Æskan - 01.02.1963, Side 20
ÆSKAN
Sigurður Guðmundsson
málari.
Þj óðminj asafníð.
Hugmyndin um að stofna íslenzkt forn-
gripasafn kom fyrst opinberlega fram i
blaðagrein eftir Sigurð Guðmundsson mál-
ara.
Tæpum tveim árum siðar var Þjóð-
minjasafn íslands (eða Forngripasafnið,
eins og ]>að hét fyrst) formlega stofnað.
Þetta gerðist 24. febrúar 1864. Þann dag
tjáðu stiftsyfirvöldin sig reiðubúin til að
taka á móti 15 merkilegum gripum, sem
séra Helgi Sigurðsson prestur á Jörva
bauðst til að gefa þjóðinni.
Sigurður málari liafði veg og vanda af
starfsemi safnsins fyrstu árin. Safninu var
upphaflega komið fyrir á lofti Dómkirkj-
unnar í Reykjavík, síðan lenti ])að í hrakn-
ingum og fékk ekki sæmilegt húsnæði
fyrr en því var fengin til afnota ]>akhæð
Landsbókasafnsins árið 1908. Þaðan flutt-
ist safnið í Þjóðminjasafnið nýja, sem reist
var til minningar um stofnun lýðveldis
á íslandi 1944. í nýja húsinu eru rúmgóð-
ir sýningarsalir á tveim liæðum.
Matthías Þórðarson veitti Þjóðminja-
safninu forstöðu lengst allra manna. Þeg-
ar hann lét af embætti, tók við því Krist-
ján Eldjárn núverandi þjóðminjavörður.
Hlutverk Þjóðminjasafnsins er að fræða
okkur nútímamennina um andlegt líf og
verkmenningu forfeðra okkar, siði þeirra
og háttu.
Takk fyrir kaffið.
Einu sinni kom Sína litla í
lieimsókn með mömmu sinni,
þar sem vant var að bera þeim
kaffi og alls konar góðgerðir.
En að þessu sinni var þeim
ekki boðið neitt og töfðu þær
þó lengi. Þegar þær voru að
fara sneri Sína sér við í dyr-
unum og sagði: „Takk fyrir
kaffið.“
Snarræðí og dlirfska.
Sagan, sem hér fer á eftir, er skrifuð
af Vang Hung-suo, sem er i 6. bekk
barnaskólans i Peking. Hann er einn
þeirra 5000 drengja og stúlkna, sem sendu
ritgerð i ritgerðasamkeppni, sem barna-
timi útvarpsins efndi til. Hann er félagi i
ungherjahreyfingu.
Það var á sunnudagsmorgni. Himinn-
inn var þungbúinn, og það rigndi eins
og hellt væri úr fötu. Ég og bekkjarbróð-
ir minn Tai vorum báðir á heimleið eftir
að hafa horft á kvikmynd, og vorum við
að skrafa um leikarana. Þegar við nálg-
uðumst götuhorn, sáum við, að litlum
dreng, sem hélt á regnhlíf, varð fótaskort-
ur á miðri akbrautinni. Hann ]á kylli-
flatur þar og regnhlífin valt í burtu.
I sömu andrá heyrðum við að strætis-
vagn nálgaðist. Vegna ]>ess i)ve skyggnið
var slæmt, vorum við liræddir um, að bil-
stjórinn yrði ekki drengsins var. Strætis-
vagninn geystist áfram á fullri ferð og
nálgaðist óðfluga drenginn, sem lá á göt-
unni. Ég fékk ákafan hjartslátt, kreisti
aftur augun og greip fyrir þau með báð-
um höndum. Eins og örskot fór i gegnum
huga minn: Getur ungherji horft aðgerð-
arlaus á ]if annars i bráðri hættu? Ég verð
að koma strax til hjálpar.
Þegar ég opnaði augun, var Tai félagi
minn á liarða hlaupum kominn út á mitt
strætið, þar sem drengurinn ]á. Hann
hafði svipt rauða ungherjaklútnum af liáls-
inum á sér og veifaði honum ákaft um
leið og hann hrópaði: „Stanzaðu! það
liggur barn á götunni!“ .... Vagninn átti
hér um bil 40 metra ófarna til'drengj-
anna, þegar Tai varð einnig fótaskortur.
Hann hafði runnið á hálli brautinni eins
og hinn drengurinn. Hræðilegri hugsun
skaut leifturln-att upp í huga mínum:
„Ætlar háhn að aka yfir þá báða?“
Þá steig bilstjórinn á hemlana. Vagn-
inn staðnæmdist skammt frá drengjunum.
Rílstjórinn hljóp út úr bílnum. Þá hafði
Tai staðið á fætur og ])já]pað drengnum
á fætur lika.
Stanzaðu! Það liggur barn á götunni!
Þarna stóð ég rennblautur i framan af
regni og svita, en þó mest af tárum. Ég
var alveg orðlaus. Tai kom ti! min og
leiddi drcnginn.
„Þú ferð heim,“ sagði hann við mig,
„ég fer með drenginn lieim til sín og svo
kem ég á eftir.“ Hann leiddi drenginn
burt með sér. Ég horfði á eftir þeim.
„Vang Hung-suo,“ sagði ég við sjálfan
mig. „Þú ættir að taka liann Tai þér til
fyrirmyndar. Hann brá fljótt við að koma
öðrum til hjálpar. Þannig ættu ]íka allir
ungherjar í nýja Kina að vera.“
Þýtt úr „China Reconstructs“.
„Afi!“ sagði litla stúlltan. „Ég
var frammi í eldliúsi áðan og
])á sá ég nokkuð blaupa eftir
gólfinu, sem hafði enga fætur.
Hvað lieldurðu að það hafi ver-
ið?“
„Ég veit það eliki, góða mín!“
„Það var vatn, afi!“
„Hvað sagði pabbi þinn, þeg-
ar hann sá, að pípan hans var
brotin ?“
„Á ég að sleppa blótsyrðun-
um, mamma l
9“
s
K
R
Ý
T
L
U
R
„Já, auðvitað!“
„Þá held ég að hann hafi ekki
sagt neitt.“
★
Kennarinn hafði skrifað
tugabrotið 97,7 á töfluna og
margfaldaði brotið með 10 á
])ann hátt, að liann þurrkaði
kommuna út.
„Jæja, Jón minn,“ mælti
hann, „hvar er komman?"
„Á svampinum, sem þér hald-
ið á,“ svaraði Jón viðstöðu-
laust.
52