Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 16
Eftirvænting eftir nýju blaði Kæri Æskupóstur! Ég hef verið áskrifandi Æskunnar í rúmlega eitt ár. Mér finnst hún mjög góð og bíð alltaf með eftirvæntingu eftir nýju blaði. Ég er í 3. bekk Barnaskóla Akur- eyrar. Um daginn var skólaskemmt- un og við krakkarnir, sem erum í skólanum eftir hádegi, lékum dagleg störf Tansaníu-fólks. Það var mjög gaman. Við vorum búin að læra um Tansaníu í vetur í samfélagsfræði. Ég vona að ég fái þig fljótt inn um bréfarifuna! Vertu sæl, Erna Þórey tíjörnsdóttir, Vanabyggd 2 g, Akureyri. Á róli. . . Kæra Æska! Ég er alveg í vandræðum. Ég hef hlustað nokkrum sinnum á þáttinn „Á róli“ á Rás 2 en misst af heimilis- fangi þáttarins. Getur þú sagt mér hvert það er? Viljið þið koma með límmiða af Marilyn Monroe, Sálinni hans Jóns míns, Sam Bran og Dolly Parton? Mig langar líka í veggmyndir af þeim og viðtal við Stefán Hilmarsson. . . í lokin eru nokkrar kveðjur: Ég sendi stuðkveðjur til Þóru Huldar (hinnar ómissandi frænku minnar), Hörpu sem deilir 4. bekk með mér, Þóru (ómissandi grínistafrænku minnar) og auðvitað til Sibbu (júdómeistarans) og lauslegar kveðjur fá allir hinir krakkarnir í skólanum. Elín Freyja fær hamingjuóskir með ferminguna. Kærar Æskukveðjur, Heidrún Sigurðardóttir. Svar: „Á róli,“ Efstaleiti 1, 150 Reykja- vík. . . Vœ'itanlega hefurðu heyrt það fyrir löngu. Spurningar sem þessa er hœpið að bera upp fyrir Æskupóstinn þar sem mánuður líður milli tölu- blaða. . . Myndir af Marilyn og Sálinni eru þegar komnar á límmiða en berast ykkur ekki strax. . . Viðtal við Stefán var í 9. tbl. Æskunnar 1988. Geimfari Sæl, kæra Æska! Nokkrar spurningar: 1. Hvar er best að læra að verða geim- fari? 2. Hvað er maður lengi að læra að verða geimfari? 3. Hvað þarf maður að vera gamall til að komast í það nám? 4. Hvað heitir fyrsti kvengeimfarinn? Með þökk fyrir upplýsingar, R. Svar: Þjálfun geimfara fer fram á ýmsum stöðurn í Bandaríkjunum og í Sovét- ríkjunum. Samkvœmt upplýsingum Menningarstofnunar Bandaríkjanna munu ekki hafa verið settar algildar reglur um aldur eða hve langan tíma menn skuli nema til að teljast hœfir geimfarar. Aldurshámark var áður 40 ár en mun ekki gilda lengur. í fyrstu voru flestir geimfaranna flugmenn. Nú mun miðað við að þeir hafi lokið háskólaprófi. Framan af voru það eingöngu Bandaríkjamenn og Sovétmenn sem í ferðirnar fóru en undanfarin ár hafa menn af öðru þjóðerni verið með í för vegna víðtœkari samvinnu um geim- rannsóknir en í fyrstu tíðkuðust. Fyrsti kvengeimfarinn var sovéska konan Valentina V. Tereshkova. Það náðist mynd! Kæra Æska! Ég vil þakka fyrir frábærlega gott blað. Ég ætla að lýsa draumaprinsin- um mínum. Hann hefur dökkt har> er ekki mjög stór og er í 6. bekk- Hann æfir handknattleik og kepPu hér á Akranesi um helgina. Vink°na mín tók mynd af honum þegar hann var að borða. Hann heitir Einar Orn Einarsson (Manni) og er algjörleg3 æðislegur. Ein á Akranesi. Hlaupastingur Elsku Æska! Þú verður að hjálpa mér. Þegar e hleyp og æfi leikfimi fæ ég afai' sl®1^ an hlaupasting svo að ég verð a hætta. Ég fékk líka hlaupasting Þe^ ég fór á hestbak en hann hætti sma saman enda er ég mjög mikil hesia kona. í leikfimi erum við látin hlaUP og gera erfiðar æfingar. Mér var sag að hlaupastingurinn hyrfi smám sa ^ an ef ég héldi áfram að hlaupa hann versnaði alltaf þó að ég P1 mig áfram. * Hvað get ég gert? Er þetta eittM g óeðlilegt? Á ég að leita læknis? H veldur hlaupasting? 16 ÆSKAJST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.