Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 11
ÆSKAN rct ungtempíara o o o o o o Oo o o o ☆ Á sumardaginn fyrsta s.l. var stofn- að í Reykjavik sambandið íslenzkir ungtemplarar. Er það sérstök deild á vegum Góðtemplarareglunnar á ís- landi (I.O.G.T.) og vinnur gegn nautn tóbaks og áfengis meðal ungmenna. Starfsemin er fyrst og fremst miðuð við fólk á aldrinum 14—20 ára. Að sa?nbandsstofnuninni stóðu S ungmennastúkur Góðtemplararegl- Frá Guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Séra Árelíus Níelsson prédikar. icnnar, og er félagafjöldi þeirra 570. Ungmennastúkur eru 5 í Reykjavik og ein i Hafnarfirði, ísafirði og Nes- kaupstað. Stjórn sambandsins var kjörin þessi: Séra Árelius Nielsson, formaður, Sig- urður Jörgensson, ritari, Einar Hann- esson, féhirðir, Lárus Guðmundsson, frœðslustjóri, og Guðmundur Þórar- insson. jnni og teygðu úr þreyttum fótunum. ViS rákum þau nú á fæt- ur og ófram var lialdið. En nú fórum við að fá samvizkubit. Það var ljótt að fara svona illa með nautin. Þau lilutu að finna mikið til. Það var allt an'n- að en þægilegt, að vera fest hvert við annað og geta ekki losað sig. Við ákváðum að segja frá þessu strax og við kæmum heim. En þetta reyndist óþarfa samvizkusemi. Þegar við vorum kom- in nokkuð inn hlíðina að gilskorningum þeim, sem nefnast Anda- sund, þá sáum við tuddana, sem nú hafði tekizt að losa sig við vírinn. Þeir liöfðu orðið varir við okkur og komu nú upp gilið sjálfsagt með það í hyggju, að þakka okkur fyrir síðast. Það var bratt upp gilið, en hvað áttum við að taka til bragðs. Ekki máttum við skilja lömbin eftir liér, og óvist var að við kæm- umst í urðina, þó að við snerum við. Nú fóru krakkarnir að verða hræddir, að ég tali ekki um mig. Við stóðum í þéttu kjarri á gilbarminum ofarlega í hliðinni. Nautin voru enn langt niður frá, en áfram héldu þau i áttina til okkar. Við heyrðum greinilega þeirra ófagra söng, og hann hljómaði ekkert unaðslega i eyrum okltar. Við urðum nú að vera fljót að liugsa út ráð til þess að sleppa frá nautunum i annað sinn, og hrátt fundum við það ráð, sem dugði, a. m. k. í bili. Það var að hleypa af stað grjótskriðu, og eklti vorum við lengi að koma þessu bjargráði í framkvæmd. Fremst á gilbarm- inum rétt fyrir neðan okkur var stór steinn. Við rótuðum mold og smásteinum undan honum, og síðan tókum við að spyrna og sparka í liann og héldum okkur í hirkihríslur, svo að við fylgdum ekki steininum niður í gilið. Steinninn fór nú i loft- köstum og tók með sér aur og grjót. Þetta varð dálagleg skriða, og efalaust hefði okkur þótt gaman að sjá liana, ef við liefðum verið að leika okltur. En nú var hugsun okkar allra liin eina og sama: Skyldi okkur takazt að losna við óvinina? Við hvorki lieyrðum né sáum til þeirra i augnablikinu vegna hávaða skrið- unnar. En loks sáum við, hvar þeir hlupu niður bakkana niður í fjöru. Svo hurfu þeir sjónum okkar um stund. Við stóðum og biðum. Skyldu þeir nú fara í sömu átt og við, eða snúa við? Jú, nú sáum við, livar ]>eir löbbuðu út með bökkunum og fóru að snuðra kringum tóftirnar á Seleyrinni. Við hinkruðum stund- arkorn, þá sáum við þá leggjast, hvern af öðrum, og þar með var okkur borgið. Nú gátu þeir ekki séð okkur, en ekki þorðum við að tala saman, nema að livísla. Nú gekk allt vel. Við vorum þegar komin nærri áfangastaðn- um. Við áttum eftir að fara yfir tvær ár. Sú minni var kölluð Iíotgilið, og vorum við fljót yfir hana, en hin áin, sem lieitir Lambagilsá, var nokkuð straumliörð og vatnsmikil. Við leituð- um ekki að vaði, heldur ætluðum yfir þar, sem við kæmum að ánni. En lömbin fengust ekki til að fara út í. Þau ruddust um, en við gátum hrint fáeinum kindum út í. Straumurinn bar þær stuttan spöl niðureftir, og þar var sæmilegt vað yfir. Við ýtt- um nú öllum lömbunum út i, og yfir komust þau. Síðan bar ég krakkana yfir á eftir, og nú vorum við því nær komin á lciðai-- enda. Við vorum komin upp í hliðina, sem heitir Straumbcrgs- hlið, og sem er undir háum svörtum hömrum, er nefnast Straum- berg. Þarna áttum við að skilja lömbin eftir. Gott var að hvíla sig og fá sér matarbita. Við köstuðum okk- ur niður í ilmandi jyngið, og lömbin fóru öll að dæmi okkar. Þau voru svo þreytt, að þau höfðu ekki liugsun á að jórtra. Við tókum nú fram matinn, og sýndist okkur hann miklu minni en þegar við fórum að lieiman, en þá vorum við ekkcrt svöng. Við sáum nú eftir því, að hafa ekki tekið allt nestið, sem mamma var húin að ætla okkur. En það var of seint að sjá það fyrst nú. ----- Við sátum um stund hjá lömbunum og nutum þess að geta hvílt okkur. En ekki dugði okkur að sitja lengi. Við höfðum okkur hljóðlega á hurt, svo að við styggðum ekki þessa litlu, þreyttu ferðafélaga okkar, sem við liöfðum haft svo mikið fyrir að koma á áfangastað,. Og nú var haldið lieim á leið. Við ákváðum að ganga efst i hlíðinni, en þaðan sáum við vel yfir allt umferðasvæði tudd- anna. Ég bar krakkana öðru sinni yfir ána og svo var lialdið upp lilíðina. Þegar við komum efst i Andasundin, sáum við, að óvinir okkar lágu enn þá við tóftarbrotin á Seleyrinni, og 75

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.