Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1989, Page 30

Æskan - 01.04.1989, Page 30
villiköttur eftir Hafrúnu Björnsdóttur. Villi villiköttur nam skyndilega staðar því að hann sá læðu. Hún var mjög sæt og fín. Hann gekk til hennar og sagði: „Sæl, stúlka litla! Hvað heit- irðu?“ Þá sagði hún: „Ó, Guð! Villköttur!“ Læðan hafði strax séð að þetta var villiköttur. Þá sagði Villi: „Ég heiti Villi, en þú?“ „Ég? Hvað heiti ég?“ „Já,“ sagði Villi. „Ég heiti Dúlla.“ „DÚLLA,“ sagði VilU. „Vá, það er fallegt nafn!“ „Já,“ sagði hún. „Eigum við að fara í bæinn?“ „Já, já,“ sagði Villi. Svo fóru þau niður í bæ. Þau löbbuðu og löbbuðu - alveg þangað til þau voru komin í bæ- inn. Þá sagði Villi: „Er þetta Bærinn?“ „Já,“ sagði Dúlla. „Ég hélt að hann væri miklu stærri!“ En allt í einu kom risastór bíll og ók á Dúllu. . . Framhald. (Næsti kafli heitir Slysið) í áætlunarbíl eftir Þórhildi L. Sigurðardóttur 11 ára. . . . en þetta er ekki sömt saga . . . Heil og sæl! Ég heiti Tóta tætubuska. . . eða. . . það kalla mig sumir. Nei, nei, ég heiti Þórhildur Laufey Sigurðardóttir og er að fara upp í sveit til Ásthildar frænku minnar. Ég ætla að vera þar í allt sum- ar. Nú er ég orðin ellefu ára og í dag er sumardagurinn fyrsti. Það er mjög heitt. Ég stend á bílastæðinu og er að kveðja pabba, mömmu og systur mína. Hún vill fá sælgæti. Sjálf er ég ferðbúin með sælgæti og ný stígvél og bíð eftir áætlunarbílnum sem á að flytja mig til Selfoss. Eftir hálftíma og dálítið af blótsyrðum frá pabba er ég komin inn í áætlunarbílinn og von bráðar leggur hann af stað. Það er heitt úti, eins og ég var búin að segja, en inni í áætlunarbílnum er ennþá heitara. Allt var í góðu lagi fyrstu tíu mínút- urnar en að þeim liðnum fannst mér heldur dauflegt. Ég fór þá að virða fyr- ir mér fólkið. Þarna var gömul kona með rósótta slæðu á höfðinu og í ljós- brúnni ullarkápu. Henni var áreiðan- lega heitt! Hún skellti tönnunum alltaf saman svo að frá henni heyrðist í sífellu „klakk, klakk“. Samt heyrðist meira í bílstjóranúm en henni. Hann var að raula einhverja sinfóníu sem var á Rás 1 í útvarpinu. Sólin var enn þá í óðaönn að bræða snjóinn úti og mig líka. í bílnum voru ekki einungis gamla konan og bílstjór- inn. Þar var einnig kærustupar að kyss- ast - í sætinu fyrir aftan mig. Maður- inn var með hanakamb og bein í nef- inu, í þröngum rósóttum buxum og leðurjakka. Konan var hins vegar afar fín með slaufu í svörtu og rauðröndóttu hári og í bleikum kjól með pífum. í bílnum var líka kona með dreng á að giska 5-6 ára. Strákurinn var alltaf grenjandi en konan dó ekki ráðalaus heldur tók upp lakkrís og skóflaði upp í hann. Þá þagnaði hann smástund. Fleiri voru þar ekki. Ég var mjög fín - eða svo sagði mamma. Samt leið mér eins og bjána - í ljósbláum blúndukjól með bleika rós í hárinu. Jæja, svona er mamma mín. . . En það var satt sem bílstjórinn sagði að við værum komin til Selfoss. Ég hoppaði út úr bílnum og kvaddi bíl- stjórann. Síðan fór ég til frænku minn- ar og við ókum heim til hennar. Þannig var ég horfm inn í þann heim þar sem maður má óhreinka fotm sín. . . (Sagan hlaut aukavcrðlaun í samkeppni Æskunn- ar og Barnaútvarpsins 1988) 30ÆSKAJCJ

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.