Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 9
1936 ]óiabók Æskunnar 7 Sjöstjarnan Eftir Leo Tolstoj Einu sinni fyrir löngu, löngu síðan gengu svo miklir þurrkar um alla jörðina að hvergi var vatn að fá. Allar ár og lækir hurfu og lindir þornuðu, en grös og tré visnuðu og menn og dýr dóu. Eitt kvöld gekk lílil stúlka með brúsa i hendi og leitaði að vatni handa móður sinni, sem var veik. Hún reikaði víða vegu, en fann ekkert vatn. Loks varð hún örmagna af þrevtu, hún hné niður, þar sem hún var komin, og sofnaði. Þegar hún vaknaði aftur og' tók hrúsann, varð hún ekki lítið hissa, þegar hann var fullur af kristalstæru og köldu vatni. Litla stúlkan varð himinlifandi glöð og ætlaði að dreypa á vafriinu, en þá mundi hún eftir móður sinni og ldjóp heimleiðis með brúsann eins og fætur tog- uðu. Hún flýtti sér svo mikið, að hún tók ekki eftir litlum livolpi, sem lá örmagna á götunni. Hún hras- aði um hann og missti brúsann. Hvolpurinn ýlfr- aði eymdarlega, en stúlkan flýtli sér á fætnr og greip brúsann. Hún var á glóðum um að vatnið hefði allt farið niður, en svo var ekki. Brúsinn stóð réttur og ekkert hafði farið úr honum. Hún hellti úr lionum í lófa sinn og gaf hundinum að lepja og svalaði jiorsta lians. Þegar litla stúlkan tók aftur hrúsann sinn, sá hún að grár og hrjúfur leirinn í honum var orðinn að skínandi silfri. Hún liélt nú áfram með hann heim og fékk móður sinni. „Drekktu þetta sjálf, harnið mitt, eg dey hvort sem er,“ sagði rnóðir liennar og rétti henni brúsann aftur. Og í sama bili Ijreyttist silfrið í lionum og varð að skínandi gulli. Þorstinn var nú alveg að buga vesalings litlu stúlkuna, og hún ætlaði að setja hrúsann á munn sér og dreypa á vatninu. Þá opn- uðusl dyrnar og ókunnur maður reikaði inn og sár- hændi hana að gefa sér að drekka. Ilún rétli hon- um brúsann þegjandi, en i sama I)ili þutn upp úr brúsanum sjö glitrandi demantar og tær vatnslind ])imaði upp úr stútnum. Demantarnir sjö liðu upp i loftið, hærra og hærra, alla leið upp i himininn. Þar sjáum við þá á Iiverju heiðskíru kvöldi og köll- um þá Sjöstjörnuna. O O O O o o o Ba rnasálmur Guð, sem blessar böriiin smá, barn er eg, ó, dvel mér hjá, hvar eg fer i heimsins löndum, herra, eg er i þínum höndum. Lánið kemur, lánið þver, Ijóssins faðir samur er. Verði drottinn vilji þinn. vernda, gegm þú bæinn minn. Gefðu jmbba’ og mömmu minni margt lir náðarhendi Jiinni. Herra, er allt frá himnum sér, hjálpa þeim, sem minnstur er. Móðurlausra vertu vörn, vernda sjiik og fátæk börn. alla er sigla á úfnum legi, alla er reika á mgrkum vegi. Herra, er allt frét himnum sér, hugga þann, sem grátinn er. Rétlu gömlum hjéilpar liönd, heim á Ijóssins fögru strönd burt frá heimsins beisku hörmum berðii þét ét sterkum örmum. Láttu blinda’, er tjósið þrá. Ijössins himin opinn sjá. Góði faðir, þökk sé þér, þti, scm vakir gfir mér, gfir þjóðum, gfir löndum, allt er trgggt í þinum höndum; og eg þakka allra fgrst, að þti gafst mér Jesúm Iírist. M. Jónsdóttir þýddi úr sænslru G. G. þýddi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.