Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 14

Æskan - 01.05.1958, Blaðsíða 14
ÆSKAN 1 I FLUGFERD MED SÖREN 06 ÖNNU L. Framhald. Síðdegis fóru þau í siglingu með einum hinna litlu skerjagarðsgufu- báta. Þetta varð skemmtileg ferð, því að báturinn stanzaði svo víða. Á hin- um mörgu eyjum sáu þau mergð lít- illa, rauðmálaðra sumarbústaða á milli trjánna. Við klappirnar var fjöldi barna að baða sig, og allt í kring brunuðu tugir seglbáta og trillubáta með hávaða og reyk. Daginn eftir, þegar þau voru búin að borða morgunmat, hittu þau Olle, sem beið þeirra ásamt föður sínum. Börnin heilsuðust. „Jæja, hvernig skyldi ykkur ganga að skilja hvert annað?“ sagði pabbi. „Það gengur áreiðanlega vel,“ sagði Olle. „Ég hef skrifast á við góðan vin minn í Kaupmannahöfn. Við hitt- umst á skátamóti í fyrra. Lappi með hreindýr sitt. Þau fóru öll fimm upp í bíl og óku til Klara Málarstrand, og þar lá gufu- skipið, skínandi hvítt. Það hét „Ast- rea“. Börnin fóru um borð og bæði pabbi og Carlsson fylgdu þeim niður í káet- una þeirra. Þau áttu að sofa í skipinu, því að ferðin tók 56 tíma. Það hefði Miðsumardans. auðvitað verið íljótlegra að íara með flugvél, það tekur aðeins 11/<> tíma, 6 tíma með lest og 10 með bifreið. „Ég vildi að ég gæti komið með ykkur,“ sagði pabbi. „Ég sigldi þessa sömu leið fyrir nokkrum árum með mömmu ykkar, og þið verðið að muna að senda henni bréfspjald í ferðinni. Hún verður svo íegin því.“ Svo vældi flauta skipsins og pabbi og Carlsson flýttu sér í land. Festar voru leystar og skipið rann hægt frá bryggjunni. Og nú var röðin komin að Önnu að væla — en aðeins svolítið. Nú var hún næstum alein í ókunnu landi, á ókunnu skipi og með ókunn- ugum dreng. Kannske gæti hún alls ekki skilið hann. En hún hafði Sören, og hún gat þó alltaf talað við hann. Það leið ekki á löngu, þar til hún var komin í sólskinsskap aftur, og á leiðinni fræddi Olle þau um allt, sem þau sáu. Og Anna komst fljótt upp á lag með að skilja það, sem hann sagði. Þau sigldu fyrst í vesturátt í gegn- um Málaren. Á bökkunum sáu þau mikinn fjölda sumarbústaða. „Nú liggur leiðin eftir hinu „bláa bandi Svíþjóðar“,“ sagði Olle. „Þá er bezt, að ég segi ykkur eitthvað um skipaskurðinn. Hann var byggður á árunum 1810—1832 og öll vegalengd- in er 685 kílómetrar. Skipið stanzaði fyrst við Södertálje, og þar keyptu þau eins konar kringl- ur — Södertáljekringlur, af nokkrum strákum, sem voru á bryggjunni með stórar'körfur fullar af þeim. Þegar þau voru komin út úr Söder- táljeskipaskurðinum, komu þau inn í innri skerjagarð Eystrasaltsins. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið, sem þau komu að sjálfum skipaskurðinum og skipastigunum í honum. En börn- in voru þreytt eftir langa ferð og fóru því að sofa. Það voru líka 65 skipa- stigar á allri leiðinni, svo að þau fengu að sjá nóg af þeim. En klukkan 7 næsta morgun voru þau komin á stjá aftur, og þá var skip- ið komið að Brunneby skipastiganum. Það fór svo hægt upp stigann, að börnin gátu gengið á land og fengið sér gönguferð. Eftir hádegið komu þau til Vad- stena. Þar sáu þau gamalt klaustur, sem stofnað var af hinni heilögu Birg- ittu, en var lagt niður fyrir 400 árum og er nú eins konar sæluhús. Síðan lá leiðin yfir hið stóra vatn Váttern, og nú komu þau þar að, sem skurðurinn var mjóstur. Skipið sigldi í gegnum skóga, akra og engi, eða þannig leit það að minnsta kosti út. Það leið mjúklega áfram. Nú var auð- velt að skilja, hvers vegna skipaskurð- urinn er svo oft kallaður „Kyrrasti þjóðvegur Svíþjóðar". Trén stóðu svo nærri, að hægt var að slíta greinar af þeim. Það sem af var ferðarinnar hafði leiðin legið upp á við eftir stig- unum, en það, sem eftir var, hallaði undar^ fæti. Framhald. 78

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.