Æskan - 01.02.1985, Side 45
Konfekt 09 Is
Jæja, þá er þátturinn Við bökum sjálf
aftur kominn af stað eftir nokkurra
mánaða hlé. Að þessu sinni birtum
við þrjár uppskriftir, tvær af konfekti
og eina af ís. Areiðanlega munu þær
eiga upp á pallborðið hjá yngri kyn-
slóðinni.
Spreytið ykkur á þessum upp-
skriftum og - ef þið nennið - skrifið
okkur og segið frá því hvernig þær
tókust. Einnig megið þið, ef þið haf-
ið áhuga, senda okkur uppskriftir og
við munum birta þær undir ykkar
nafni. Við viljum endilega fá ykkur
með í leikinn.
Hér koma svo uppskriftir mánað-
arins:
Æskukonfekt
Efni:
100 g súkkulaði
100 g ósaltað smjör
Örlítið af skrautsykri til
skreytingar.
Aðferð:
1. Blandið súkkulaðinu og smjörinu
saman í skál og bræðið yfir vatns-
gufu.
2. Hrærið vel í og hellið deiginu í lítið
form og látið stirðna stutta stund.
3. Stráið skrautsykrinum yfir kon-
fektið og geymið á köldum stað.
sæti og Girls On Film fimmta, New
Moon On Monday og lagið Rio komust
hæst í níunda sæti, Planet Earth í tólfta,
My Own Way komst hæst í það fjórtánda
en lagið Carkes Memories komst því
miður ekki hærra en í þrítugasta og sjö-
unda sæti.
Eins og áður segir hafa Duran Duran
gefið út 4 breiðskífur. Þær heita: Duran
Duran (117 vikur á lista), Rio (96 vikur á
lista), Seven And The Ragged Tiger (25
vikur á lista) og Arena. Á þeirri plötu
eru lög af tveim fyrstu plötum hljóm-
sveitarinnar, að undanskildum lögunum
Wild Boys og Seven Strangers.
Hið geysivinsæla lag Is There Some-
thing I Should Know, sem er betur þekkt
undir nafninu Please Please Tell Me
Now, kom út 14. mars 1983 á smáskífu í
Bretlandi. Til gamans má geta þess að
lagið Rio átti að heita See Me Repeat Me
en því var breytt í Rio.
PTamhald í næsta blaði
Hafrakonfekt
Efni:
200 g marsipan
1 dl haframjöl
2 msk kakó
1 stk eggjahvíta
Vi dl glóðað haframjöl
Aðferð:
Rífið marsipanið gróft niður.
2. Blandið öllum efnum rækilega
saman nema glóðaða haframjölinu.
3. Gerið litlar kúlur úr deiginu og
veltið þeim upp úr glóðuðu hafra-
mjölinu. — Geymið kúlurnar síðan á
köldum stað.
Rjómaís
Efni:
2 egg
60 g flórsykur
l'/2 dl rjómi
Aðferð:
Flórsykurinn og eggin eru þeytt vel
saman. Síðan er rjóminn þeyttur sér
og að lokum öllu blandað saman og
þeytt. Setjið síðan í kæli.
Ath: Hægt er að blanda ýmsum
bragðefnum í ísinn, s. s. vanillu, app-
elsínusafa, súkkulaði, kaffi o. fl.
Ef eitthvað vefst fyrir ykkur leitið
þá aðstoðar hjá mömmu eða pabba.
Gangi ykkur vel!
Utanáskrift þáttarins er:
Æskan
b. t. Við sem bökum,
pósthólf 523,
121 Reykjavík.
ÆSKAN 45
Höfundar Duran Duran kynningarinnar.