Heima er bezt - 01.01.1997, Síða 42
hreinu við áramótauppgjör, heldur
fyrst og fremst þeim, sem hafa eilífð-
argildi. Hver er staðan í þjónustu
okkar við konung kærleikans og því
næst náungan, í áramótauppgjörinu?
Höfum við haft þann konung að leið-
arljósi á árinu, sem nú er að kveðja,
eða höfum við gengið við mýrarljós
heimshyggju og fánýtra hluta, snúist
með í hringdansi aldarinnar kringum
gullkálfinn, vanrækt þau andlegu
verðmæti, sem ein standa af sér öll
ára- og aldahvörf og hvorki mölur né
ryð fá grandað?
Svarið við þessum spurningum
verðum við, hvert og eitt, að finna í
eigin barmi. En hver eru þá þessi
andlegu verðmæti, sem ekkert fær
grandað? Þau eru innifalin í einni
gjöf, sem gefin var fyrir hart nær
tvöþúsund árum. Svo mikill var kær-
leikur guðs við fallið mannkyn,
sköpun sína, að hann gaf son sinn
eingetinn, til endurlausnar öllum
mönnum. En því er nú einu sinni
þannig varið með sérhverja gjöf,
hvort sem hún er stór eða smá, að
hún kemur ekki að notum taki fyrir-
hugaður þiggjandi ekki við henni.
Það er órofa lögmál. Fæðingarhátíð
frelsarans er nýgengin um garð hjá
okkur, vafalaust með margar góðar
gjafir manna á meðal, og ekkert
nema gott um það að segja, að menn
vilji gleðja hvern annan í tilefni
þessarar miklu hátíðar kærleikans.
En í öllum þeim ytri glæsileik, sem
fylgir jólahaldi nútimans, megum við
aldrei gleyma því, sem mestu máli
skiptir, að veita viðtöku sjálfri gjöf
jólanna, Jesú Kristi, sem kom í þenn-
an heim til þess að leita að hinu
týnda og frelsa það. Hann er sú eina
gjöf þar sem allt er innifalið, til tím-
anlegrar og eilífrar velferðar, vegur-
inn, sannleikurinn og lífið sjálft.
Aheyrandi minn, hver sem þú ert:
Þessi stærsta gjöf allra gjafa stendur
þér ekki aðeins til boða á heilagri
jólahátíð, heldur einnig á hverri
stundu allan ársins hring, hvenær
sem þú vilt veita henni viðtöku. Haf-
ir þú ekki enn gert Jesúm Krist að
konungi lífs þíns, væri þá ekki tilval-
ið að stíga það mikilsverðasta skref
ævigöngunnar á tímapunkti þessara
áramóta, horfa fram á veginn til
hækkandi sólar í fylgd með honum?
Guð gefi þér náð til þess. Arnen.,,
Séra Grímkell hefur lokið máli
sínu og stígur úr ræðustólnum. Glóey
Mjöll er djúpt snortin af þeirri ein-
urð, sem henni fannst lýsa sér í boð-
un unga prestsins. Hann á áreiðan-
lega eftir að leiða marga frá myrkr-
inu til ljóssins, hugsar hún, þótt jarð-
vegurinn sé víða grýttur og harður,
þar sem hinu góða sæði er sáð á
þessari jörð.
„Hvað boðar nýárs blessuð sól,„
hljómar um kirkjuna og allir taka
undir „I sannleik hvar sem sólin
skín, er sjálfur guð að leita þín.„
Messugjörðinni er lokið. Glóey
Mjöll gengur við hlið gömlu prests-
ekkjunnar fram úr helgidóminum og
út undir stjörnubjartan himin, sem
sindrar af dýrð og fegurð. Þessu
gamlárskvöldi gleymir hún aldrei.
8. feafli.
Nýtt ár hefur heilsað. Þrettándinn
liðinn hjá. Hátíðarskraut og gleðskap-
ur að baki. Lífið færist óðum í sitt
hversdagslega horf. Kaupfélagstjóra-
fjölskyldan er komin frá jarðarför
Hallberu, til síns heima. Örvar og
Kolla læknisins horfin af landi brott
til áframhaldandi náms í Þýskalandi.
Jólaleyfi skólanna er lokið. Grár,
þungbúinn janúarmorgunn rís yfir
Súlnavogi. Fyrsti kennsludagurinn á
nýju ári er runninn upp. Glóey Mjöll
býr sig að heiman. Hún fagnar því
heilshugar að mega nú aftur ganga til
starfa sinna og takast á við verkefni
líðandi stundar. Hún kvaddi prests-
setrið daginn eftir að kaupfélags-
stjóraijölskyldan skilaði sér heim, en
það var rétt upp úr áramótunum.
Henni hafa fundist dagamir lengi að
líða síðan hún kom frá Ármótum og
við tók þetta þrúgandi aðgerðarleysi,
sem beið hennar. í húsi kaupfélags-
stjórahjónanna hefur hún aldrei feng-
ið að rétta ffam hjálparhönd í neinu
verki, hvernig sem ástatt hefur verið.
Á prestssetrinu var hennar litla ffam-
lag hinsvegar þegið með þökkum.
Hildibrandur kaupfélagsstjóri og
Lísa hafa sýnilega ekki enn sem kom-
ið er, náð að sigrast á sorginni. Þau
ganga bæði hljóð með daprar brár um
vettvang dagsins. En frú Lena talar í
sífellu. Glóey Mjöll hefur ekki átt að
venjast því þann tíma, sem hún er
búin að dvelja á heimili kaupfélags-
stjórahjónanna, að frúin hafi kosið
hana að viðmælanda sínum, ffekar en
nauðsyn hefur krafið. En ffá heim-
komu ffú Lenu að aflokinni jarðarför
Hallbem tengdamóður hennar, hefúr
hún sótt það stíft að fá hana fyrir
áheyranda, þegar aðrir óviðkomandi
hafa ekki verið til staðar til að gegna
því hlutverki og hún hefúr ekki getað
skorast undan þeirri kvöð í aðgerðar-
leysi sínu. En allt tal frú Lenu hefúr
snúist um það sama og eina: Jarðarför
tengdamóður hennar. Hve útförin hafi
farið virðulega fram, hve athöfnin í
kirkjunni hafi verið einstaklega fögur
í ræðu og söng, enda vel til hennar
vandað. Hve börn Hallberu hafið not-
ið þess í ríkum mæli að hittast þama
öll og geta sameiginlega heiðrað
minningu góðrar móður með nærvem
sinni. Hve gamlir vinir og sveitungar
hafi reynst íjölmennir og margir langt
að komnir. Þetta hafi verið órækur
vottur um vinsældir þessarar miklu
sæmdarkonu. Að greftrun lokinni hafi
svo verið gengið til stórkostlegrar
erfidrykkju í glæsilegu félagsheimili
sveitarinnar, þar sem ættingjar og vin-
ir, gamlir nágrannar og sveitungar,
hafi mættst við hlaðið veisluborð og
átt saman effirminnilega stund. Lengi
hafi verið setið undir borðum og um-
ræðuefnin virst vera óþijótandi. En
allt hafi þettað þjónað þeim eina til-
gangi að heiðra sem mest og best
minningu Hallbem tengdamóður
hennar.
Glóey Mjöll hefur skynjað glöggt
gegnum allan orðaflauminn og sí-
felldar endurtekningar, órólega sam-
visku og sektarkennd og hún hefur
einlæga samúð með frú Lenu. Frúin
hefur orðið að létta af hjarta sínu á
þennan hátt, að mikla með frásögn-
38 Heima er bezt