Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1963, Side 5

Æskan - 01.02.1963, Side 5
Strákunum í 3. bekk fannst það íyrir neðan virðingu sína að sætta sig við, að náttúrufræðikennarinn léti kvenmann kenna fyrir sig. — Skárri er það nú frekjan! sagði Stjáni gremjulega. — Hún hefur þó alltaf kennara- próf! sagði Bússi, sem alltai var svo góður. — Þetta er skass, og við kærurn okk- ur ekkert um pilsvarga! sagði Palli roskinmannlega. — Við getum gert at í henni, sagði Stjáni og hallaði undir flatt. — Ég skal sjá um þaðl Og hann brosti grimmdarlega og fór heim. Ungfrú Anna átti að kenna síðasta hrnann í 3. bekk, sem var erfiðasti bekkurinn í skólanum. Ef nemend- nrnir höfðu þung fög, voru þeir sljó- lr og latir, en heiðu þeir það, sem skólastjórinn kallaði „hvíldarfög" — eins og náttúrufræði — voru þeir jafn hrekkjóttir og átta nránaða hvolpar. Stjáni var verstur, og hafði hver kenn- ai'i sínar skoðanir unr hann. Þeir áttu hágast með að halda stráknum í skefj- um! kölluðu hann „andstyggilegan strák“. Hinir „prakkarann". Ungfrú -^nna liafði strax tekið eftir þessu htla, freknótta andliti með leiftrandi augunr og hafði haft vakandi auga með honum allan tímann. Stjáni hafði haft með sér öskju með gotunr á í skólann í dag. Hann neit- aði að sýna strákunum, hvað í henni var. ~ Það er vonandi ekki snigill? sagði Bússi og fölnaði. ~~ Ukki í þetta skipti! sagði Stjáni, °g Bússi iðraðist eftir að hafa nrinnt Stjána á það, sem hann var aldrei í vandræðum með að finna upp á sjálf- 111 • Uússi ákvað að standa framvegis kingt frá borðinu sínu í hvert skipti, sem hanri þyrfti að opna það. Þalli var að deyja úr forvitni. Hann glápti á Stjána í öllum kennslustund- unum og teiknaði fallega mús. Dönskukennarinn tók nú eftir þessu og sneri sér að Palla: — Getur þú ekki beðið með dýra- íræðina þína, þangað til þú átt að hafa náttúrufræði? Þú skalt fá að skrifa lieila síðu í viðbót. Palli tautaði eitthvað. Hann skrif- aði hryllilega illa, og kennarinn van- rækti aldrei að láta hann skrifa heima> ef hann bærði á sér í kennslustundun- — Þú liefur gott af þessu, sagði kennarinn. Palli var umsjónarmaður, svo að hann varð að taka til í matarhléinu. Hann opnaði borðið hans Stjána og tók lokið af dularfullu öskjunni. Hana, þarna stökk þá lítil nrús með löngum liala upp úr öskjunni og dansaði niðri í borðinu. Palli skellti borðinu aftur og fór að þurrka af töflunni. Honum leið ekki vel. — Stjáni mundi áreiðanlega sleppa sér af reiði. En músin yrði vonandi kyrr, þar sem hún var, þangað til ætti að sleppa henni út. En það var nú kann- ske ekki fallega gert að sleppa mús út í herbergið, þegar kvenmaður væri viðstaddur. Það vissu allir, að þær voru vanar að stökkva upp á borð og bekki og væla eins og kettir. — Ann- ars átti Palli bágt nreð að ímynda sér, að ungfrú Anna nryndi gera það. Til allrar liamingja gerðist ekkert. Stjáni fór nokkrunr sinnunr niður i borðið og þreifaði á öskjunni, en liann tók hana lrvorki upp né opn- aði hana. Palli sat við hliðina á honum og var alveg á nálum. Nú konr að náttúrufræðikennslu- stundinni. Ungfrú Anna kom í gráu dragtinni sinni og fór strax að segja þeinr frá ýmislegu um leið og hún lrlýddi þeinr yfir lexíurnar. Hún var skemmtileg! Síðan fór liún að spjalla við drengina um það, hvernig ætti að fara með hvítar mýs, skjaldbökur og fleiri dýr. Hún sneri sér að þeim, sem áttu dýr heima, og gaf þeinr ýmis góð ráð. Hún sat með spenntar greip- ar við kennaraborðið og brosti vin- gjarnlega framan í drengina. Bezt leizt henni á Stjána. En það var af því, að hann sagði, að pabbi sinn vildi ekki lofa sér að hafa dýr heinra. Síðan fór hún að teikna dýr á töfluna og án þess að líta við, sagði hún: — Takið þið blýantana ykkar upp og teiknið þið eftir mér! Allir strákarnir opnuðu borðin sín og leituðu að blýöntunr. Stjáni skildi þetta ekki — blýanturinn átti að liggja þarna! Hann leitaði um borð- ið — þá hreyfði eitthvað sig við hönd- ina á lionunr. Hann æpti upp yfir sig, og músin skauzt upp úr borðinu, unr. Kennslukonan.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.