Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Guðjón Guðmundsson íslandsmeistari
í fimleikum í aðalviðtali:
„Umfram allt
falleg íþrótt"
8 ÆSKAN
„Fimleikar eru ein vinsælasta
íþróttagrein barna hér á landi,
drengja og telpna, meðan þau eru.
ung. Síðarfara strákar oft í flokka-
íþróttir, knattspyrnu og aðra knatt-
leiki. Þá finnst þeim fimleikar vera
„stelpnaíþrótt". Það er hugsunarhátt-
urinn sem skiptir sköpum.
Þetta er mikils metin íþróttagrein
meðal margra þjóða, til að mynda i
Austur-Evrópu og víða íAsíu. Þarþyk'
ir ekki ókarlmannlegt að stunda
hana. Fimleikar eru erfið íþrótt og
mikill tímifer í æfingar. Það þarf að
íhuga vel hvaða tækni á að beita og
endurtaka hið sama margsinnis. Það
kann að eiga sinn þátt í að margir
missa þolinmæðina og heltast úr lest-
inni.
Afstaða tilfimleika mótast raunar
affordómum. Þegar strákar vilja sýn-
ast svalir („töffaðirj kalla þeir þá
stelpnaíþrótt. En fimleikar eru alls
ekki eingöngu við hæfi stúlkna. Þeir
Það er Guðjón Guðmundsson, ^s'
landsmeistari í fimleikum 1989, sern
tekur þannig til orða. Hann virðist
hæglátur og rólyndur við fyrstu kynnt
en ég ræð af orðum hans að allt um Pa°
sé hann ákveðinn, fastur fyrir og fyfé'
inn sér, þrautseigur og þolgóður. Þa
endist heldur enginn í íþróttaæfingulTI
sem taka þrjátíu stundir á viku °£
krefjast mikils af þeim er þær iðkar
nema hann sé þannig gerður.
Guðjón er átján ára, fæddur
Reykjavík 14.12. 1970. Hann var me
foreldrum sínum að Bifröst í Borgar
firði í þrjú ár, þriggja til sex ára,
þrjú sumur eftir það en hefur síðan a
heima í Vesturbænum. Það er sV®
KR-inga, eins og margir lesenda eflaU
vita, en Guðjón æfir fimleika með A
manni. Hefur hann aldrei æft ^
„Vesturbæjarveldinu“?