Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 20

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 20
Jólablað Æskunnar 1954 Þorsteinn Valdimarsson: óíatjós. Enn fagnar heimur helgri nútt; á himni stjörnur skína rótt, og lcertaljósin lýsa húm á litlum lcveik við barnsins rúm. Og þjáðir gleyma þraut og sorg við þrönga götu í Davíðs borg, og eygja bjarma enn af von; þar er hann fæddur, Mannsins son. Þar öðlasl þrá vor mál og mátt og mynd sú tíð, er nálgast brátt, og tign það líf, sem lægst er virt, og leit vor mark í skuggsjá birt. Því hann, sem braut ei brákað strá, hann brýtur fjötra og virki há og gerir frelsið lýðnum Ijóst og leggur elsku þeim í brjóst. Og þótt hans bíði þyrnikrans, og þeirra, er ganga’ í fótspor hans, og sálir nísti hörmung hörð, lians hugsjón mun þó sigra á jörð. Ó, blessað Ijós, svo löngu slökkt, þú tifir meðan hjarta er klökkt af himintrú á heiminn slær; og heimsljós öll þú gerir skær. okkur að sjá þinghöllina, líldega þingmennina á fundi og kannski ríkisstjórann sjálfan, ef hann vildi vera svo náðugur. Og i sömu svifum rennur „gráhundurinn“ upp að stéttinni, en það var nafnið á langferðabílnum, sem við ætluðum með. Við þyrptumst inn og í sætin og billinn rann af stað. Ferðin gekk eftir áætlun og ævintýralaust. Eins var um erindin í þinghöllina, sem okkur fannst vera furðu fögur höll. Að visu höfðu þingmenn tekið sér frí þennan dag, líldega til að sinna búum sinum, en ríkisstjórinn var í bezta skapi og bauð okkur inn í skrifstofu sína og lofaði okkur að sjá ýmis konar dýrindis dót, sem þar var. Sjálfur er liann manna mestur vexti, tæpir tveir metrar á liæð og svarar sér vel. Og hann virtist spaugsamur 120 náungi, því að fyrr en við vissum af, var liann búinn að ná í ljósmyndara og lét liann taka mynd af sér og litlu Rut, en hana vantaði góðan spöl til að ná honum undir hönd. Áður en við hurfum burt úr þinghöllinni, var okkur hoðið að skoða dómsal hæstaréttar. Þar tók við okkur snyrtilegur gráskeggur og alúðlegur. Ilann sýndi okkur salinn og lýsti hverju einu þar inni, hvaðan marmarinn væri í súlunum, ábreiðan á gólfinu, dýrindis viðurinn i bekkjum og borðum og loks kynnti hann hátíðlega fyrir okkur dóm- arana. Það er að segja, dómararnir voru ekki við, heldur sætin þeirra. Og gráskeggur lmeigði sig með lotningarsvip fyrir hverjum stólnum á eftir öðrum um leið og hann nefndi nafn dómarans, sem átti þar sæti. Þegar við höfðum lokið við að skoða höllina, var nokkuð liðið á dag. Tilkynnti þá Marion okkur, að nú yrði haldið af stað heim á leið, því að hún vildi stanza á leiðinni og sýna okkur skóla fyrir blind börn, sem reistur hafði verið fyrir nokkrum árum. Og eftir skamma stund vorum við komin þar. Tilsýndar var skólinn ekki frábrugðinn ýmsum öðrum', sem við höfðum Séð. Nokkur rauðleit tígul- steinshús, ekki há, en allstór, og stóðu :í hvirfingu á sléttri og grænni grund, sem prýdd var einstökum trjám, rúnnum og blómbeðum. Á milli allra hús- anna voru breiðir og rennsléttir steyptir gang- stigir. Skólastjóri mætti okkur úti á hlaði og fagnaði okkur vel. Bauð liann okkur með sér inn i sam- komusal skólans, sem var mjög rúmgóður og vist- legur. Þar sagði liann olckur hið lielzta um starf- semi skólans og svaraði greiðlega öllum spurningum okkar. — Skólinn er að öllu leyti rekinn af ríkinu, sagði hann, og þar eru, eða voru síðastliðinn vetur, um 400 blind börn við nám. Þau koma þangað á sama aldri og önnur börn byrja nám, við 5 ára aldur, og geta haldið áfram námi þar til 18 ára aldurs. Þau eiga heima í skólanum árið um kring og virtust eiga mjög golt atlæti. Skólinn er að öllu leyti ókeypis. Börnin fá allt, sem þau þurfa, endurgjaldslaust. Og ekki virtist neitt til sparað. Má marka það af því, að þjónustu- lið skólans að meðtöldum kennurum er um 200 manns, eða einn á liverja tvo nemendur. Skólastjóri sjiurði okkur, livort okkur langaði til að lieyra blind börn lesa, og auðvitað vildum við það gjarnán. Lét liann þá koma með tvö börn, dreng og telpu á að gizlca 8 ára. Þau voru með sína sögubókina hvort, prentaðar með blindraletri. En það er eins og þið kannski þekkið, upphleypt merki,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.