Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 17
Jólablað Æskunnar 1954
sæta mömmu og ég. Elslcu mamma, farðu nú að
færa mig í fína kjólinn.
— Ekki að tala um. Þú ferð ekki i livita kjólinn
fyrr en á siðustu stundu, og það er góður klukku-
tími enn þá þangað til skemmtunin byrjar.
— Æ, æ, æ, æ, hvað á ég að gera þennan klukku-
tíma, kveinar Dóra.
— Seztu niður og hvíldu þig. Þú verður nógu
þreytt samt áður en dagurinn er á enda, segir
mamma hennar.
En Dóra hefur ekki ró í sínum beinum.
— Magga, Magga, kallar hún og opnar eldhús-
dyrnar. En þar er engin Magga. Þá er reynandi að
leita í kjallaranum. Jú, þarna er Magga að hamast
við að ganga frá þvotti og syngur hástöfum:
„Ást er raust, sem bergmáls jafnan biður,
bunulind, sem komast vill að ós.“
— Hvað er ást og bunulind, Magga? spyr Dóra.
— Það þýðir ekki að reyna að útskýra þessa
vísu fyrir þér. Þú getur ekki skilið hana, segir
Magga og heldur áfram að syngja.
—• Víst get ég skilið allar vísur, af þvi að ég er
hráðum fimm ára, segir Dóra móðguð.
— Það er enginn aldur til þess að skilja ástar-
visur, segir Magga.
— Ég skil samt sálmana, sem hún annna mín
syngur um guð og Jesú, segir Dóra.
— Það er allt annað mál. Þar er smælingjunum
gefið að skilja það, sem vitringum er dulið, segir
Magga og hækkar enn raustina.
Þetta hljómar eins og framandi tungumál fyrir
Dóru, og hún guggnar alveg á að biðja Möggu um
frekari skýringar.
— Ég á að fara í fallegasta kjól i heimi á jóla-
ballið, segir hún.
— Fallegasta kjól í heimi. Ekki ríema það þó.
Minna mætti nú gagn gera, segir Magga.
Nú hlýtur klukkutíminn að vera liðinn. Dóra
hleypur upp báða stigana í einum spretti.
— Lofaðu mér nú að fara í fína kjólinn, elsku
mamma mín, kallar hún um leið og hún keniur upp
á loftið.
— Jæja, komdu þá, segir mamma hennar. En
þú verður að sitja krafkyrr hérna hjá mér á meðan
ég lýk við að húa mig.
— Ég má þó alltaf hreyfa fæturna, segir Dóra.
Mamma hennar tekur kjólinn lit úr skápnum.
Hvilíkur kjóll, úr snjóhvítu silki með óteljandi
pífum og slaufum.
— Komdu nú og þvoðu þér vel og vandlega, segir
mamma hennar.
— Þarf ég að þvo mér? Ég er alveg nýkomin
úr baði, segir Dóra.
raumur ^jeira tiita.
Hvað verður bráðum gert við Geira,
þann grútskítuga pilt?
Hann áminningar ei vill hegra,
en ólmast bara villt.
Hann hirðir ekki hendur sínar,
hann hreinsar ekki tennur sínar.
Krunk, krunk, krax.
Komdu að þvo þér strax.
Krunk, krunk, krax.
Og liann er Ijótur lúsablesi,
sem lemur bróður sinn,
og ekki að tala um að hann lesi,
þó ergist kennarinn.
Hann stríðir litlu systur sinni
og suUast bæ.ði úti og inni.
Krunk, krnnk, krá.
Flenging skal hann fá.
Krunk, krunk, krá.
Og vilur krummi vöndinn reiddi,
— þá vaknar Geiraskinn. —
Og högg á endann honum greiddi,
svo hljóðar drengurinn.
En ávallt síðan Geiri er góður
og gleður föður sinn og móður.
Krunk, krunk, krái.
Krummi ráðið sá.
Krunk, krunk, krá.
(Þýtt úr sænsku) Margrét Jónsdóttir.
— Þú verður að minnsta kosti að þvo þér um
hendurnar, segir mamma hennar.
Dóra iðar og spriklar af fögnuði, þegar lnin er
komin í kjólinn.
— Ég má til að fara niður í forstofu og sjá mig
í stóra speglinum.
— Mundu að kóina hvergi við og káfa ekki utan
í kjólnum, kallar mamma hennar á eftir henni.
Dóra dansar fyrir framan spegilinn. Er þetta
virkilega hún sjálf, þessi fína og fallega stelpa?
Hún hefur aldrei áður tekið eftir þessum gullna
blæ á hárinu, og nú hefur mamma greitt það í
svo fallega lolcka, sem vefja sig upp eins og slöngur.
— Gaman, gaman.
Dóra dansar stofu úr stofu. Það er svo óumræði-
lega gaman að vera til. Seinast kemst hún inn í
117