Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1989, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1989, Blaðsíða 7
Lási yggldi sig framan í þær °g hélt áfram að þukla brauðin. Lá hljómaði há og skræk rökk: ' Þorlákur! Hvað ert þú að gera hér? Áttirðu ekki að koma til mín og læra? Lási sneri sér hægt við. Larna stóð amma ekki blíð á manninn. ^mma var stór kona. Hún hafði mikið hár Sem einu sinni var rautt en var nú orðið upplitað. ^tundum tók amma sig til °g litaði hárið á sér bl þess að verða eins og í „gamla daga.“ En þá varð hárið ýniist hárautt eða fjólublátt. I þetta sinn Eafði amma lent a fjólubláa litnum °g hárið var næstum því sjálflýsandi. Amma var alltaf mikið máluð. Hún talaði bæði hátt og mikið og það var langt síðan Lási var hættur að fara út með henni því að þá starði hálfur bærinn á þau. En nú stóð amma þarna og hvessti á hann augun. Fyrir aftan ömmu sá hann Dísu og Ásu engjast af hlátri og herma eftir ömmu. Hann leit niður, greip næsta brauð og tuldraði eitthvað sem enginn skildi um leið og hann skaust fram hjá ömmu. I leiðinni rak hann tunguna út úr sér framan í stelpurnar. Hann flýtti sér svo mikið að hann gleymdi mjólkinni. - Hana bíddu strákur, bíddu! kallaði amma hans. En Lási beið ekki. Hann flýði eins og fætur toguðu. Úti á miðju gólfi stóð stafli af seríospökkum, kornflögum og alls kyns kexpökkum. Lási hljóp svo hratt að hann lenti inn í miðjum seríos-staflanum. Hann fann að staflinn hrundi en hann nam ekki staðar. Hann henti frá sér brauðinu og æddi út. Hann heyrði hróp og köll og einhver talaði um HREKKJUSVÍN en Lási herti bara á hlaupunum. Hann hljóp heim í einum spretti, fann ekki lengur fyrir vorinu, fannst aftur kominn ískaldur vetur. Hann kastaði sér upp í rúm, lafmóður og másandi. Hann kreisti aftur augun, sá ömmu sína fyrir sér með fjólubláa hárið og Dísu og Ásu skellihlæjandi. . . Skömmu seinna hringdi síminn. Lási svaraði ekki. Hann lét eins og hann heyrði ekki í honum því að hann var viss um að þetta væri amma. Framhald. ÆSKAIT 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.