Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 12

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 12
ÆSKAN Framhald. — Augljóst er það, en erfitt er að trúa því, tautaði Spil- ett. Verkfræðingurinn var hinn eini, sem gat skýrt frá því, hvemig hann var þangað kominn. Sem betur fór kom hann til sjálfs sxn fyrr en þeir höfðu búist við. Augun opnuðust og Nab og Spilett beygðu sig niður að honum. — Húsbóndi minn, hrópaði Nab. Verkfræðingurinn heyrði þetta. Hann þekkti félaga sína og þrýsti lauslega hendur þeirra. Varir hans bærð- ust. — Eyja eða meginland? hvíslaði hann. — Áður en langt um líður göngum við úr skugga um það, mælti Pencroff. — Nú fögnum við því, að þú ert á lífi, Smith. Verkfræðingurinn kinkaði kolli, en svo lukust augu hans aftur og hann hneig í blund. vissum við þá, að við þyrfttim ekki framar að óttast neitt af þeirra hálfu. Við létum ekkert til okkar heyrast, töluðum ekki orð saman. Allt var hljótt. Veðrið var dásamlegt, engin hreyf- ing á sjónum; það var eins og fjöllin stæðu á höfði, svo spegil- sléttur var fjörðurinn. Sólin var að koma upp og allt djúpið var logagyllt. Nú vorum við komin á eyðið milli fjarðanna og sáum heim. Okkur fannst sem við værum rétt að verða komin, en það var samt eftir röskur klukkustundar gangur heim til okkar, og við vorum orðin sárfætt. Við vonxm á sauðskinnsskóm, sem vom næstum orðnir botnlausir, og það voru einnig komin göt á sokk- ana okkar. Við tróðum mosa í skóna og liann var góður svo lengi sem hann entist, og áfram var haldið. Nú byrjaði Daníel að nöldra um það, að hann væri svangur, þreyttur og sárfættur. Við hin gátum sagt hið sama, en hann var svo ungur, að hon- um var fyrirgefið þetta raus. Ég fór að leiða hann, og þá lagað- ist þetta allt, en aðeins um stund. Hann fór að gráta og lagð- ist niður í götuna. Við vildum umfram allt halda áfram, því að nú var orðið svo stutt heim. En strákurinn var að sofna þarna, þar sem hann lá, og ekki gátum við skilið hann eftir. Ég var orðin reið við hann, svo að ég hristi hann og sló í hann. Þá varð hann vondur og rölti af stað, en það var ekki langt þar til hann lagðist aftur og tók ég hann þá á bakið og bar hann spöl og spöl, en lét hann svo ganga þess á milli. Og loksins komumst við svo heim. Bærinn var opinn og við reikuðum inn í búr. Þar var nógur matur og mjólk á borði, en nú hafði ekkert okkar lyst á mat, bara sofa, sofa. Það var okkar einasta hugs- un. Við fórum fram í herbergi. Þar svaf enginn í þetta sinn. Þar var aðeins eitt rúm. Við settumst öll á rúmstokkinn, og krakkarnir voru öll sofnuð um leið. Ég hafði þó rænu á því, að færa okkur öll úr skóm og sokkum, en ekki gat ég þvegið okk- ur um fæturna. Svona sofnuðum við öll hlið við hlið, þversum i rúminu með fæturna fram af stokknum. Ég hélt mig væri að dreyma, að einhver væri að þvo okkur um fæturna og færa okkur til i rúminu og breiða ofan á okk- ur. Seinna vissi ég, að það var mamma, sem var að hlúa að 76 Þeir létu hann sofa. Pencroff, Herbert og Nab gengu út og svipuðust um til að leita að einhverju, sem hægt væri að nota fyrir sjúkrabörur. Á sandhól einum skammt þaðan uxu nokkur vindbarin tré. Þeir brutu af þeim stærstu greinarnar, bundu þær saman með viðartágum og lögðu þar á gras og þurrt lauf. Er þeir komu aftur til hellisins, hafði verkfræðingur- inn vaknað aftur. Roði var farinn að færast í kinnar hans. Nú reis hann upp við olnboga og horfði undr- andi í kringum sig. — Getur þú hlustað á mig án þess að þreytast, Smith? spurði Spilett. — Já, svaraði verkfræðingurinn. Spilett sagði honum nú allt, sem fyrir þá hafði komið síðan þeir komu þarna til eyjarinnar og hvernig þeir hefðu svipast alstaðar um eftir honum þar til Nab fann hann. — En funduð þið mig ekki niður á ströndinni? spurði Smith. — Nei. — Hafið þið heldur ekki flutt mig hingað? — Nei. — Hvað er langt héðan og niður að sjónum. — Ég hlýt okkur. Hún hafði ekki sofiC þessa nótt. Hún vakti og baS fyrir okkur, og guð hafði bænheyrt hana. Við komumst heil frá hætt- unni, sem við höfðum lent i. Um hádegi kom pabbi og vakti okkur. Hann spurði, hvar við hefðum skilið lömbin eftir, og svöruðum við öll i einu. „Við Straumbergið eins og þú sagðir okkur.“ Hann sagði þá, að öll lömbin væru komin aftur. Þau höfðu elt okkur, þegar þau voru búin að hvila sig. Við höfðum komið heim kl. 6, en löinbin á ellefta tímanum. Inn um gluggann heyrðum við jarminn í ám og lömbum, sem voru að kallast á og finna hvert annað. Okkur var nú ekki mögulegt að sofna aftur eftir þessa frétt, og þar að auki var matarlystin vöknuð, og hana var ekki hægt að svæfa. Við þurftum ekki að óttast, að við yrðum send með lömbin aft- ur, því að piltarnir höfðu komið heim um morguninn. Við sögðum nú frá bardaga okkar við nautin, og fannst öll- um, að við hafa sloppið vel úr þeirri raun. Pabbi sagði fátt, en ég held, að hann hafi hugsað þeim mun meira. — Það var ailtaf lesinn húslestur heima á sunnudögum. Þegar búið var að syngja og lesa í þetta sinn, þá var féð rekið í stekkinn og lömb- in drifin í bátana og lagt af stað. Við krakkarnir vildum fá að fara með, og var okkur leyft það, og var nú haldið á sömu slóð- ir. Bátnum var lent við Seleyrina, en nú voru tuddarnir inni i Andasundum. Gaddavirsrúllan var í fjörunni. Hún hafði festst milli steina, og nú var hún tekin og látin í bátinn. Olckur langaði til þess að stríða tuddunum og fórum að hóa. Það stóð ekki á svari hjá þeim. Þeir komu með miklum flýti nið- ur fyrir bakkana og sendu okkur tóninn, en nú vorum við ekk- ert hrædd. Piltarnir sögðu ljótt, þegar einn tuddinn óð fram i sjóinn á eftir bátnum. En eftir að hafa fengið vel útilátið högg á granirnar, þá sneyptist hann upp í fjöruna aftur, þar sem félagar hans rótuðu upp möl og sandi, bálreiðir yfir því, að enn einu sinni komust þessir litlu krakkaangar frá þeim. Við lögðumst nú fyrir í bátnum og sofnuðum, og heim kom- um við kl. 4 um morguninn. Þetta var fyrsti og siðasti lamba- rekstur okkar krakkauna. Lömbin voru flutt sjóleiðis á hverju vori eftir þetta. — Og nú er þessi saga mín á enda. —

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.