Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 31
stæði til, enda þá svo komið að áhafn-
armeðlimimir voru orðnir heima-
gangar í eldhúsinu og voru jafnvel
famir að lyfta upp lokum þeirra potta
er á eldavél stóðu og fylgdust þeir
grannt með öllum okkar gerðum.
Kom þá einn skipverjanna til mín og
spurði ósköp blátt áfram hvort við
vildum nú ekki sjóða kjötsúpu eins og
hún mamma hans sauð alltaf. Þó að
þessi spurning kæmi mér í opna
skjöldu, því auðvitað vissi ég engin
deili á þeirri súpu, lét ég sem ekkert
væri en sagðist skyldu gera mitt besta
í málinu og útkoman varð sú að við
notuðum einfaldlega sömu uppskrift
og síðast og fengurn við hrós fyrir
gæði þeirrar súpu.
Sem hjálparkokkur þurfti ég að
sinna ýmsum sérverkefnum, sum
þeirra upptalin hér að framan, en
eins er þó eftir að geta: Eggjasuð-
unnar hvern morgun. I því efni kom
sér vel að ég rnundi að ég hafði ein-
hvern tíma heyrt móður mína eða
einhverja aðra mæta konu, segja að
egg skyldi sjóða í þrjár mínútur. Eftir
þessu heilræði fór ég svo nákvæm-
lega að frá því að suða kom upp í
eggjapottinum og þar til mínúturnar
þrjár voru liðnar, heyrði ég hvorki né
sá neitt annað en tifið í úri mínu og
ferðalag sekúnduvísins um skífu
þess, hina þrjá hringi, en þá þreif ég
pottinn af eldavélinni og lét hann í
skolvaskinn, sem var hinumegin í
eldhúsinu og að því loknu spurði ég
svo meistara Magnús hvort hann
hefði verið að segja eitthvað.
„Ja,„ sagði hann, „þar sem það eru
nú víst einar þrjár mínútur síðan ég
ávarpaði þig, þá hefi ég nú gleymt
hvað ég vildi sagt hafa.„
Það, sem konr mér alltaf jafn mikið
á óvart, var að þegar ég bar fram
eggin, sem ég taldi vera fremur
linsoðin, reyndust þau svo harðsoðin
að engu tali tók. Þau voru svo hörð
að hefði mér nú sinnast svo við ein-
hvern að ég hefði gripið til þess
óyndisúrræðis að henda í hann eggi,
þá hefði hann hlotið stórskaða af.
Það er svo ekki fyrr en þrem til
íjórum dögum fyrir heimkomuna er
ég átta mig á því að hyggilegast væri
kannski að hella heita vatninu úr
pottinum, strax að suðu lokinni og
setja kalt vatn í þess stað á eggin, að
áhöfnin fékk loks linsoðin egg. Svo
einfold var þá lausinin á þessu slæma
vandamáli.
Er skipið var um það bil að leggja
frá bryggju í Grimsby, kom stýrimað-
ur í eldhúsið til okkar með tvo eða
þrjá unglingsstráka er höfðu orðið
strandaglópar af öðrum togara. Bað
hann okkur að gefa þeim eitthvað að
borða og þar sem þeir yrðu með okk-
ur heim þá gætu þeir sem best aðstoð-
að okkur við eldhúsverkin.
Auðvitað fengu drengirnir að
borða eins og þá lysti en þar sem þeir
voru svo illa til fara og óhreinir, af-
þökkuðum við alla aðstoð þeirra og
vildum þá sem minnst í kringum
okkur hafa, svo að koma þeirra
þýddi einfaldlega fleiri svanga
munna til að fæða.
Lestun farms okkar drógst nokkuð
fram á kvöld, svo að ekki var látið úr
höfn fyrr en eftir kvöldmat hins síð-
asta dags ársins 1964, eða nánar til-
tekið 31. desember.
Þar sem við meistari Magnús vor-
um skráðir áhafnarmeðlimir á b/v
Narfa, áttum við eins og aðrir, rétt á
svonefndum verslunarfrídegi, en
vegna anna við matargerðina höfðum
við ekki konrið því við að taka þetta
frí fyrr en á gamlársdag en honum
skiptum við á milli okkar þannig að
ég fór strax að morgni og kom aftur
um hádegi en þá fór meistari Magnús
í sitt frí og kom aftur um kvöldmat-
arleyti.
Auðvitað höfðum við komið við á
einhverjum krám og fengið okkur ei-
lítið smakk af hinum rómaða enska
bjór. Það má því vera að hugsun okk-
ar hafi verið eitthvað á reiki er við
stigum aftur um borð, en hvað um
það, við lukum öllum okkar verkum
með sóma.
Er við höfðum lokið við allan frá-
gang eftir kvöldmatinn, segir meist-
ari Magnús við mig:
„Á morgun er nýársdagur og þá
eru alltaf hafðar svínakótelettur í að-
almat. Nú skalt þú fara að sofa og
taka síðan morgunverkin í fyrramálið
en ég fer og lem blessaðar kótelett-
umar til og verð því eitthvað seinni
til vinnu í fyrramálið.,,
Allt gekk þetta eftir, en þar sem
meistari Magnús var frá fyrri tíð,
sem vélstjóri, vanur að slá fast þegar
slá þurfti, komst sú saga á kreik að
svo hefði hann slegið kóteletturnar
fast að í þeim hefði ekki fundist ein
einasta arða af beini, en þær hefðu
svo sem verið ágætar fyrir því.
Þegar áhöfnin kvaddi okkur á ytri
höfninni í Reykjavík, var okkur vel
þökkuð góð frammistaða í matar-
gerðinni, en báðir fengum við góð-
látleg skot í gamansömum tón.
Einn sagði við mig að þeir í áhöfn-
inni hefðu velt því lengi fyrir sér
hvernig stæði á því að ég væri svona
mikið fyrir grjóthörð egg. Annar
sagði við meistara Magnús:
„Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég
fæ kótelettur án beina.,,
Síðan vorum við blessaðir í bak og
fyrir.
Til gamans langar mig að ljúka
þessum pistli með örfáum orðum um
b/v Narfa. Hann var einn fárra 1000
lesta fiskitogara, sem keyptir voru til
landsins, að því er ég held, um 1960.
Eigandi hans var Guðmundur Jör-
undsson útgerðarmaður.
Þar sem heilfrysting fisks var byrj-
uð á erlendum botnvörpungum þá
varð það að ráði að setja heilfrysti-
búnað í b/v Narfa og varð hann eins
konar tilraunaskip á þessu sviði.
Held ég að tilraunin hafi gengið all
vel, en sá hængur var þó hér á að
vegna tæknilegra vandamála var ekki
hægt að þýða aflann upp hérlendis,
heldur varð að sigla með hann allan
til Grimsby og þýða hann þar.
Þær þúsund krónur, sem ég átti að
greiða í fæði í ofangreindri ferð,
voru aldrei nefndar. Hins vegar var
meistari Magnús beðinn um að koma
til mín fullum launum frá útgerðinni
fyrir aðstoðarkokkaríið og á þeim
orðum lýkur þessari ítarlegu matar-
gerðarfrásögn er fram fór á bláum
bylgjum Atlantshafsins. nffiízj
Heima er bezt 27