Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 18
Jólablað Æskunnar 1954
skrifstofu pabba síns. Þar er enginn maður. Hún
syngur og tiplar á tánum marga hringi um gólfið.
Kn fögnuður hennar fær ekki nægilega útrás.
Hún verður að komast eitthvað liærra. Hún klifrar
upp á skrifborðið og baðar út öllum öngum. En
hún gætir ekki að sér og fer heldur tæpt út á borð-
brúnina, svo að hún steypist fram af og niður á
gólf. Hún kemur fyrir sig höndunum og meiðir sig
ekki neitt að ráði á mjúku teppinu. En það hefur
samt skeð nokkuð hræðilegt. Hvíti kjóllinn er allur
ataður í bleki, og bleksletturnar út um allt gólf-
teppið.
I)óra situr fyrst eins og lömuð á meðan hún er
að átta sig á því, hvað gerzt hefur. Svo rekur hún
i pp ógurlegt óp, svo að undir tekur í húsinu.
Mamma hennar kemur hlaupandi.
— Hvað er . . . Hún þagnar í miðri setningu og
Lorfir agndofa á það, sem skeð hefur.
— Nú hef ég aldrei á ævi minni séð annað eins,
segir hún og hristir Dóru óþyrmilega. Þurftirðu nú
að velta úr blekbyttunni yfir kjólinn þinn?
— Ég velti henni ekki. Hún valt sjálf, æpir Dóra.
— Og sjáðu, hvernig þú hefur farið með gólf-
teppið, óþægðarstelpan þín, segir mamma hennar.
Dóra hleypur hágrátandi fram í forstofu. Hún
he.fur veika von um, að spegillinn geymi enn þá
myndina fögru, sem var þar áðan. En það er allt
önnur sjón, sem mætir lienni núna. Andlitið þrútið
af gráti, og ekki sjón að sjá kjólinn fyrir blek-
slettum.
— Finnst þér ekki fallegt að sjá þig? Nú verðurðu
að sitja heima eða fara í einhvern af gömlu kjól-
unum þínum, segir mamma hennar.
— Ég vil ekki fara í gamlan kjól, ég vil ekki
fara í gamlan kjól, æpir Dóra og grætur nú liálfu
hærra en áður.
— Hver ósköpin ganga á, segir annna hennar
og kemur fram á loftskörina.
118
Dóra hleypur upp stigann og fleygir sér í fangið
á ömmu sinni.
— Ég vil ekki fara í gamlan kjól, endurtekur
hún i sífellu og grætur sáran.
—- Svona, svona, elskan mín. Reyndu að stilla
þig. Þetta var ljóta slysnin, segir annna hennar og
vefur hana að sér. Nú skulum við koma inn til
mín og tala saman.
Svo færir amma hana úr óhappakjólnum og
vefur utan um liana stóru, mjúku sjali og sezt i
stólinn sinn með hana í fanginu.
Dóra hjúfrar sig upp að ömmu sinni, og grátur-
inn er ekki lengur jafn sár.
—• Hvaða saga skyldi nú vera skemmtilegust,
segir amma eins og við sjálfa sig.
Dóra svarar engu.
— Mig minnir, að það sé nokkuð langt síðan ég
hef sagt þér Mærþallarsögu, heldur amma áfram.
Það er rétt að rifja hana upp núna.
Og svo byrjar hún, eins og hún lesi upp úr bók.
— Það var einhverju sinni hertogi, og átti hann
unga frú. Þau unnust vel, en átlu þó lengi engin
börn . . .
Dóra hættir fljótlega að gráta og fer að hlusta.
Hún hefur oft heyrt þessa sögu áður, en henni
þykir samt alltaf jafn gaman að heyra ömmu segja
frá Mærþöll, hertogadótturinni, sem gat grátið
gulli, svo að faðir hennar varð stórauðugur.
— Voru öll húsin i borginni úr gulli? spyr Dóra.
— Mærþöll hefur nú varla grátið svo mikið, segir
amma og heldur áfram með söguna, og Dóra lærir
vísuna, sem Helga karlsdóttir kvað á hólnum, þegar
Mærþöll var komin í álögin.
„Komi, komi Mærþöll
komi mín vina.
Komi ljósa mær
á lynggötu.
Ég á gull að gjalda,
en gráta ekki má.“
— Nú værirðu rík, ef þú hefðir grátið gulli, segir
amma, þegar hún hefur lokið við söguna.
— Ég ætla einhvern tíma að gráta gulli og kaupa
mér hundrað livíta kjóla, segir Dóra.
— Þarna sérðu, ljósið mitt, segir amma. Þetla
er ekki svo alvarlegt, af því að hægt er að bæta úr
því seinna.
— Hvað er þá alvarlegt, amma?
— Það er alvarlegt, ef þú setur einhvern tíma
blett á spegil sálar þinnar, segir amma.
— Það ætla ég aldrei að gera, amma mín, segir
Dóra, án þess að skilja, hvað annna hennar á við.
-—• Ég veit það, elskan mín, segir ainma. Þú
verður áfram sólargeislinn á heimilinu, eins og þú