Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 22

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 22
Síðastliðinn vetur birtuð þið mynd úr kattaskóla og báðuð lesendur að senda ykkur frásögn um myndina. Ég páraði niður smá sögu til að segja syni mínum og fleiri börnum. Þau voru hrifin af sögustúfnum svo mér datt í hug að þið vilduð sjá hana. Sagan féll í gleymsku en svo rakst ég á hana í dag og ákvað að senda ykkur hana. Hetjan: essidagurvar ósköp venjulegur dagur í kettlingaskólanum Kettlinga- felli. Kettlingarnir voru að koma til fyrstu kennslustundar þennan morgun. Kennarinn, herra Brandur, var sestur við kennaraborðið, og hafði sett upp gleraugun sín. Kennslustofan var óðum að verða þéttsetin, einn og einn seinn nemandi var að hraða sér í sætið sitt. Einn vinur herra Brands kattakennara var að dreifa lestrarbókunum svo kennsla gæti farið að byrja. En hurðin á kennslustofunni stóð opin því herra Brandur kattakennari átti eftir að lesa upp nöfn nemenda sinna og loka síðan hurðinni. En nú kom dálítið fyrir, sem enginn hafði gert ráö fyrir. Hundurinn hann Snati sem á heima í næstu götu kom hlaupandi fram hjá skólahúsinu og leit inn. Það glaðnaði heldur betur yfir honum þegar hann sá alla kettlingana, en eins og allir vita eru kettir hálf hræddir við hunda. Svo nú taldi Snati sig hafa verið heldur heppinn að fá að hræöa kettlingana og leika sér svolítið. Svo sperrti hann hvern vöðva og tók langt stökk og lenti á miðju gólfi í kennslustofunni og þið getið ímyndað ykkur hvað kettl- ingunum brá, þegar Snati var allt í einu kominn inn á mitt gólf og sagð' VOFF VOFF, og það var stríðnistónn í geltinu. Kettlingarnir hentust upp úr sætum sínum og hræðslan leyndi sér ekki. Herra Brandi kattakennara brá líka, en hann sagði við sjálfan sig: Nu verð ég að hafa stjórn á mér og reyna að koma hundskömminni út. Þið vitið, að nemendur bera mikla virðingu fyrir kennara sínum, svo nú reið á að kennarinn stæði sig. Herra Brandur kallaði nú með sinni dimmu rödd: Snati, hvað á það að þýða að FRI'MERKJASAFNARAR! Sendið mér 75 eða fleiri notuð íslensk frímerki og þið fáið í skiptum fjórum sinnum fleiri mis- mundandi útlend frímerki. Páll Gunnlaugsson, Veilsuseli Fnjóskadal S.-Þing. # ÆSKAN - Hinar skemmtiiegu sögur Walt Dis- neys með myndum meistarans. 20

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.