Heima er bezt - 01.01.1997, Side 40
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Framhah
sagan
n margt skipast á ann-
an veg en ætlað var.
Róshildur hvarf aftur
til námsins. Og tíminn rann sitt
skeið. Sigurhátíð lífsins fór í hönd.
Róshildur hélt heim í páskaleyfi.
Hún tók sér far með strandferðaskipi
til Súlnavogs.
Daginn sem skipið kom til hafnar í
Voginum, geysaði norðan stormur
með hörkufrosti og snjór var yfir
öllu. Róshildur vissi að faðir hennar
ætlaði að sækja hana niður í Súlna-
vog og hún átti að bíða hans hjá
móðursystur sinni, sem búsett var í
Voginum, yrði hann ekki mættur við
komu skipsins.
Jónas í Efstabæ var ekki mættur
við landgönguna og Róshildur fór
ekki heim til móðursystur sinnar.
Hún gat ekki beðið. Stefnan var tekin
frá skipshlið beina leið hingað upp
að Ármótum.
En því miður var Róshildur ekki
búin þeim skjólfatnaði, sem skyldi,
til ferðarinnar. Bitur froststormurinn
náði brátt að læsa sig um veikbyggð-
an líkama hennar hvernig sem hún
reyndi að herða gönguna. Mún mætti
loks föður sínum spölkorn hér fyrir
neðan Ármót, þá orðin illa haldin af
kulda og þreytu. Róshildur fór ekki
lengra en hingað. Faðir hennar sneri
einn heim að Efstabæ. Að kvöldi var
hún kontin með háan sótthita og sár-
an sting fyrir brjósti. Læknirinn í
Súlnavogi var kallaður til hennar
með hraði. Hann gaf upp þá sjúk-
dómsgreiningu að um bráða lungna-
bólgu væri að ræða.
Sigurbjartur fór með lækninum
niður í Súlnavog og sótti meðul. En
þau komu ekki að gagni. Róshildur
lést í faðmi Sigurbjarts, að morgni
næsta dags.
Þvílíkur harmur! Frá þeim degi
hefur Sigurbjartur aldrei orðið sami
maður og áður.
Viku síðar var Róshildur jarðsett í
kirkjugarðinum hér á Ármótum.
Fyrstu vikurnar eftir jarðarförina
sat Sigurbjartur langtímum út í
kirkjugarði við gröf Róshildar, yfir-
kominn af söknuði. Við hjónin vor-
um farin að hafa þungar áhyggjur af
heilsu hans. En svo fór hann smá-
saman að ná tökunr á sorg sinni og
komast í andlegt jafnvægi að nýju.
Þá lagði hann kapp á það að gróður-
setja sem fegurst blómskrúð á leiði
unnustu sinnar. Vinnan við þetta virt-
ist veita honurn dýrmæta hugsvölun
og er kom fram á vorið var leiðið
orðið sannkallaður blómareitur. Sig-
urbjartur hefúr frá umræddu vori
haldið þessu mjög vel í horfinu á tíð
gróandans ár hvert, eins og þar væri
fólgin gleði hans öll.
Sumarið eftir lát Róshildar, kom
hingað gamall vinur og skólabróðir
mannsins míns, þekktur fjöllistamað-
ur, og dvaldi hér í sumarleyfi sínu.
Hann gaf sig oft á tal við Sigurbjart
og fór vel á með þeim. Þau kynni
leiddu til þess að Sigurbjartur fékk
vitneskju um það að gesturinn væri
meðal annars mikilhæfur myndskeri.
Þennan listamann réði Sigurbjartur
til þess að gera fyrir sig minnismerki
á leiði Róshildar. Krossinn er sann-
kallað listaverk og hefur vakið aðdá-
un margra, sem átt hafa leið um
kirkjugarðinn hérna.
En hve mikla fjármuni listaverkið
kostaði, hefur Sigurbjartur látið
liggja í þagnargildi.
Frú Marella hefur lokið frásögn
sinni og einnig að undirbúa kirkjuna
fyrir hátíðarmessu gamlárskvöldsins.
- Jæja, þá er þessu lokið góða mín,
segir hún og brosir til Glóeyjar
Mjallar. - Eg þakka þér fyrir hjálp-
ina.
36 Heima er bezt