Heima er bezt - 01.01.1997, Page 28
Ingvar Björnsson:
Kobfearnir við
feabyssuna stóðu
r
g hygg að flest okkar
hafi verið með þeim
ósköpum gerð, þá er
við vorum ung að árum, að taka eitt-
hvað fyrir, sem við ákváðum að
snerta aldrei hendi við á hverju sem
gengi. Hvað þetta eina var hefur auð-
vitað verið einstaklingsbundið. Eg
tók til dæmis all snemma, eða fyrir
fermingu, í mig þá óáran að ákveða í
eitt skipti fyrir öll, að ég taldi, að
aldrei skildi ég koma nálægt matar-
gerð af neinu tagi. Auðvitað átti
þessi ákvörðun sér ákveðnar forsend-
ur en þeirri skýringu kýs ég að
sleppa hér.
I stað matargerðar þótti ég vel lið-
tækur við öll húsverk, t.d. hreint
ágætur í innanhúss þrifum, iaginn
við að þvo þvott á þvottabretti, eins
og þá tíðkaðist, og er fram liðu
stundir kunni ég utan að öll handtök
við bleyjuskipti og þess háttar störf.
Og eitt sinn, er konan mín gat ekki
vegna vinnu sinnar, mætt í sauma-
klúbb sinn, sem auðvitað þurfti endi-
lega að vera á okkar heimili það
kvöldið, hljóp ég í skarðið og tók á
móti meðlimum hins virðulega
klúbbs og það með svo miklum stæl
að þá er samkomunni loksins lauk,
kom fram sú spurning hvort ég væri
ekki til í að gerast meðlimur í
klúbbnum. Svona var nú það.
Mér sýnist að mér hafi tekist í um
það bil 33 ár að forða mér frá allri
matargerð, eða frá árinu 1931, þegar
ég vann þetta heit og allt til jóladags
1964, en þá líka brustu öll bönd og
það reyndar svo skyndilega að líkja
mætti því við jarðskjálfta eða ein-
hverjar aðrar náttúruhamfarir.
Það er einnig annað atriði, sem ég
tel mig verða að gera hér skil, áður
en ég get byrjað á hinni eiginlegu
ffásögn, sem á að verða uppistaða
þessarar „dagsönnu ritsmíðar,,, en
það er sú vissa mín, að sá, sem einu
sinni ánetjast sjómennsku, og þar á
ég bæði við far- og fiskimennskuna,
verður aldrei laus við á ánetjun aftur,
í það minnsta ekki til fulls.
Sjálfur átti ég í mörg ár, eftir að ég
hætti til sjós, erfitt með að fara niður
að höfn án þess að vera lengi á eftir,
haldinn útþrá.
Eg man líka eftir því að flestir
hinna eldri skipsfélaga minna, sögðu
ævinlega, um það bil sem hver sjó-
ferð var hálfnuð, að nú ætluðu þeir
sko að hætta þessu puði og að enginn
skildi geta dregið þá um borð í skip
framar. Auðvitað meintu þeir þetta
þá stundina, sem það var sagt, en
jafnframt vissum við að þessir sömu
menn yrðu fyrstir til skips í næstu
ferð, enda fór það venjulega svo.
Þegar eftirfarandi frásögn hefst,
standa málin svo að ég var hættur til
sjós og kominn í fasta vinnu í landi.
Hjá vini mínum, Magnúsi Kr. Jóns-
syni, var sömu sögu að segja. Auð-
vitað vorum við alls ekki enn orðnir
sáttir við þessar breytingar en þar
sem við töldum þær endanlegar
reyndum við að láta það mál kyrrt
liggja-
Við vinimir áttum það báðir sam-
eiginlegt að hafa unnið í vél þeirra
skipa er við höfðum verið á. Ég hafði
að mestu verið í farmennskunni,
þ.e.a.s. verið á flutningaskipum en
Magnús hafði haldið sig við fiski-
skipin og þá að mestu leyti sem vél-
stjóri á togurum.
Við vorum sem sagt báðir hættir til
sjós og hin bláu höf heyrðu minning-
unni til.
Tíminn leið og við gengum hvor
sinn veg og hittumst aðeins af og til.
Eitt sinn, er leið að jólum, bankar
Magnús upp á hjá okkur hjónunum
og kveðst eiga erindi við mig. „Það
er nefnilega svoleiðis,,, segir hann,
„að togarinn Narfi, sem ég var síðast
skipa á, er að koma að landi eftir
langa útivist og á nú að sigla með
aflann til Grimsby, en brytinn ætlar
að fá sér frí á meða skipið siglir og
24 Heima er bezt