Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 41

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 41
Mú skundum við á skátamót. . ^ ^n er blessað vorið komið og sumar- a næsta leiti og þá hugsa skátar sér §°tt til glóðarinnar að þeysa út í náttúr- na begar snjóum hefur létt. A vorin athugum við hvernig og hve- þ.r Sfóðurinn vaknar til lífsins og vex. pj3. er tækifæri til að gróðursetja trjá- ntur og blóm, sá matjurtum og ^g)ast með hvenær fuglarnir koma og ejiær þejr verpa. Síðan koma tjald- 1 egur, fjallgöngur og ferðalög. v nmt fólk virðist halda að ekkert sé 1 t ferðalag nema farið sé langt og r rað ttl þess vélknúið farartæki en ndir skátar vita að þessu er öðruvísi aj- . Þeir vilja komast leiðar sinnar ei8tn rammleik og velja sér farartæki eftir því. Byrjað er á stuttum göngu- og rann- sóknarferðum um heimahagana og maður kemst aldrei í eins nána snert- ingu við landið og í gönguferðum. Útilegur og stuttar gönguferðir ungra skáta eru meðal annars til þess að þjálfa þá svo að þeir geti síðar lagt í lengri ferðir um byggðir og óbyggðir sér til andlegrar og líkamlegar hressing- ar. Ferðalög og útilegur skáta geta verið með ýmsu móti en það er þeim öllum sameiginlegt að þær eru farnar í ákveðnum tilgangi, hvort sem ferðin eða útilegan er löng eða stutt og á hvaða aldri sem þátttakendurnir kunna að vera. Ein ferðin er farin til náttúruskoðun- ar og söfnunar, önnur til að kynna sér sögustaði. í einni ferð er unnið að skógrækt eða sáningu, önnur ferð er farin til að kynna sér daglegt líf á bóndabæ eða til að fræðast um sögu sveitarinnar með viðræðum við aldrað fólk. Stundum er tilgangur ferðarinnar margþættur en aldrei má gleyma að engin ferð nær tilgangi sínum án undir- búnings hvað snertir ferðaáætlun, út- búnað og farartæki. Þótt gönguferðir séu ágætar og eftirsóknarverðar fyrir hraust fólk þá eru hjólreiðaferðir, báts- ferðir og bílferðir líka góðar og oft má flétta gönguferð inn í ferðalag þótt ein- hver farartæki séu notuð önnur en fæt- urnir. Á hverju sumri eru haldin mörg skátamót um land allt og þá lifnar held- ur betur yfír starfí skátaflokkanna því að á skátamóti fáum við tækifæri til að lifa alvöru tjaldbúðalífí. Við veljum okkur tjaldbúðasvæði, gröfum sorp- gryfju, finnum vatnsból og baðstað, finnum kaldasta staðinn fyrir matar- geymsluna, veljum okkur varðeldastað og komum okkur upp ýmsum þægind- um úr efni sem finnst á staðnum. Slík útilega með leikjum sínum, ferðalög- um, frumstæðri matargerð, tjöldum, byggingum og varðeldum er tækifæri sem enginn skáti lætur fram hjá sér fara. Nú í sumar verða eftirtalin skátamót: Fjör í flokki - að Hafravatni 2.-4. júní. Flokkamót í Vestmannaeyjum 9.-11. júní Afmœlismót Skátasambands Reykja- víkur - að LJlfljótsvatni 29. júní -2. júlí. Skátamót Skátafélagsins Klakks á Ak- ureyri í Leyningshólum 6. -9. júlí. Vesturlandsmót að Grímsstöðum við Borgarnes 13. -16. júlí. Birkibeinamót í Hveradölum í ágúst. Nánari upplýsingar um öll þessi mót fást á skrifstofu BÍS í síma (91) 23190. Til að vera sem best undirbúinn fyrir ævintýri þessu lík er nauðsynlegt að æfa sig í matargerð með prímus eða á hlóðum, læra að tjalda, kynna sér hjálp í viðlögum og ýmiss konar ferðatækni. Einnig verður að læra að velja sér út- búnað til ferðalaga og vita hvernig hon- um verður best komið fyrir í bakpok- anum. -ÆSKMT 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.