Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 6
Jólablað Æskunnar 1954
Óli Alexander Trararam.
Einu sinni var voða stórt og hátt hús, og það
stóð i feikna stórri borg. Húsið teygði þakið hátt,
hátt upp, svo að það gat horft út yfir öll hin húsa-
þökin i kring, og það var dálitið upp með sér af
þessu. Stundum talaði háa húsið við sjálft sig og
rausaði:
— Það er nú meira, hvað ég er stórt! Ég er víst
hæsta húsið í borginni eða kannski í heiminum,
eða öll þau ósköp, sem rúmast í mér. Neðst niðri,
í kjallaranum, er þvottahús. Á neðstu hæð hef ég
mjólkurbúð, og svo hef ég lyftu. Jahá. Það eru nú
ekki öll liús, sem hafa bæði lyftu og stiga, en það
hef ég. Og þegar lyftan sendist upp og niður, þá
kitlar mig svo í magann, að ég verð að hlæja. Eða
sá fjöldi af fólki, sem á heima í mér. Ég held, að
því þyki öllu ósköp vænt um mig, en sérstaklega
þó honum litla kút, hvað hann heitir nú aftur, sem
á heima á 7. hæðinni, jú, Óli Alexander Trararam
heitir hann.
Og húsið hafði rétt fyrir sér í þessu, enda hafði
litli snáðinn átt þar heima síðan hann fæddist, og
nú var hann orðinn nærri fimm ára, svo að þetta
var voða langur tími. Hann átti heima þarna á 7.
hæðinni hjá pabba og mömmu og litlum og svört-
um loðliundi, sem liét Lubbi, og snáðinn hét sjálfur
Óli Alexander Trararam. Ja, reyndar hét hann nú
aðeins Óli Alexander, en einu sinni, þegar hann
fékk að fara út með mömmu og hlusta á lúðra-
sveitina leika á torginu, heyrðist honum allar
trumburnar segja við hann í sífellu: trararam,
tramm, trararam. Og þegar hann kom heim til
pabba og Lubba, sagðist hann heita Óli Alexander
Trararam. Það hlaut að vera rétt, sem trumburnar
sögðu, þær höfðu svo hátt.
Einu sinni sagði mamma:
— Viltu skreppa fyrir mig í mjólkurbúðina, ÓIi
minn? Ég þarf að fá svo margt, að ég skal lána
þér körfuna. Þá geturðu skoppað niður stigann,
en þegar þú kemur aftur, skaltu fara í lyftunni.
En þú mátt ekki fara einn, Óli minn. Bíddu, þangað
til einhver fullorðinn kemur og verður þér sam-
ferða.
Og svo taldi hún upp allt það, sem hún þurfti
að fá úr búðinni. Og Óli Alexander Trararam
hafði það upp eflir henni, til þess að vera viss um
að muna það. Iiann setti körfuna á kollinn og
trítlaði svo af stað. Og á leið niður stigana setti
hann þetta saman, svo að hann gleymdi síður,
hvað hann átli að Icaupa:
106
IJt í húð, út í búð,
ég er að sendast út i búð!
Eitt stykki af smjörlíki,
eitt bréf af kanel,
einn pakka af flikflak
og einn haframél,
og mysing og mjólkurpott
svo má ég fá gott
fyrir afganginn!
Og lagið samdi hann um leið og söng svo þetta
hástöfum.
Þegar hann kom í mjóllcurbúðina, var þar mesta
ös, en það fannst Óla bara gaman, og þarna var
líka svo margt að horfa á. Þarna kom mjólkurbíls-
maðurinn með kassa fullan af flöskum á öxlinni,
en í sama bili sem hann kom inn úr dyrunum,
snaraðist einhver stúlka út, og þau rákust saman,
búmm — og klir—r—r—r. Flöslcurnar lientust út
um allt gólf, skoppuðu og hrotnuðu, maðurinn skall
á gólfið, og kassinn livolfdist yfir höfuðið á honum.
Og þarna sat hann, ringlaður og rassvotur af mjólk,
en hitt fólkið tíndi upp flöskurnar, sem ekki brotn-
uðu. Ein stúlkan varð svo hrædd og ringluð, að
hún hoppaði upp á búðarborðið, og þar stóð liún,
eins og hæna á priki, þó að búið væri að sópa
saman brotunum og þurrka mjólkurflóðið af
gólfinu.
— Góða mín, af hverju stendurðu þarna enn,
sagði afgreiðslustúlkan. Þú verður að fara niður,
því annars getur verið að ég selji þig í ógáti fyrir
mjólkurflösku.
Þetta fannst hinum búðargestunum fyndið, og
þeir hlógu, en stúlkan á borðinu var fúl og sagði:
— Ég kemst bara ekki niður. Ég slcil ekkert í,
hvernig ég hef komizt hér upp.
Nú rankaði mjólkurmaðurinn á gólfinu við sér.
Hann reis upp, gekk að borðinu og sagði:
— Gerðu svo vel og tylltu þér á bakið á mér,
væna mín. Stúlkan gerði það, og allir hlógu nema
hún. Og maðurinn var svo glaður, að hann þreif
hana í fangið og dansaði með hana einn hring um
gólfið, en þá varð hún folcvond og sleit sig lausa
og hljóp út.
Mjólkurmaðurinn fór nú út og sótti annan mjólk-
urkassa. Afgreiðslustúlkan fór að afgreiða á ný,
og þegar röðin kom að Óla, var hann húinn að
steingleyma, livað hann átti að kaupa. — Tvo
metra af smjörliki-----. Svo stóð alveg í lionum.
Stúlkan beið þolinmóð, og allt í einu mundi Óli