Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 17

Æskan - 01.02.1985, Side 17
o strák í matrósa fötum‘ ‘ syngja með okkur. Dauðaþögn ríkti. Þetta er ein pínlegasta samkoma sem ég hef verið á. Eg sá að Þorgeiri, karlanganum, var farið að líða mjög illa - sviti spratt fram á enni hans og þegar skemmtiatriðunum var lokið sá ég hann taka blátt strik út úr húsinu.“ - Hvenær fékkstu hugmyndina að Bjössa bollu? „Það er dálítil saga að segja frá því. Ég á mynd af mér frá því að ég var 4—5 ára og þar var ég í matrósa- fötum sem mamma saumaði á mig. í hvert sinn senr ég virti fyrir mér myndina langaði mig til að leika í svona matrósafötum. Svo gerðist það í fyrrasumar að við Sumargleðimenn settumst niður og sömdum leikþátt um strák í áðurnefndum fötum. Við kölluðum hann Pétur prakkara. Honum var mjög vel tekið og leik- þátturinn brást aldrei. Eftir þetta kviknaði hugmyndin hjá mér að Bjössa bollu. Hann hefur alla tíð ver- ið í miklum metum hjá mér eða frá því að ég sá hann fyrst í Æskunni. Æskan hefur alltaf komið inn á mitt heimili.“ — Fær Bjössi góðar undirtektir hjá börnunum? „Já, hann virðist hitta í mark. Þau taka honum vel og vilja ólm fá að spjalla við hann þegar þau sjá hann. Börn eru æðislega kröfuhörð og hreinskilin og láta strax í ljós hvort manni tekst vel upp eða ekki. Ég skal segja þér að á bolludaginn var ég beðinn um að koma í verslun í gervi Bjössa og ætlaði allt að verða vitlaust þegar hann birtist. Það voru svo margir sem vildu fá að tala við hann. Það er svo merkilegt að unt leið og ég er kominn í gervi Bjössa er eins og hann taki völdin af mér og ég gleymi hvað ég heiti.“ Mikinn áhuga á handbolta - Er eitthvað sérstakt framund; hjá Bjössa? „Já, það er hitt og þetta. Til dæmis hefur komið til tals að hann syngi inn á plötu og leiki í kvikmynd. Það verður spennandi að sjá framvindu þeirra mála, hvort af verður." - Hvaða áhugamál áttu önnur utan leiklistarinnar? „Ég hef mikinn áhuga á handbolta enda lék ég með meistaraflokki FH í rúm 10 ár. Við tókum þátt í Evrópu- keppni, íslandsmeistarakeppni og bikarkeppni. Ég fer oft á völlinn til að fylgjast með mínum göntlu félög- um og leik stundum æfingaleiki." - Ertu giftur og áttu börn? „Já, konan mín heitir Sonja Harð- ardóttir. Við eigum tvo stráka, 13 og 19 ára, og 9 mánaða stelpu. Við skýrðum hana Sonju Maggý í höfuð- ið á okkur báðum.“ — Að lokum. Ætlarðu að vera lengi enn í skemmtanaiðnaðinum? „Ég vona að ég geti verið í honum í 10-15 ár í viðbót. Mér finnst ég eiga mikið eftir, kannski vegna þess að ég byrjaði svo seint. Annars er alltaf erfitt að spá um framtíðina og full- yrða nokkuð um þessi mál. Þetta gæti endað einn góðan veðurdag," sagði Magnús Ólafsson bolla. ÆSKAN1 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.