Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1968, Side 4

Æskan - 01.05.1968, Side 4
Bréf frá Antonio. ip^að er nú ekki alveg rétt, að An- tonio hafi skrifað þetta, því að hann gétur hvorki lesið né skrifað. Þannig er nú ástandið í landi hans, en það er Suður-Ítalía. Antonio segir frá: Ég á heima milli Campobasso og Avellino, lengst niður í Suður-Ítalíu. Ég hef aldrei komið í neinar af hin- um stærri borgum í landi mínu, en hún María, systir mín, hefur oft sagt mér frá þeim og lífinu þar. Mömmu og pabba lannst að hún mætti til að fá að læra. Ég hef lítinn tíma til þess, því að ég verð að hjálpa pabba við viðarkolin. Hann er nefnilega kola- gerðarmaður, og þar sem engin skóla- skylda er hcr og aðeins efnafólk hel- ur ráð á að láta öll sín börn ganga í skóla, skiptir enginn sér af hinum börnunum, sem ekki hafa ráð á slíku. María systir býr þess vegna núna hjá frænku okkar í Campo- basso. Samt á frænka mín nóg af börn- um eða 8 í allt. I>að er verið að breyta húsi Irænku minnar, það er að segja, þau gera það nú að mestu leyti sjálf, og frænka sjálí verður að bera alla gömlu múrsteinana niður á gcitu, því það er verið að rífa gömlu veggina og skilrúmin. María getur ekki hjálp- að til við þetta, en hún fer á torgið og verzlar, og þá ber hún grænmeti og ávexti heim í tágakörfu, mjiig léttri, sem hún ber á höfði sér. Nú ætla ég að segja þér dálítið frá kolagerðinni, sem ég hjálpa pabba við. Eins og ég sagði er pabbi kola- gerðarmaður, jrað er atvinna hans. Hann safnar saman trjágreinum og býr til úr jjeim viðarkol. Fyrst gröfum við djúpa grylju í jörðina og fyllum hana síðan með trjágreinum. Síðan mokum við mold ylir, en áður setjum við svolítinn eld í greinarnar. Grein- arnar mega ekki brenna hratt, jrað er galdurinn. Réttara er að segja, að þær eiga að sviðna hægt á löngum tíma. Reyknum, sem kemur af kolagerð- inni, er veitt út um nokkra'r holur, sem við borum ofan í gryfjuna með mjórri stöng eða spýtu. Eftir 3—4 daga hættir reykur að sjást koma upp um holurnar, og jrá eru viðarkolin tilbúin. Við mokum nú ofan af hol- unum og þá sjáum við að allar viðar- greinarnar eru orðnar kolsvartar. Þeg- ar við tökum viðarkolin u]>)> úr hol- unum, jrá eru j>au mj<>g létt, eða svo létt, að ég get borið heilan sekk á bak- inu og finnst j>að ekkert ]>ungt, varla ]>yngra en samanvöðlaður pappír. Þegar maður slær svona viðarbút- um saman, kemur hljóð eins og Jreg- ar járni er slegið saman, jrví að pabbi segir, að viðarkol séu hörð sem járn og létt sent pappír. Stundum koma félagar mínir hing- að frá næsta bæ. Pabbi þeirra hefur kindur, er sem sagt fjárbóndi. Það er eina fólkið, sem býr hér nálægt okkur. Strákarnir eru 3, en j>eir eru anzi latir. Stundum eru þeir samt að hjálpa okkur lítilsháttar, en mestan tímann liggja ]>eir heima á tröppum og kalla þá öðru hverju til okkar, þat' sem við erum að vinna. Strákarnir heita Vittorio, Manuel og Silvio, og eru einu strákarnir, sem búa hér í nágrenni við okkur, en það er samt ekki oft, sem ég hef tíma til að leika nrér við þá. Pabbi selur viðai'- kolin í næsta þorpi, og ]>au eru notuð til eldiviðar, mest í eldhúsunum, viðarkol eru líka ágæt í opin eldstæðu jiví að J>að kemur næstum engim1 Antonio að sækja vatn í vatnsbólið.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.