Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 43

Heima er bezt - 01.01.1997, Qupperneq 43
um og gera sem stórfenglegasta fyrir sér og öðrum, þessa hinstu, sjálf- sögðu þjónustu við tengdamóður hennar. -Það hefur verið eina hálm- stráið, hugsar Glóey Mjöll. En nú er hún ekki lengur iðjulaus til staðar í hlutverki hlustandans. Skyldustörfin kalla hana. Brottfarar- tími ungu kennslukonunnar að heinr- an er runninn upp. Hún hraðar sér út í gráan vetrardaginn. * * * Nemendurnir eru allir komnir til sæta sinna. Glóey Mjöll lítur yfir hjörð sína og ávarpar börnin glaðlega: - Ég býð ykkur öll velkomin til náms á nýju ári, segir hún. - Hefur ykkur ekki liðið vel og verið gaman hjá ykkur í jólaleyfinu? - Jú, jú, jú, hljómar með mikilli ákefð frá barnahópnum og öll mynda þann kór að einu undanskildu. Berg- rós svarar engu. Glóey Mjöll beinir sérstakri athygli að henni. Engin við- brögð né vottur um gleði yfir endur- minningum nýliðinnar jólahátíðar er sjánanlegur í svip telpunnar, einungis deyfð og dapurleiki. Glóeyju Mjöll finnst allt útlit Bergrósar enn átakan- legra en þegar þær kvöddust í upp- hafi jólaleyfis. Henni flýgur í hug sá kærleiksboðskapur, sem séra Grím- kell lagði til grundvallar ræðu sinni á gamlárskvöld og hann knýr á hjarta hennar. Hún getur ekki frestað því lengur að láta til skarar skríða í fyllstu alvöru. Henni svellur móður í brjósti. Þennan fyrsta skóladag árs- ins, strax að kennslu lokinni, ætlar hún að skrifa foreldrum Bergrósar þriðja bréfið og skora á þau að koma hið bráðasta, annað hvort eða bæði, til fundar við sig í barnaskólanum. Fái hún ekki svar á allra næstu dög- um ákveður hún að fara heim til þeirra án frekari fundarboða og ræða málin þar. Hún ætlar ekki að láta Bergrósu færa foreldrunum þetta þriðja bréf eins og hin tvö, heldur leggja það í póst. Unga kennslukon- an varpar öndinni. - Jæja, börnin mín, segir hún með sinni venjulegu rósemi hið ytra. - Gott var að heyra að jólaleyfið var gleðiríkt hjá ykkur, sem gáfuð svar. Ef til vill ræðum við síðar endur- minningar jólanna eða þið semjið um þær ritgerð. En nú hefst fyrsta kennslustund nýja ársins. Börnin kyrrast í sætum sínum. Al- varan er tekin við og tíminn rennur sitt skeið. * * * Degi er tekið að halla. Rökkrið færist yfir. Glóey Mjöll býr sig að heiman. Vindurinn þýtur og frostið bítur útifyrir, en slíkt aftrar ekki för hennar á þessu síðdegi. Fjórir dagar eru nú liðnir frá því að hún pótlagði bréf sitt til foreldra Bergrósar en ekkert svar hefur borist henni. Hún veit að póstur er daglega borinn til ibúa Súlnavogs og biðlund hennar löngu þrotin. Hún hefur aflað sér ör- uggrar vitneskju um það að Bóas, faðir Bergrósar, sé háseti á fiskibáti, sem rær frá Súlnavogi, og einnig fengið fullvissu fyrir því að enginn bátur þaðan hafi róið til fiskjar að morgni þessa dags, sökum hvassviðr- is. Hún ætlar að notfæra sér landleg- una og freista þess að ná fundi beggja foreldra Bergrósar á heimili þeirra. Og Glóey Mjöll heldur ótrauð á vit örlaganna. Stormurinn stendur í fangið. Unga kennslukonan beitir sér hraustlega í vindinn og gengur rösk í spori í átt að heimili Bergrósar. Hún mætir engum á vegferð sinni. Þorpsbúar virðast halda sig innandyra nú um stundir, enda fátt sem heillar til úti- veru. En henni miðar furðu fljótt og brátt er áfangastaður hennar í sjón- máli. Hún eygir Ijós í glugga á efri hæð hússins en frá kjallaragluggun- um leggur enga Ijósgætu út í ört vax- andi rökkrið. Hún trúir því samt ekki að enginn sé þar heima. Hún veit að Bergrós á litla tvíburabræður og henni finnst veðrið, sem nú geysar, ekki til þess fallið að vera með smá- börn utandyra þegar jafnvel fullorðn- ir virðast veigra sér við útivist. - En ef til vill er verið að spara rafmagnið með ljósleysinu, hugsar hún og gengur heim að húsinu. Hún hraðr sér niður nokkur þrep, sem liggja að kjallaradyrunum, nemur staðar fyrir framan fornfálega útihurð, sem, eftir útliti að dæma, heldur naumast vatni né vindum, og drepur að dyrum. í fyrstu atrennu svarar enginn, ekki heldur í annarri. En Glóeyju Mjöll er engin uppgjöf í huga. Hún kveður dyra í þriðja sinn og nú með meiri þunga en áður. - Þessi síðasta kvaðn- ing hlýtur að hafa heyrst inn á innsta gafl, hugsar hún og bíður svars. Loks nemur hún fótatak að innan. Dyrunum er lokið upp. Þungbrýndur, syíjulegur maður, úfinn á hár og skegg, stendur í gættinni. Hann lítur hvössum undrunaraugum á gestinn og segir hrjúfum rómi: - Þú hlýtur að vera að fara húsa- villt, stúlka. - Nei, erindi mitt er hingað, svarar unga kennslukonan einarðlega. Hún réttir honum höndina. - Komdu sæll, Glóey Mjöll heiti ég. - Sæl vertu, ansar hann þurrlega en lætur sem hann sjái ekki framrétta hönd hennar. - Bóas Jensen heiti ég. Hún dregur að sér höndina og virð- ir fyrir sér unt leið, hörkulegan svip- inn á veðurbörðu, alskeggjuðu andlliti mannsins. Hann er hreint ekki árennilegur við fyrstu sýn. En Glóey Mjöll veit að innan þessarar harðneskjulegu brynju slær hjarta, sem finnur til. Þar er fólginn fjár- sjóður, dýrmæt mannssál og hún er hvergi smeyk. Bóas sýnist ekki lík- legur til þess að bjóða henni húsa- skjól að svo komnu, þótt kalt blási um gættir, en það breytir engu, erindi sínu skal hún koma til skila. Hún vefur þéttar að sér vetrarúlpunni og segir festulega: - Eins og þér er vafalaust kunnugt af þeim þremur bréfum, sem ég hef skrifað ykkur hjónum, er ég kennari Bergrósar dóttur þinnar... - Bréfum!? grípur hann fram í. - Ég hef ekki heyrt minnst á nein bréf. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 39

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.