Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 42

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 42
* * I 5 5 ’*uí »■ " ■ ' / •" /, w 1,4 -* * 'J-.U':' Heimilið Pönnukökur Flestir halda að það sé lítill vandi að baka pönnukökur og gæði þeirra fari aðeins eftir því hvað efniö sé gott. En þetta er ekki ætíð svo, þær geta orðið misgóðar úr sama efni. Áríðandi er að þeyta eggin vel, svo jukkið verði létt °g loftkennt, einnig að láta nokkuð af mjólkinni saman við eggin áður en hveitinu er hrært út í svo kökurnar verði ekki seigar, og að hafa hitann ekki alltof mikinn, því þá tapa þær sínu fína góða bragði. Vandinn er að fá góðar pönnukökur úr ódýru efni. Best er að hræra hveitið og mjólk- ina þannig að láta lítið af hvoru á víxl í skáiina og hræra vel, láta það bíða 1—11/2 tíma. Eggin þeytist vel í 5—6 mín., lögg af mjólkinni hrærist út í og svo jukkið, sem áður er hrært. Ódýrar pönnukökur 4 egg, tæpur I mjólk, 400—500 gr hveiti, 1/2 msk. salt, hrærist eins og að ofan er sagt og bakist Ijósbrúnar. Snúið ekki of fljótt og aðeins einu sinni sé hitinn góður, en annars oftar. Sykur eða sulta með. Þessi skammtur á að vera nógur handa 5 manns á eftir baunasúpu eða kjöti og grjónum. Fínar pönnukökur fást úr 6 eggjum, Vi I rjóma, 'Æ I mjólk, 4 msk. hveiti og 1 tsk. salti. Sykur ef vill. Flestir vilja heldur strá sykrinum á kökurnar. Kanell, sítrónolía o. þ. I. er gott í ódýrar pönnukökur en ekki í þær, sem eiga að vera fínar. Þeyttur rjómi og sultutau látið á kökurnar og þær brotnar í fjóra parta. Bláberjapönnukökur Venjulegt pönnukökudeig er látið á pönnuna svo sem helmingi meira en venjulega og þegar það er hlaupið saman, er stráð yfir það vel tíndum bláberjum og yfir þau rennt deigi eins og undir. Þegar kakan er bökuð að neðan er hún látin renna af pönnunni á hlemm, pönnunni hvolft yfir hlemm- inn og snúið snöggt við svo kakan liggi rétt á pönnunni, þá er henni rennt á fat og þannig haldið áfram þar til búið er. Kökurnar eru stráðar sykri og lagðar hver ofan á aöra á fatinu jafnóðum og bakað er, og sykur efst. Þær eru skornar í þynnur alveg eins og tertur og þykja góðar. Frönsk eggjakaka (handa 6) Rauður úr 6 eggjum eru hrærðar með salti eða sykri og vel þeyttum hvítunum bætt út í. Þetta er látið á vel smurða pönnu eða mót og látið í ofn- inn. Sé það á pönnu er heitur hlemm- ur lagður ýfir. Þegar það er hlaupið og guibrúnt er það tilbúið. Sé sykur í því er það boröað með sultu en saltað borðað með grænmeti. Eggjahvítupönnukökur í 'Æ I af góðri súrmjólk hrærist 200—250 gr hveiti, þá ér 'h I af mjólk bætt í og 1/2 tsk. gerpúlver, 1 tsk. salt °g 6 stífþeyttar hvítur. Bæta má 1—2 sk. af bræddu smjöri út í. Bakist strax. Þær verða þykkar. Vilji maður fá kökurnar þunnar og stökkvar er not- að helmingi minna hveiti, þá má ekki leggja þær saman og ekki láta hlemm yfir þær. ÆSKAN - Framhaldssagan „Kastrúlluferðin Hrísgrjónaklattar Lítil djúpur diskur grjónagrautur, 2—3 egg, 2 msk. hveiti, sykur og kanell. Bæta má meira hveiti og mjólk ef vill. 'h I af súrum rjóma bætir mikið. Borðist með sultutaui. Rjómaklattar Súr rjómi hrærist vel meö það miklu hveiti, að hann renni ekki út á pönn- unni, er mjög góður með sykri út á. Einnig 'h I súr rjómi, 5 matsk. sykur, og 3 þeytt egg, 1/2 matsk. sykur, ögn af salti og kardemommum. Það má hafa helming mjölsins hrísmjöl ef vill. Syk- ur eða sultutau með. Kartöfluklattar Fullur diskur soðnar, marðar kart- öflur, 2 sk. hveiti, 2 dl súr mjólk, 2—3 egg, 1 sk. sykur og kanell ef vill- Deigið á að vera þykkt og bakast hægt. Úr 10—12 kartöflum, 2 dl súrum rjóma, 2 msk. hrísmjöli og 4 eggjum. ögn af sykri, verða þeir fínni. Egg og grænar baunir (handa4) 4 egg eru látin ofan í sjóðandi vatn og soðin hægt í 6 mín. Þau eru kaeld og skræld og látin ofan í 1/2 I af volgu vatni, með 1 tsk. af salti. 4 brauó- sneiðar eru brúnaðar í smjöri, á Pær eru látnar þykkar baunir. Baunirnan 250 g grænar baunir, 'h salathöfuö- 2 smálaukar, 1 tesk. smjörlíki, sykur og salt. Smjörlíkið er brætt, hveiti og sykri hrært út í, salatið og laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og soðið viö vægan hita. Þá eru baunirnar látna'' út í til að hitna. Brauðið er lagt á tat; grænmetisblöndunni jafnað ofan a sneiðarnar og eggin efst. 1 matskei rjómasósa yfir, en henni má slepP3- “ eftir Edith Unnerstad’ 40

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.