hann
þverneitar að hafa stolið buxunum
og synjar með öllu fyrir stuld á bók-
um og ræðum prests. Að vísu hafi
hann átt þessar bækur, Árnapostillu
og yfirsetufræðarann, en bækur þess-
ar hafi hann keypt af Agli Jónssyni,
bókbindara í Reykjavík. Báðar þess-
ar bækur hafi hann síðar selt, postill-
una Jóni bónda á Fögrubrekku í
Hrútafirði. Bókin hafi verið bundin í
alskinn, kjölurinn gylltur en dálítið
snjáður, á saurblað hafi nafn hans
verið skrifað smáu letri.
Áður en hann seldi Árna postill-
una, hafði hann haft hana í geymslu
hjá nokkrum bændum, ásamt fleiri
bókum og lesið á hana húslestur fyrir
heimafólkið, þegar hann var þar á
ferð.
Þegar Sölvi hafði lokið framburði
sínum um postilluna, sýndi dómarinn
honum ræðu þá er séra Daníel hafði
tekið úr belg hans í Fagraskógi. Sölvi
kannaðist ekkert við ræðu þessa, seg-
ir að hann eigi svo margar skrifaðar
skruddur með ýmsum rithöndum, að
hann þekki þær ekki allar, en hafi
hún verið tekin þar úr belgnum, sem
hann vill þó ekki kannast við, meðan
það sé ósannað, þá hafi hann eignast
hana einhvers staðar annars staðar en
á Kvíabekk. Helst dettur honum í hug
að hann hafi fengið ræðuna í skiptum
fyrir guðsorðabók, sem hann man
ekki lengur hver var, hjá Halli Halls-
syni á Vatnsenda í Olafsfirði.
Dómarinn, Eggert Briem, fær ekki
hvikað Sölva frá framburði sínum.
Það er bersýnilegt að honum þykir
málið nauða ómerkilegt, lýsir yfir
því í réttinum, að hann telji það ekki
svo vaxið að setja þurfi hinn grunaða
í varðhald. Briem sýslumaður er að
horfa í kostnaðinn og segir Sölva að
hverfa aftur til Skagaljarðar á meðan
verið sé að leita frekari upplýsinga
um málið. Það þarf að yfirheyra vitni
á ljarlægum stöðum til að kanna
framburð sakbomingsins og það
kostar miklar bréfaskriftir og ferða-
lög. Yfirheyrslum var því frestað til
vorsins.
Hinn 27. maí var málið tekið fyrir
að nýju í Arnamesi. Bóndinn í
Fagraskógi og vinnumaður hans,
votta það að séra Daníel hafi tekið
upp, í þeirra viðurvist, úr belg Sölva,
skrifaða ræðu hljóðandi upp á allra-
heilagramessu.
Þegar Sölva er sagður framburður
þeirra, játar hann að það geti vel ver-
ið að ræða þessi hafi verið tekin úr
belg sínum á nefndum stað í fyrra-
vetur, en kveðst ekki viðurkenna það
sem sannleika, nema vitnin staðfesti
það með eiði sínurn. Dómarinn er
ekki seinn á sér og lætur bæði vitnin
sverja eið að framburði sínum í við-
urvist Sölva. En allt kemur fyrir
ekki. Sölvi neitar eftir sem áður, að
hann viti hvernig ræða þessi hafi
komist í föggur sínar. Það stoðar
heldur ekki neitt, að Hallur Hallsson
á Vatnsenda ber það, að hann hafi
aldrei haft nein bókaskipti við Sölva,
hvorki fyrr né síðar, svo að ekki get-
ur allraheilagramessuræðan verið frá
honum komin. Sölvi staðhæfir eftir
sem áður að hafa skipst á bókum við
Hall. Þá er staðhæfing gegn staðhæf-
ingu og enn sem fyrr er það yfirskil-
vitlegur leyndardómur, hvernig ræða
prestsins á Kvíabekk hefur horfið
ofan í belg Sölva Helgasonar í
Fagraskógi.
Þá koma buxur séra Daníels aftur
til sögunnar. Prestur segir að engin
22 Heima er bezt