Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1954, Side 3

Æskan - 01.11.1954, Side 3
55. árgangur. o Reykjavík, nóv.—des. 1954. o 11.—12. tölublað. unm l CBeiíeíi em. Eftir herra Ásmund Guðmundsson, biskup Þegar ég var barn, liugsaöi ég um það á jólunum, að gaman hefði verið að geta fylgt vitringunum til Jesú. Stjarna skær þeim lýsti leið. Leiðin þannig varð þeim greið, unz þeir sveininn fundu fríða. Fátæk móðir vafði hinn blíða helgri í sælu að hjarta sér. Ég var að reyna að sjá leiðina í huganum, en mér gekk það elcki vel, því að enginn gat sagt mér til vegar. Nú fór ég fyrir fimmtán árum þessa leið, frá Jerúsalem til Betlehem, svo að ég get ef til vill eitt- hvað hjálpað ykkur, ef ykkur langar til hins sama og mig. Viljið þið reyna að verða mér samferða og sjá það, sem ég sá? Við höldum beint suður frá Jerúsalem yfir dá- litla sléttu, en í vestri blasir við tágur háls. Síðan taka við grasi vaxnar melöldur og heldur upp í móti. Eftir fárra kílómetra göngu (leiðin er öll 9 kílómetrar) lcomum við þar, sem fáein tré standa við djúpan brunn. Himinninn speglast skýrt í vatninu. Þar er sagt, að vitringarnir hafi fyrst séð Betlehemsstjörnuna blika. Hjá brunninum er stein- ker, sem hirðar ausa af vatni handa hjörðum sínum. í suðaustri blasir við okkur hátt fjall, keilu- myndað, en fram undan til vesturs dálítið þorp utan i fagurri hlíð, silfurlitar krónur olíutrjánna slúta yfir hvíta múrana. Við göngum yfir hæðardag, og vegurinn lækkar aftur og gróðurinn vex og trjánum fjölgar meir meðfram honum, ungum þróttmiklum oliuviði. Þar er legstaður Rakelar, móður Jósefs. Enn höldum við upp á ölduhrygg, og nú brosir við okkur Betlehem í allri sinni dýrð. Hún stendur hátt, á þremur bungum allstórrar hæðar og utan í henni. Hlíðin er öll í stöllum, og hlaðnir fyrir grjótgarðar til styrktar þar, sem húsin standa. En umhverfis þau á stöllunum eru litlir, fagrir aldinlundir. Húsin eru lítil, hvítgrá að lit. Þetta er unaðssjón. Allt rennur saman í fríða og glæsta mynd: Skógarbrekkan, húsaraðirnar og blár Aust- urlandahiminninn. En lwar er hellirinn, þar sem jatan stóð? Hann er nú undir altarinu í stórri og fagurri kirkju. Við göngum niður nokkur þrep og sjáum jötuna. Á hellisgólfinu Ijómar gyllt silfurstjarna, og er letrað á hana: „Hér erJesús Kristur fæddur af Maríu mey.“ Við horfum á jötuna og hugsum um hann, sem var í jötu lagður lágt, en ríkir þó á himnum hátt. Og við skulum biðja: Góði Jesú. Við þökkum þér fyrir jólin og allt, sem þú hefur gjört fyrir okkur. Blessaðu pabba og mömmu og systkini okkar og alla menn. Gefðu frið á jörð. Gefðu okkur að líkjast þér. Hjálpaðu okkur til þess að gleðja aðra á jólunum, eins og þú hefur glatt okkur. 103

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.