Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 21

Æskan - 01.02.1985, Side 21
o UPPSKRIFT AF HJARTAFYLLI Hæ, hæ, Æskupóstur. Mig langar til að koma á framfæri góðri uppskrift af hjartafylli fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Hún er svona: Slatti af dugnaði, mikið af hlýju til náungans, að minnsta kosti ein skeið af lítillæti, hjálpsemi, góðvild, trú á guð í lífi og starfi. Kurteisi og hjálpsemi kostar ekk- ert. Gefum því öðrum ómælt af hvorutveggja. E. S. M. 10 ára, Skagafirði. ÚRIÐ OG MÚSA- GILDRAN Kæra Æska, hér eru tveir brand- arar: — Hvernig gengur nýja heimatil- búna úrið þitt? — Mjög vel. Það fer klukku- tímann á hálftíma. — En hvernig reyndist heimatil- búna músagildran? — Ágætlega. Tíu mýs eru búnar að hlæja sig í hel. Með bestu kveðju, Margrét Drífa Guðmundsdóttir, Hafnarfirði. BRÉF FRÁ KLEPP- JÁRNSREYKJUM Kæri Æskupóstur. Mig langar til að segja þér frá því livað við hérna á Kleppjárnsreykjum gerum okkur til afþreyingar. Hér er ekki mikið félagslíf en við bætum okkur það upp á sunirin með því áð safnast saman og fara í boltaleiki. Sunt okkar fá vinnu á sumrin. Á veturna förum við í snjókast og renn- um okkur á sleðum. Svo höfum við alltaf eitthvað að læra. Elstu krakkarnir í skólanum eru tólf ára en þeir yngstu sjö ára. Hundrað nemendur eru í skólanunt og koma þeir með skólabílnum víðs vegar að. Hér er sundlaug, sjoppa og barnaheimili. Á barnaheimilinu eru börn úr næsta nágrenni, t. d. úr Reykholti. Hér eru sjö gróðurbýli og þar fá sum okkar vinnu á sumrin. Ég á hest sem heitir Glókollur. Það á að fara að temja hann. Skemmtilegasta námsgreinin mín er íþróttir. Mér finnst gaman í sundi. Við hérna á Kleppjárnsreykjum erum flest áskrifendur að Æskunni. í blaðinu þykir mér skemmtilegast að lesa Æskupóstinn, einnig viðtölin, þrautirnar og Ertu góður leynilög- reglumaður? Að lokum ætla ég að senda ykkur vísu eftir mig: Blesi Blesi heitir hestur einn, hann er alltaf voða hreinn. Ýmislegt hann kann, blesóttur er hann, á hestamóti vann. Bið Ég sit hér og bíð, þetta er erfið tíð. Þau lofuðu að koma klukkan átta og nú fer ég bráðum að hátta. Með kærri kveðju, Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Klepp- járnsreykjum, 320 Reykholti. Hve margir hringir? Hér reynir á þolinmæðina. Þú þarft að telja alla hringi á myndinni. Við verð- launum þrjár réttar lausnir. Sjá bls. 27. ÆSKAN 21

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.