Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 11

Æskan - 15.12.1936, Blaðsíða 11
1936 ]ólabók Æskunnar 9 Sterki bangsi og bragðarefur Æfintýri eftir Louis Moe Einu sinni, þegar bangsi ganili var í berjamó og hámaði í sig bláberin í ljómandi fallegri brekku, ]iá rakst liann allt í einn á dyrnar á greninu hennár tæfu. „Ha-liæ,“ sagði bangsi við sjálfan sig. „Nú var eg heppinn. Nú skal eg launa þér alla grikkina, sem þú hefir gert mér, tæfa litla. Þau eru orðin nógu mörg, æfintýrin, sem sögð eru um það, hvernig þú gahb- ar mig og leikur á mig.“ Og svo settisl liann á bakhlutann, breiðan og þrek- inn, og liugsaði nú vandlega, livernig hann gæti best notað tækifærið til að hefna sín. Bangsi hafði aldrei lagt það á sig að athuga venjur og siði annara dýra. Hann var sterkasta dýrið i öll- um skóginum, og hann fór allra sinna ferða, hvar sem hann vildi, og hvenær sem liann vildi. Hin dýr- in urðu að gera svo vel að vara sig og verða ekki fyrir honum. Ef eitthvert þeirra varð á vegi hans, þá drundi í honum: „Sérðu ekki, að það er eg, sem er á ferðinni? Snautaðu burtu og vertu ekki að g'óna þetta og glápa á mig.“ Af því að liann var svona dramblátur og derrinn, þá vissi hann ósköp litið um liin dýrin, og þá ekki heldur það, að tæfa titla er vön að liafa fleiri en einar dyr á greni sínu. Það gerir hún til þess að geta allt- af sloppið einhversstaðar út eða inn, þegar hætta er á ferðum. Nú var bangsi búinn að liugsa sig um, og hann þóttist nú hafa fundið ráð til þess að ólukku skolla- tófan skyldi aldrci framar sjá dagsins ljós, og aldrei oftar geta leikið á liann.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.