Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 30

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 30
villiköttur eftir Hafrúnu Björnsdóttur. Villi villiköttur nam skyndilega staðar því að hann sá læðu. Hún var mjög sæt og fín. Hann gekk til hennar og sagði: „Sæl, stúlka litla! Hvað heit- irðu?“ Þá sagði hún: „Ó, Guð! Villköttur!“ Læðan hafði strax séð að þetta var villiköttur. Þá sagði Villi: „Ég heiti Villi, en þú?“ „Ég? Hvað heiti ég?“ „Já,“ sagði Villi. „Ég heiti Dúlla.“ „DÚLLA,“ sagði VilU. „Vá, það er fallegt nafn!“ „Já,“ sagði hún. „Eigum við að fara í bæinn?“ „Já, já,“ sagði Villi. Svo fóru þau niður í bæ. Þau löbbuðu og löbbuðu - alveg þangað til þau voru komin í bæ- inn. Þá sagði Villi: „Er þetta Bærinn?“ „Já,“ sagði Dúlla. „Ég hélt að hann væri miklu stærri!“ En allt í einu kom risastór bíll og ók á Dúllu. . . Framhald. (Næsti kafli heitir Slysið) í áætlunarbíl eftir Þórhildi L. Sigurðardóttur 11 ára. . . . en þetta er ekki sömt saga . . . Heil og sæl! Ég heiti Tóta tætubuska. . . eða. . . það kalla mig sumir. Nei, nei, ég heiti Þórhildur Laufey Sigurðardóttir og er að fara upp í sveit til Ásthildar frænku minnar. Ég ætla að vera þar í allt sum- ar. Nú er ég orðin ellefu ára og í dag er sumardagurinn fyrsti. Það er mjög heitt. Ég stend á bílastæðinu og er að kveðja pabba, mömmu og systur mína. Hún vill fá sælgæti. Sjálf er ég ferðbúin með sælgæti og ný stígvél og bíð eftir áætlunarbílnum sem á að flytja mig til Selfoss. Eftir hálftíma og dálítið af blótsyrðum frá pabba er ég komin inn í áætlunarbílinn og von bráðar leggur hann af stað. Það er heitt úti, eins og ég var búin að segja, en inni í áætlunarbílnum er ennþá heitara. Allt var í góðu lagi fyrstu tíu mínút- urnar en að þeim liðnum fannst mér heldur dauflegt. Ég fór þá að virða fyr- ir mér fólkið. Þarna var gömul kona með rósótta slæðu á höfðinu og í ljós- brúnni ullarkápu. Henni var áreiðan- lega heitt! Hún skellti tönnunum alltaf saman svo að frá henni heyrðist í sífellu „klakk, klakk“. Samt heyrðist meira í bílstjóranúm en henni. Hann var að raula einhverja sinfóníu sem var á Rás 1 í útvarpinu. Sólin var enn þá í óðaönn að bræða snjóinn úti og mig líka. í bílnum voru ekki einungis gamla konan og bílstjór- inn. Þar var einnig kærustupar að kyss- ast - í sætinu fyrir aftan mig. Maður- inn var með hanakamb og bein í nef- inu, í þröngum rósóttum buxum og leðurjakka. Konan var hins vegar afar fín með slaufu í svörtu og rauðröndóttu hári og í bleikum kjól með pífum. í bílnum var líka kona með dreng á að giska 5-6 ára. Strákurinn var alltaf grenjandi en konan dó ekki ráðalaus heldur tók upp lakkrís og skóflaði upp í hann. Þá þagnaði hann smástund. Fleiri voru þar ekki. Ég var mjög fín - eða svo sagði mamma. Samt leið mér eins og bjána - í ljósbláum blúndukjól með bleika rós í hárinu. Jæja, svona er mamma mín. . . En það var satt sem bílstjórinn sagði að við værum komin til Selfoss. Ég hoppaði út úr bílnum og kvaddi bíl- stjórann. Síðan fór ég til frænku minn- ar og við ókum heim til hennar. Þannig var ég horfm inn í þann heim þar sem maður má óhreinka fotm sín. . . (Sagan hlaut aukavcrðlaun í samkeppni Æskunn- ar og Barnaútvarpsins 1988) 30ÆSKAJCJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.