Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 24
Þeir fóru niður með ánni og allt til sjávar. Sáu þeir
þá, að áin féll út í vík nokkra ekki langt þaðan, er þeir
lentu kvöldið áður.
Tarzan varð glaður við þessa uppgötvun, því hann
vissi, að svertingjar voru í nánd við árnar, og hann taldi
lítinn vafa á, að hann mundi hjá þeim frétta eitthvað
um Rokoff og barnið, því hann var viss um, að Rússinn
mundi eins fljótt og unnt væri koma barninu af sér.
Þeir Tarzan réttu eintrjáninginn og settu hann fram,
þótt erfitt væri, því brim var talsvert. Loksins tókst þeim
það þó, og reru honum að mynni Ugambi-árinnar. Þar
rákust þeir á talsverða erfiðleika að komast upp ána gegn
straumi hennar og útfalli, en með því að notfæra sér
straumkastið meðfram ströndinni komust þeir í rökkr-
inu að landi því nær gegnt þeim stað, er þeir skildu við
dýrin sofandi.
Þeir bundu bátinn fastan við grein og héldu síðan inn
í skóginn. Brátt rákust þeir á suma apana, er voru að
éta ávexti nokkuð þar frá, þar sem villinautið féll. Shíta
sást hvergi, og ekki kom hún um nóttina, svo Tarzan
hélt hún væri farin til þess að leita að kynbálki sínum.
Snemma morguninn eftir fór apamaðurinn til árinnar
með félaga sína; á leiðinni rak hann við og við upp
skrækhljóð. Loksins barst langt úr fjarlægð dauft svar,
og hálfri stundu síðar smaug liðugur skrokkur Shítu út
úr skógarþykkninu, þegar hin dýrin voru að fara upp í
bátinn.
Dýrið skaut upp kryppu og malaði líkt og ánægður
köttur, um leið og það neri sér upp við apamanninn;
eftir skipun hans stökk það upp í bátinn og settist á
sinn gamla stað í skutnum.
Þegar allir voru komnir upp í, sást, að tvo apa vantaði,
og þótt bæði Akút og Tarzan kölluðu, létu þeir ekkert
á sér bæra; var bátnum því lagt frá landi.
Þegar lagt var að landi skömmu eftir hádegi til þess
ÆSKAN - Myndasagan um Bjössa
að leita fæðu, horfði grannur, nakinn villimaður á áhöh1^
ina um stund úr skógarþykkninu; því næst hélt hann
braut upp með ánni, áður en nokkurt dýranna v
hans vart.
Hann hljóp sem hundelt kind eftir mjóum stíg. U°S
hann þaut inn í svertingjaþorp nokkrum kílónietrUl11
ofar með ánni en Tarzan hafði lent með dýrum sínutU
„Annar hvítur maður kemur!“ hrópaði hann til
hötf'
eð
ingjans, sem sat á hækjum sínum framan við dyrnar
kringlóttum kofa sínum, „annar hvítur maður og h1
honum margir hermenn. Þeir komu í stórum herbáti
þess að drepa menn og ræna eins og sá svartskeggJ3
ið aÖ
sem nýlega er farinn."
Kaviri stökk á fætur. Hann hafði nýlega fengi'
kenna á hvítum mönnum, og hann var fullur af hatr
og gremju. Á næsta augnabliki kváðu herbumburuaf
við í þorpinu. Þær kölluðu hermenn af veiðum úr s
inum og jarðyrkjumenn af akrinum.
Sjö herbátar voru settir á flot og mannaðir málu®ul11’
fjaðurskreyttum hermönnum. Bátunum var róið hljöð^
niður ána. ,
Enginn herlúður gall; engin bumba var bai'i0, r
Kaviri var mikill hermaður og vildi ekki vekja of sneul, _
athygli á sér. Hann ætlaði að komast hljóðlega að P
hvíta og ráðast svo á hann í einni svipan og yfir
hann með mannafla sínum, áður en byssur hans g56
gert skaða. _
Bátur Kaviris var skammt á undan, og er hann ^
fyrir tanga í ánni, rakst hann á það, er hann leita®1 a^
Straumkastið var mikið og bátarnir svo nærri, að sV ^
inginn sá aðeins í svip andlit hvíta mannsins, er s
skutnum, áður en bátarnir skullu saman og herIu^eg
hans voru stokknir á fætur og teknir að berjast
djöfullegum ópum og óhljóðum.
En augnabliki síðar, þegar Kaviri sá, hvers kyns a ,
bollu hefur komiö í blaðinu í 25 a ‘
22