Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 5

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 5
1936 jólabók Æskunnar 3 Jólin h ennar Inu (Sagan gerist fyrir 50 árum) .Tóliu voru að koma. Fullorðna fólkið var að kepp- ast við verkin, en börnin biðu með óþreyju eftir, að verða klædd í sparifötin. Þeim var skipað að vera kyrrum í baðstofunni og hafa liægt um sig. Siggi var elstur, en honum datt ekki í hug að skipta sér af yngri börnunum; hann var þar sem lionum sýnd- ist og dundaði cittlivað sér til gamans. Ina litla settist á rúm í frambaðstofunni og litlu stúlkurnar, Veiga, Gerða og Rósa, lijúfruðu sig upp að henni, og hún fór að segja þeim sögur, eins og hún gerði svo oft í rökkrum. Hún hafði ætið sögur og æfintýri á takteinum, þó ckki væri hún eldri en 7 ára. Sumar hafði afi sagt henní, aðrar hafði liún lesið sjálf, og svo bjó hún lil æfintýri, ef á lá, og þau þóttu litlu stúlkunum skemmtilegust. Ykkur þykir ef lil vill ótrúlegt, að hún hafi verið farin að lesa bækur á þeim aldri, en satt er það samt, því að liún var orðin fluglæs 5 ára. En það var afa að þakka eins og allt annað. Hann hafði kennt henni svo margt fallegt og sagt henni ýmsan fróðleik, sein hún gat aftur sagt hinum börnumnn. Hann afi hennar Inu var nú líka einstakur, og allra besti afinn í heimin- um, svo góður, blíður og eftirlátur við liana, hvað sem fyrir kom. Til lians gat hún flúið með raunir sínar og barnabrek. Hann bætli úr öllu. Þetta voru fyrstu jólin, sem Ina var fjarri for- eldrum og sýstkinum, en samt var hún róleg og á- nægð lijá afa. Hún vissi, að hún hafði verið skilin eftir lil að vera honum til ánægju i ellinni. Hann vildi ekki flytja burt úr sveitinni, þegar fjölskyldan flutti til kauptúnsins vorið áður, en fékk ráðskonu til að annast um sig og litlu stúlkuna, og var í búsmennsku hjá nýju bændunum, sem fluttu á jörðina. Ina liafði fengið að fara til foreldra sinna um sum- arið og ríða ein, bundin í söðul. Það var svo langt, að hún varð að gista á leiðinni. Hún var nokkrar vikur i kauptuninu og þótti fjarska gaman, þar var svo margt nýtt að sjá. Fallega húsið hans pabba, seglskipin, sem lágu á höfninni, og smábátarnir, sem gengu milli lands og skipa. Stundum fengu börnin að fara í hvítum hát fram í verslunarskip, sem hét „Providensen“ og var frá Bornholm. Þar var sölubúð með allskonar varningi, sem ína hafði aldrei séð fyrr. Kaupmaðurinn gaf þeim þá fíkjur eða rúsínur, og allir skipverjar voru svo góðir við þau, en þeir gátu ekki talað íslensku, og það var svo skrítið. Svo var stórt svin á þilfarinu, það var á litinn eins og mélsekkirnir, sem þar voru i bunka. Mikið var um dýrðir þegar gufuskipin komu. Þá fóru börnin i spariföt, þvi margt kom i land af ó- kunnu fólki, og' stýrimaðurinn fyrst af öllum, voða fínn. Þó var skipstjórinn ennþá fínni, en þeir áttu alltaf eriudi við pabba Inu, og drukku oft kaffi. Svo var.alltaf fullt af ferðafólki, körlum og kon- um lir sveitunum, í kauptíðinni, sem gistu á lieimil- inu. Þá voru mörg leiksystkini í þorpinu, og þau kunnu marga leiki, sem ína hafði aldrei séð, og allt var svo skemmtilegt og ólíkt kyrrláta lífinu í sveit- inni; þó hljóp hún fagnandi upp um hálsinn á afa, þegar liann kom að sækja hana, og fór glöð þeim með lionum aftur. Var þá kaupstaðarsælmmi lokið. Allir á heimilinu voru góðir við Inu og féll vel á með henni og aðkomubörnunum, enda fekk hún mestu að ráða i leikjum telpnanna. Oft fekk ína sendingar frá fjölskyldu sinni, góðgæli og falleg leik- föng, og var það hennar mesta yndi að gefa liinum börnunum að borða ])að lika, því að þau fengu aldrei annað en fíkjur, rúsinur eða kandís. Skönnnu fyrir jól bafði ína fengið stóra sendingu frá mömmu sinni: .Tólaköku, sætkökur o. fl. góð- gæti og ljósa svuntu. Og nú voru jólin komin. Það var kallað á allar telpurnar fram í fjós. Þar stóðu þrír þvottabalar með volgu vatni, og baðaði nú liver kona sína telpu. Þar á eftir baðaði fullorðna fólkið sig, livert á eftir öðru, í þessu hlýja baðherbergi, nema það allra elsla. Fóstra Inu færði hana i ný föt; soklcarnir voru út íslenskri ull, sauðsvartir á lit, og skórnir úr sauð- skinni, kolsvartir með fannlivítum bryddingum og fallegum rósaleppum innan í; kjóllinn köflóttur úr heimaunnum ullardúk, og svo nýja svuntan. Hárið var fléttað í þrjár fléttur (allar á fimm) og breidd- ust þær um allt bak og náðu niður fyrir mitti. Þið getið nærri, að hún þóttist fín; og líkt þessu voru hinar litlu stúlkurnar klæddar, og allar voru þær ánægðar og glaðar. Nú fór ína upp í „liús“ til afa síns og kyssti hann fyrir nýju fötin. Hann var þá kominn í sparifötin, svört klæðisföt, með svart silkibrjóst og vel hnýttan svartan silkiklút um hálsinn. Enginn var eins fínn og liann afi, og hann var svo fallegur, hvítur i and- liti með liátt enni og skýr augu, vel greitt skegg og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.