Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 26

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 26
Jólablað Æskunnar 1954 ulur, rauciur, grœnn og olár. fíult, gult, gult, í gulum fötum er ég, gulur er fífilkollurinn, l>ví ég elska, elska gula litinn, elska gula hárlokkinn. Rautt, rautt, rautt, í rauðum fötum er ég, rautt er jóla kertaljós, })ví ég elska, elska rauða litinn, elska rauða, fagra rós. Grænt, grænt, grænt, í grænum fötum cr ég, grænt er vorið, fagurgrænt, því ég elska, elska græna litinn, elska vorblóm grænt og vænt. Blátt, blátt, blátt, í bláum fötum er ég, blár er fjóluliturinn, því ég elska, elska bláa litinn, elska bláan himininn. Hvílt, hvítt, hvítt, í hvítum fötum er ég, hvít og skær er vetrarmjöll, því ég elska, elska hvíta litinn, elska lands míns hvítu fjöll. (Eftir erlendri fyrirmynd) Margrét Jónsdóttir. okkar voru í uppnámi eftir þetta skyndiáhlaup. Dálitia stund vorum við að athuga alla staðhætti, en okkur kom ekkert til liugar annað en það að ráfa fram og aftur umhverfis lónið, sem minkurinn hvarf i, í von um að eitthvað gerðist, en það gerðist hara ekki neitt, sem við tókum eftir. Svo við færð- um okkur ósjálfrátt nær holunni, og er við höfðum setið þar um stund og rætt liorfurnar, tókum við eftir undarlegu athæfi Kols. Um leið harst að vitum okkar óþefur mikill, og var þá sem við vöknuðum, því einmitt þennan þef fundum við, þegar dýrið slapp. Hundurinn hamaðist nú við að róta upp með framlöppunum úr göngum, sem við höfðum þegar stungið upp. Yið hlógum fyrst í stað og skemmtum okkur hið bezta yfir ákafanum í Kol, en brátt fór hann að gerast þungur á hrún og tók 126 nú að urra, fyrst lágt en smám saman liærra og grimmilegar. Nú gerðumst við forvitnir og færðum okkur nær. Ég sá, að það var alvara í svip Kols og bjó mig undir eitthvað óvenjulegt. Hann gerðist æ aðsóps- meiri, moldargusurnar gengu langt aftur undan honum, hávaðinn jókst og urrið liækkaði nú æ meira. Eins og örskot skellti liann saman skoltunum og færði sig snöggt afturábak. Við stóðum á önd- inni nokkur augnahlik, tíminn staðnæmdist, —- í einni svijjan fékk ég aftur meðvitund, er ég heyrði djúpt, reiðilegt urr og sá hrúnan gljáandi og ílang- an skrokk iða í kjaftinum á Kol, sem steinþagði. Kvikindið var auðsjáanlega albúið að mæta þess- ari árás á viðeigandi hátt, þótt afturendinn væri illa staddur. Ég skipaði Kol að sleppa honum, en hann var nú ekki alveg á því, ég held meira að segja, að liann liafi lilið spyrjandi á mig. Hann lagði hann aðeins niður að framan. Dýrið sá hættuna, leit á mig og sýndi egghvassar, smáar tennurnar og augun skutu gneistum. Skóflu- hlaðið klauf loftið og kæfði grinundarlegt urrið. Taugarnar slöknuðu, spennan minnkaði, og alll liafði þetla gerzt á nokkrum augnahlikum. En Kolur kunni hlutverk sitt lil hlítar. Þó að kvikindið hreyfði sig ekki lengur, hristi Kolur það duglega nokkra stund eins og hann vildi vera alveg viss um, að þessu væri í rauninni lokið. Þessu var lokið, og sigurinn var okkar megin, oklcar þriggja. En það var sem Kolur skildi mig ekki, þegar ég vildi taka minkinn af honum. Það var sem hann vildi spyrja: — Ilvað á þetta að þýða, vann ég ekki á lionum, þó að þið lijálpuðuð mér við það? En hrátt skildist honum, að við værum allir eitt, og við liéldum allir hrosandi heim með veið- ina, albúnir þess að leggja saman út í aðra orra- hríð, ef skyldan byði. Það varð að samkomulagi okkar á milli, að einn skyldi njóta verðlaunanna, sem fengjust fyrir skottið, sem Kolur náði fyrst í, því að þau væru ekki til þrískiptanna livort eð væri. Heim koniu sannkallaðir veiðimenn, ánægðir á svip og drýgindalegir í fasi. Okkur fannst fólkið leggja varlega trúnað á sögu okkar, en öllum efa- semdum var rutt úr vegi með því að sýna liið harðfenga dýr. Sumir drógu ósjálfrátt að sér hendur, er þeir sáu hinar smáu, hvítu, egghvössu tennur í rauðum skoltinum. Þetta var þá liinn ill- ræmdi minkur, og Kolur fékk nú lilýjar strokur og þakldætisorð ásamt vel útilátnum mjólkur- skammti að launum. Þetta var uppliaf að mörgum fleiri minkaveiði-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.