Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 13
■.Fljúgöu upp á regnhlífina og hristu pennann, svo aö
blekblettir falli niður.“
Uglan geröi eins og fyrir hana var lagt og stór blek-
klessa kom á regnhlífina. Konungsdóttirin leit á og sagöi:
■■Þetta er skrítin blekklessa. Hún er eins og dálítill dreki í
•a9inu.“ Síðan sagöi hún uglunni að láta aðra blekklessu
koma á regnhlífina. Sú klessa minnti helst á disk eöa
skál.
En nú voru Austri og Noröri orönir heldur óþolinmóöir.
Þeir komu báðir heldur gustmiklir og þótti dragast á
•snginn að þeir fengju aö heyra sögu. Austri sagöi meö
^iklum óánægjuhreim í röddinni: „Þaö er lítið gaman að
slá þessa heimskulegu blekbletti á grænni regnhlíf."
■.þiö veröiö svo sannarlega að flýta ykkur með æsandj
sögu,“ sagöi Noröri.
sagöi kóngsdóttirin: „Einu sinni í fyrndinni var lítill
dreki. Hann haföi villst aö heiman, og nú var hann svo
^ltekinn af einmanakennd aö hann haföi ekki rænu á aö
,eita sér að mat. Hann bara sat og grét. Þá heyrði hann
a,lt í einu lága rödd sem sagði: „Hættu að gráta, dreki
^lnn. Ég vil vera vinur þinn. Ég er líka dreki og jafn
e,nmana og þú. Viö skulum segja hvor öðrum ævisögur
°kkar.“ Þetta geröu þeir og aö því loknu fundu þeir að
þeir gátu verið saman og veriö vinir." Þannig hélt hún
áfram nokkra stund með söguna um drekana tvo sem
eignuðust vináttu hvors annars.
Aö sögulokum voru þeir Austri og Noröri mjög
ánægðir og kváðust mundu áreiöanlega koma í hverri
viku til aö heyra svona skemmtilega sögu, enda skyldi
engin hætta veröa á því aö kristallshöllin þeirra feðgin-
anna bráðnaði.
Þegar þeir voru farnir sagöi konungurinn viö dóttur
sína: „Bestu þakkir, kæra dóttir. Ég held nú alveg eins sé
hægt að sjá söguefni í blekklessum eins og þegar menn
sjá myndir íeldi."
„Það er satt, faðir minn, en viö getum ekki veriö meö
eld hér. Þá yrði lítið úr höllinni okkar fögru," sagði
prinsessan.
Þá sagði konungurinn. „Satt segiröu. Þú ert vissulega
jafn ráðagóð og þú ert fögur.“
• ÆSKAN - Flugþáttur í umsjón þeirra Arngríms og Skúla.
11