Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 42

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 42
Daníel Agúst Haraldsson svarar aðdáendum „Sannsögli er virðingarverðust" Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég fæddist. í Stokkhólmi 26.8. 1969 kl. 20. Hvað hefur komið þér mest á óvart? Þegar Beggi gaf mér kaktusinn sinn. Hvað þykir þér skemmtilegast? Að hlusta á tónlist og skemmtilegt fólk. En leiðinlegast? Það cr fátt og ég reyni að forðast það. Hvað er þér hugstæðast? Tónlist. Hefur þú lært hljóðfæraleik - eða söng? Nei. Hve lengi hefur þú verið í hljómsveitinni Ný-danskri? Tvö ár. Hverjir eru með þér í hljómsveitinni? A hvaða hljóðfæri leika þeir? í hljómsveitinni eru auk mín: Óli á tromm- ur, Bjössi á bassagítar, Einar á hljómborð og Valli á gítar. Hverjar eru eftirlætishljómsveitir þínar og hljómlistarmenn, íslenskir og erlendir? Langi Seli og Skuggarnir, Megas, Spilverk þjóðanna, Cat Stevens, Tom Waits, Ivan Rebrof, Bob Dylan, Donovan, David Bowie og fleiri. Hvað er á döftnni hjá Ný-danskri? Útgáfa á tveimur lögum á væntanlegri safn- plötu á vegum Steina hf. Áttu önnur áhugamál en tónlist? Já, leiklist og vini mína. Áttu - hefur þú átt gæludýr? Ég átti einu sinni gúbbífiska sem að lokum hurfu í salernisskálina heima. Hverjir eru eftirlætis-leikarar þínir - á sviði og tjaldi - íslenskir og erlendir? Eggert Þorleifsson, Helgi Skúlason og Guð- rún Gísladóttir. Af erlendum má nefna Dustin Hoffman, Robert de Niro og Meril Streep. Hvaða kvikmynd hefur þér fundist skemmtilegust? En best? En leikrit? „Með allt á hrcinu“ kitlar ósjaldan hlátur- taugarnar og „Betty Blue“ er sú besta hing- að til. „Dagur vonar“ fannst mér gott leik- rit. Æfirðu eða hefur þú æft íþróttir? Ég æfi ekki íþróttir en syndi og hjóla mér til heilsubótar. Áður fyrr æfði ég knatt- spyrnu, sund, glímu, körfubolta, hand- knattleik, borðtennis o.fl. í hvaða skóla ertu - og hefur verið? Námsfcrill minn hófst í Mosfellssveit en síðan fór ég í ísaksskóla, þar á eftir Álfta- mýrarskóla og er nú í M.R. Hvaða námsgrein þykir þér skemmtileg- ust? Mér finnst þær allar frábærlega skemmti- legar. Hefur þú tekið ákvörðun um framhalds- nám - og starf? Nei. Hvað þykir þér virðingarverðast og hvað þolir þú verst í fari fólks? Sannsögli er virðingarverðust og það versta í fari fólks er dælska. (Dælskur (= heimsk- ur) hefur í mínum huga afar neikvæða merkingu. . .) Áttu einhvern eftirlætismálshátt? Eftir höfðinu dansa limirnir. „Mér kom mest á óvart þegar Beggi gaf mér kaktusinn sinn. “ 42ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.