Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 24

Æskan - 01.02.1985, Side 24
ov DAS KAPITAL Hæ, Æskupóstur! Ég er nýbúinn að fá mér plötuna Lili Marlene með Das Kapital og hef varla hlustað á annað síðan. Mig langar að biðja ykkur um að fræða 5. Welcome To Pleasure Dome með Frankie Goes to Hollywood 85 stig Næstar í röðinni komu The Riddle með Nik Kershaw og Unforgettable Fire með U2. Það vakti athygli okkar sem fórum yfir kosningaseðlana hversu sterk áhrif rás 2 hefur á músíksmekk þeirra sem eru búsettir innan hlust- unarsvæðis rásarinnar. Þar hafa Wham og Duran Duran algjöra yfir- burði en um leið og komið er út fyrir hlustunarsvæði rásarinnar tekur gjör- ólíkur músíksmekkur við. Þar halda menn tryggð við bárujárnsrokkara á borð við Iron Maiden, Whitesnake, Kiss, Rainbow og Ac/Dc, reggípopp- ara, svo sem Bob Marley, UB40 og Jimm Cliff, gamla hippa eins og Pink Floyd og Genesis, framsækið popp með Art Bears og Lindsay Coopoer og þannig mætti áfram telja. Skrýtið. mig svolítið um þessa hljómsveit og þá sem í henni eru. Það væri frábært að fá mynd af þeim félögum eða plakat. Vá! Poppþátturinn og Æskupósturinn eru það besta í blaðinu sem er annars allt mjög gott. En væri ekki hægt að hafa pennavini oftar? Með bestu kveðju, Stína • Das Kapítal var upphaflega sett á laggirnar til að koma fram á Lauga- hátíð um verslunarmannahelgina 1984. Síðan teygðist úr samstarfinu lengur en upphaflega var ætlað. Stofnendur Das Kapítal voru Bubbi Morthens söngvari, Mike Pollock og Björgvin Gíslason gítar- leikarar, Jakob Magnússon bassa- leikari, og Guðmundur Þ. Gunnars- son trymbill. Tveir þeir síðastnefndu voru áður í Tappanum. Gítarleikar- arnir komu úr Frökkunum og Bubbi var í Egó og þar áður í Utangarðs- mönnum með Mike. Stuttu áður en Lili Marlene var hljóðrituð hætti Björgvin í hljóm- sveitinni. Við hans sæti tók Jens Hansen saxafónleikari sem hafði m. a. spilað með Megasi. Það er möguleiki að hafa penna- vini í hverju tölublaði Æskunnar. QUEEN Kæri Æskupóstur. Ég er mikill aðdáandi Queen og mig langar til að vita allt um þá hljómsveit, hvenær hún var stofnuð og það allt saman. Með fyrirfram þökk. M. • Queen var stofnuð 1972 af Freddy Mercury söngvara, Brian May gítar- Ieikara, Deacon John bassaleikara og Roger Taylor trommara. Upphaf- lega átti Queen að vera stæling á blús-rokkhljómsveitinni Led Zeppe- lin en fljótlega fóru aðrir tísku- straumar að setja mark sitt á músík Queen-flokksins, s. s. bandarískt gaggórokk (American Graffity), John Lennon, Bowie, diskó, nýróm- antík o. fl. Bestu plötur Queen eru A Night at the Opera (1975) og A Day at the Races (1977). BUBBI Kæri Æskupóstur. Hvaða hljóöfæraleikarar spiluðu með Bubba á Plágunni? Getið þið tekið opnuviðtal við Bubba og birt veggmynd af honum? Hann lofaði viðtali í febrúar 1983. Hvernig væri að birta einhverjar litmyndir af honum? Okkur finnst Æskan mjög gott blað. Sérstaklega Æskupósturinn og Poppþátturinn. Við erum mjög ánægðir með plakötin. Hlynur Þór og Valgeir Við þökkum hólið. Gítarleikararn- ir Mike Pollock, Þorsteinn Magnús- son (Þeysari) og Þórður Árnason (Stuðmaður) voru allir á Plágunni ásamt Magnúsi Stefánssyni trymbli (Kikk) og Tómasi Tómassyni hljóm- borðsleikara (bassaleikara Stuð- manna). Þegar þetta er skrifað er Bubbi í fríi uppi í sveit þannig að við náum honum ekki í viðtal eins og er. Þess verður þó áreiðanlega ekki langt að bíða að við spjöllum eitthvað við hann. Þá birtum við áreiðanlega myndir og jafnvel veggmynd af hon- um um leið. 24 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.