Æskan - 01.07.1989, Blaðsíða 23
Þrifið það af honum og hent því á eld-
inn.
Eftir þetta varð Bjarkmundur aldrei
iafngóður í hendinni.
Honum fannst líka svo erfitt að keyra
hjólbörurnar sínar.
Hann fór að hafa áhyggjur af því hvar
hann gæti haft vetursetu.
Hann hugsaði um gömlu konuna sem
hann hafði gist hjá síðasta vetur en þá
mundi hann eftir því að hún var dáin og
búið að rífa húsið. Hann hafði ekki
hugmynd um hvar hann gæti fengið að
hggja um veturinn. Venjulega hafði
hann engar áhyggjur af því en í fyrsta
sinn á ævinni var hann áhyggjufullur.
Hann langaði til að komast einhvers
staðar inn í hlýtt hús og sofa þar allan
veturinn. Eftir að hann missti tjaldið
sitt þurfti hann oft að liggja undir beru
lofti.
Einn morguninn þegar hann vaknaði
tók hann eftir því að hárið á honum var
Eosið fast við jörðina. Alveg kolfast.
Hann horfði upp í loftið og sá bæði
tungl og stjörnur. Hann langaði til að
sofna aftur en hann gat það ekki því að
honum var svo kalt. Hann rykkti sér
uPp og þá losnaði hann frá svellinu.
Hann brölti á fætur og sá að mikið af
Hári hafði orðið eftir á svellinu. Það var
byrjað að snjóa. Það snjóaði inn á bakið
a Ejarkmundi. Þar bráðnaði snjórinn og
v^tnið rann niður bakið á honum.
Ejarkmundur haltraði af stað og í
Þetta skipti skildi hann hjólbörurnar
eftir. Hann treysti sér ekki lengur til að
ýta þeim á undan sér. Bjarkmundur
fann á sér að hann þoldi ekki lengur að
s°fa undir beru lofti. Það hélt áfram að
snjóa og hann reyndi að stöðva bíl en
Það vildi enginn nema staðar.
Eað var myrkur, það var frost og það
Var snjór.
Ejarkmund verkjaði í fingurna af
kttlda og hann var votur í fæturna.
Hann svipaðist um eftir einhverju húsa-
skÍóli en sá ekki neitt.
varð hann hræddur.
Hvar var hann?
Hann vissi það ekki. Hann var villt-
ur.
Hann paufaðist áfram og tók eftir því
að hann var ekki lengur á veginum.
Hann sá hvergi ljós í neinu húsi. Hann
hrasaði og stóð aftur á fætur og þá fór
hann að berja frá sér eins og hann væri
að ýta myrkrinu til hliðar. Hann lamdi
frá sér eins og óður maður og þá allt í
einu lamdi hann í stein. Þetta var í raun
og veru steinsteyptur veggur. Bjark-
mundur fikraði sig áfram meðfram
veggnum og fann dyr.
Þegar hann opnaði þær streymdi hlýj-
an á móti honum og hann fann að hann
var kominn í hús. Hann hrasaði um
stígvélahrúgu sem var á gólfinu. Þetta
hlaut að vera mannmargt heimili. Eða
var þetta kannski skóli?
Bjarkmundur þreifaði sig áfram eftir
ganginum og þá sá hann að þetta var
skóli. Hann sá það á börnunum sem
sváfu í öllum rúmum og það var eins og
þau brostu til hans í gegnum svefninn.
Þá hlýnaði Bjarkmundi um hjartaræt-
urnar.
Hann leit inn í eitt herbergið og sá að
þar sváfu tvær telpur hvor í sínu rúm-
inu. Það var laust rúm inni hjá þessum
stelpum og Bjarkmundur lagðist kylli-
flatur. Eftir örskamma stund var hann
steinsofnaður.
Hann vaknaði við það að stelpurnar
horfðu á hann galopnum augum.
Þær virtust samt ekkert vera hissa.
Bara forvitnar. . .
- Hvað heitirðu? spurðu þær.
- Ég hef nú aðallega verið kallaður
Bjarkmundur.
- En hvað heitið þið?
- Ég heiti Hrund og hún heitir
Ragna.
- Eigið þið heima hérna?
- Nei, nei við erum bara í skólanum.
Hvernig komstu?
- Ég kom nú bara á vaðstígvélunum
mínum.
Þær fóru að hlæja.
- Ertu svangur?
- Ja, svona dálítið.
- Eigum við ekki að ná í eitthvað að
borða handa þér?
- Jú, þakka ykkur fyrir.
Þær sóttu handa honum súrmjólk og
kornflögur.
Hann borðaði með bestu lyst og
þakkaði svo fyrir matinn.
- Nú langar mig til að leggja mig
pínulítið eftir matinn.
- Já, gerðu það Bjarkmundur
minn, sögðu Hrund og Ragna. Við
skulum passa að þú fáir að sofa í friði.
Hann brosti til þeirra og hélt áfram
að brosa eftir að hann var sofnaður.
Kannski var hann að dreyma um hana
Maríu sína, að hann ætti eftir að hitta
hana einhvern tíma aftur. Og kannski
mundi hann eignast með henni börn
sem mundu brosa til hans dreymandi í
gegnum svefninn.
ÆSKAM 23