Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 30
málið síðan til umræðu og það var
langt liðið á nóttina milli fyrsta og
annars jóladags, er við höfðum kom-
ist að einhverri niðurstöðu. Við sam-
þykktum þarna þá sjálfsögðu vinnu-
skiptingu að Magnús réði og stjórn-
aði allri matargerð en ég sæi um eld-
un hafragrautsins, sem var fastur
morgunliður, syði eggin og þvæði
upp öll ílát, sem óhreinkuðust og
snerist í kringum yfirkokkinn, svo
sem tími leyfði.
Til áréttingar þessari samþykkt þá
mun ég hér eftir í þessari frásögn, al-
farið nefna yfirkokkinn „meistara,,
Magnús.
Það sakar svo sem ekkert að geta
þess hér að vinnutími okkar meistara
Magnúsar, í þessum túr, var nánast
allir þeir sólarhringar sem þessi eftir-
minnilega sjóferð stóð yfir.
Þrátt fyrir allt annríkið höfðum við
samt oftast tíma fyrir snjallar hugs-
anir og hugmyndir. Til dæmis, er við
sátum með bækur okkar í fanginu
upp í koju fyrsta kvöldið, datt mér
snjallræði í hug, er ég laumaði að
meistara Magnúsi með eftirfarandi
orðum:
„Nú hafa skipverjar kastað stríðs-
hönskum sínum að okkur, meðal
annars með því að hunsa kaffið okk-
ar. Væri þá ekki eðlilegt að við sýnd-
um klærnar, eða kannski öllu hldur
kænsku. Við gætum til dæmis tekið
upp það nýmæli að ég, sem háttvirtur
annar kokkur, staðsetti mig inn í
borðsal við hverja máltíð og tæki all-
an matinn, sem þú lætur í lúguna á
milli eldhúss og borðsalar og bæri
hann fyrir hvern og einn.„
Til skýringar verð ég að geta þess
að fram að þessu höfðu skipverjar
alltaf orðið að sækja matinn í nefnda
lúgu en aldrei fengið hann réttan upp
í hendurnar.
„Þessi aðferð,,, sagði ég, „mun
hafa tvær góðar hliðar. Hin fyrri er
sú, að þetta sýnir einstaka virðingu
okkar íyrir áhöfninni en hin síðari að
þar sem ég verð alltaf á stjákli meðal
mannanna, verður erfitt fyrir þá að
mynda heildrænt samsæri gegn okk-
ur.„
Þessa brellu leist meistara Magnúsi
vel á og bætti því líka við að þó við
hefðum þurft að gefa fiskum hafsins
fyrsta kaffið okkar, skyldum við sjá
til þess að alltaf væri nóg á könunni,
því eins og við vissum báðir, þá væri
kaffi flestum sjómönnum ómissandi.
Hvað við fundum út úr matseðli
næsta dags er nú fallið í gleymsk-
unnar djúp, hins vegar man ég vel að
þetta tiltæki okkar kom öllum mjög á
óvart, ásamt því að matargerð okkar
mun hafa tekist furðu vel. Eftir
kvöldverð annars dags jóla gekk
sjálfur skipstjórinn að skipverjum
ásjáandi, inn í eldhúsið til okkar,
þakkaði fyrir góðan mat og spurði
síðan hvort ekki væri eitthvað á
könnunni. Fékk hann sér góðan sopa
og rabbaði nokkra stund við okkur.
Strax næsta morgun fóru menn svo
að laumast í kaffisopa hjá okkur og
þar með má segja að ísinn hafi verið
brotinn á milli okkar og áhafnar.
Því miður tel ég mig verða að geta
þess hér að einn áhafnarmeðlimur,
sem átti við erfitt skap að stríða, mun
öðrum fremur hafa ýtt undir andófið
gegn okkur. Við slógum hins vegar
vopnin úr höndum hans með „rólegu
og æðrulausu fasi okkar.,,
Afram var haldið, dagamir komu og
fóm án þess að skilja eftir sig minnis-
stæð atriði, svona að mestu. Þó eru
nokkur sem eftir sitja og ætla ég nú að
reyna að tylla þeim hér á blað.
Þar sem svo margir helgiírídagar
voru í þessari sjóferð, þá fór ekki hjá
því að við meistari Magnús, þyrftum
alltaf að áliðnum degi, að velta vand-
lega fyrir okkur máltíðum næsta
dags, því auðvitað varð alltaf að
breyta sem mest til frá dögunum
áður. Það lá í hlutarins eðli að í
hverja máltíð elduðum við svo mikið
að ekki kæmi til þess að einhver teg-
undin gengi alveg upp. Þetta leiddi
svo til þess að fyrr en varði vorum
við komnir með heilmiklar birgðir
afganga af besta mat og auðvitað
vissum við ekki hvað gera skildi við
þessar krásir. Að henda matnum kom
ekki til greina og að geyma hann til
lengdar í frystinum var heldur ekki
gott. Það kom svo óvænt upp í koll
annars hvors okkar að næsta dag,
sem var einhver hinna lægra settu
helgidaga ferðarinnar, skyldum við
bara hafa „kalt borð,„ og elda með
því einhvern góðan graut og þá
myndi þetta birgðavandamál leysast
af sjálfu sér.
Þetta var nokkuð snjöll hugmynd
en hins vegar fáránleg, því við viss-
um það báðir að slíkt tíðkaðist alls
ekki um borð í fiskiskipum. Og þó
okkur væri það vel ljóst að með
þessu gætum við steypt okkar ný-
fengnu velgengni hjá áhöfininni í
hættu, ákváðum við að slá til. Næsta
dag höfðum við svo „kalt borð.„ Það
fór ekki framhjá okkur að áhöfninni
kom þessi nýja matartíska mjög á
óvart en hún tók henni þó möglunar-
laust. Þetta varð svo til þess að við
endurtókum þetta rétt undir ferðalok-
in.
Loks kom að því að næsti dagur
var hvorki helgi- né frídagur, heldur
einn þessara fáu hvunndaga, sem
buðu upp á óbreyttan mat. Er við
lögðum á ráðin um mat dagsins,
ákváðum við að sjóða kjöt og búa til
kjötsúpu. En nú komumst við að því
að jafnvel venjulegur dagur bauð upp
á vangaveltur um matargerð. Það
kom nefnilega í ljós að ég vildi hafa
haframjöl í súpunni en meistari
Magnús vildi hafa hana úr hrísgrjón-
um, eins og venja mun vera til sjós.
Hér hafði einhver leiðindapúki
læðst inn í klefa okkar og slíkum
tökum náði hann á okkur að hvorug-
ur gaf eftir. Þegar allt virtist svo
komið í óefni, stakk ég upp á því að
við skyldum sættast á helminga-
skipti, það er, hafa jafn mikið af hrís-
grjónum og haframjöli í súpunni.
Endir þessarar þrætu varð sá að við
sættumst á helmingaskiptin og þar
með lauk þeirri einu rimmu, sem við
áttum í í þessari sjóferð.
Súpuna suðum við og bárum fram
næsta dag og enginn virtist hafa neitt
við hana að athuga og borðuðu allir
hana með bestu lyst.
Næst þegar við svo hugðumst hafa
kjötsúpu kvisaðist það út að slíkt
26 Heima er bezt