Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Síða 41

Æskan - 01.04.1989, Síða 41
Mú skundum við á skátamót. . ^ ^n er blessað vorið komið og sumar- a næsta leiti og þá hugsa skátar sér §°tt til glóðarinnar að þeysa út í náttúr- na begar snjóum hefur létt. A vorin athugum við hvernig og hve- þ.r Sfóðurinn vaknar til lífsins og vex. pj3. er tækifæri til að gróðursetja trjá- ntur og blóm, sá matjurtum og ^g)ast með hvenær fuglarnir koma og ejiær þejr verpa. Síðan koma tjald- 1 egur, fjallgöngur og ferðalög. v nmt fólk virðist halda að ekkert sé 1 t ferðalag nema farið sé langt og r rað ttl þess vélknúið farartæki en ndir skátar vita að þessu er öðruvísi aj- . Þeir vilja komast leiðar sinnar ei8tn rammleik og velja sér farartæki eftir því. Byrjað er á stuttum göngu- og rann- sóknarferðum um heimahagana og maður kemst aldrei í eins nána snert- ingu við landið og í gönguferðum. Útilegur og stuttar gönguferðir ungra skáta eru meðal annars til þess að þjálfa þá svo að þeir geti síðar lagt í lengri ferðir um byggðir og óbyggðir sér til andlegrar og líkamlegar hressing- ar. Ferðalög og útilegur skáta geta verið með ýmsu móti en það er þeim öllum sameiginlegt að þær eru farnar í ákveðnum tilgangi, hvort sem ferðin eða útilegan er löng eða stutt og á hvaða aldri sem þátttakendurnir kunna að vera. Ein ferðin er farin til náttúruskoðun- ar og söfnunar, önnur til að kynna sér sögustaði. í einni ferð er unnið að skógrækt eða sáningu, önnur ferð er farin til að kynna sér daglegt líf á bóndabæ eða til að fræðast um sögu sveitarinnar með viðræðum við aldrað fólk. Stundum er tilgangur ferðarinnar margþættur en aldrei má gleyma að engin ferð nær tilgangi sínum án undir- búnings hvað snertir ferðaáætlun, út- búnað og farartæki. Þótt gönguferðir séu ágætar og eftirsóknarverðar fyrir hraust fólk þá eru hjólreiðaferðir, báts- ferðir og bílferðir líka góðar og oft má flétta gönguferð inn í ferðalag þótt ein- hver farartæki séu notuð önnur en fæt- urnir. Á hverju sumri eru haldin mörg skátamót um land allt og þá lifnar held- ur betur yfír starfí skátaflokkanna því að á skátamóti fáum við tækifæri til að lifa alvöru tjaldbúðalífí. Við veljum okkur tjaldbúðasvæði, gröfum sorp- gryfju, finnum vatnsból og baðstað, finnum kaldasta staðinn fyrir matar- geymsluna, veljum okkur varðeldastað og komum okkur upp ýmsum þægind- um úr efni sem finnst á staðnum. Slík útilega með leikjum sínum, ferðalög- um, frumstæðri matargerð, tjöldum, byggingum og varðeldum er tækifæri sem enginn skáti lætur fram hjá sér fara. Nú í sumar verða eftirtalin skátamót: Fjör í flokki - að Hafravatni 2.-4. júní. Flokkamót í Vestmannaeyjum 9.-11. júní Afmœlismót Skátasambands Reykja- víkur - að LJlfljótsvatni 29. júní -2. júlí. Skátamót Skátafélagsins Klakks á Ak- ureyri í Leyningshólum 6. -9. júlí. Vesturlandsmót að Grímsstöðum við Borgarnes 13. -16. júlí. Birkibeinamót í Hveradölum í ágúst. Nánari upplýsingar um öll þessi mót fást á skrifstofu BÍS í síma (91) 23190. Til að vera sem best undirbúinn fyrir ævintýri þessu lík er nauðsynlegt að æfa sig í matargerð með prímus eða á hlóðum, læra að tjalda, kynna sér hjálp í viðlögum og ýmiss konar ferðatækni. Einnig verður að læra að velja sér út- búnað til ferðalaga og vita hvernig hon- um verður best komið fyrir í bakpok- anum. -ÆSKMT 41

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.