Æskan - 01.07.1989, Blaðsíða 4
búið þróttmikilli undirólgu, eru
samræmd á þann máta að ólík-
legt er að bætt verði um betur.
Að því leyti má tala um full-
komnun að formi og innihaldi
eins og gert er þegar fjallað er
um sígild verk.
Þessi nýja, vel heppnaða út-
gáfa á „ísland er land þitt" og
sívaxandi vinsældir þessa söng-
lags eru fagnaðarefni. Það sýnir
að vel ort Ijóð og metnaðarfull-
ur „lifandi" flutningur stendur
þetur að vígi þegar allt kemur til
alls en gelda færibandafram-
leidda niðursuðupoppið með
klúðurslegu bulltexttjnum en
það einkennir þó allt að því ís-
lenska dægurmúsík. Við fögn-
um þessum sigri metnaðarins
yfir metnaðarleysinu með því
að birta hér hljómagang söng-
lagsins sígilda. Um leið vekjum
við athygli á því að í nótnahefti,
sem kom á markað í fyrra, er
vont og jafnvel rangt hljómaval
gefið upp með þessu sönglagi.
„Það er
alrangt að
lesa rembing
eða fordóma
út úr kvæði
Margrétar,"
- segir Magnús Þór Sigmundsson
lagasmiður um „Island er land þitt"
„Upphafið að laginu „ísland er
land þitt" má rekja til ársins 1978.
Þá gerði ég barnaplötuna „Börn og
dagar". Ég fór með eintak af henni
til Æskunnar. Mér fannst við hæfi
að kynna plötuna þar. Hjá
Æskunni var mér gefin Ijóðabók
eftir Margréti Jónsdóttur,
fyrrverandi ritstjóra blaðsins. Ég
viðurkenni að í upphafi hafði ég
fordóma gagnvart bókinni. En eftir
nokkurn tíma gripu Ijóðin mig
sterku taki, sérstaklega Ijóðið
„fsland er land þitt". Það var
eitthvað hljómþýtt við það sem
gerði mér létt að semja lag sem
mér fannst hæfa því. Lagið söng
svo Pálmi Gunnarsson á plötunm
„Draumur aldamótabarnsins" sem
kom út 1982."
Þannig lýsir Magnús Þór fyrstu
kynnum sínum af Ijóðinu sem var
kveikjan að sönglaginu „ísland er
land þitt". Eins og algengt er með
sígild verk tók það þjóðina dálítinn
tíma að ná því að meta lagið að
verðleikum.
„Það tók lagið tvö ár að ná
eyrum fólks. Síðan hefur það notið
ótrúlegra vinsælda; ekki aðeins
meðal fullorðinna heldur biðja
ungir krakkar líka um lagið á
skemmtunum hjá mér. Það er
verulega skemmtilegt að reyna
slíkt. Svo kom lagið út á
hljómplötu með Sinfóníuhljómsveit
íslands 1986. Ég var óánægður
með þá útsetningu; líka með
flutning karlakórsins Fóstbræðra a
laginu 1988 á plötunni „Vinsael
íslensk lög". Svo var léleg
útsetning á laginu prentuð í
nótnabók í fyrra. Þess vegna var
það þegar
íslandskynningarfyrirtækið
Ferðaland h.f., bað um leyfi til
endurútgefa frumútgáfuna af lag>nU
að ég ákvað að búa lagið í bestan
mögulegan búning. Þegar lagið
kom fyrst út á „Draumi
aldamótabarnsins" þá var það
útsett og flutt eins og hvert annað
popplag. En þegar alls konar aðilar
voru farnir að flytja lagið í
misgóðum útsetningum þá fannst
mér vera kominn tími til að það
væri flutt á þann hátt er hæfir lag1
sem á eftir að lifa áfram árum
saman. Ég fékk Hrólf Vagnsson,
háskólamenntaðan tónlistarmann
frá Þýskalandi, til að hjálpa mér
með klassísk hljóðfæri og leggj3
blessun sína yfir útsetningu mína-
Ég velti fyrir mér að fá Pálma _
Gunnars til að syngja Ijóðið á ný-
Hann gerði því góð skii á sínum
tíma miðað við þáverandi
aðstæður. Við nánari íhugun fannS ,
mér þó að flutningurinn yrði að
skera sig enn betur frá
frumflutningnum. Þá var það
náttúrulega Bubbi sem kom helst
til greina. Hann er frábær söngvar
Rödd hans er ólík Pálma og
Sígilt
sönglag
Dægurlag er eins og dægur-
flugan: Vaknar að morgni, hef-
ur sig á mishátt flug, sofnar að
kvöldi og vaknar ekki aftur.
Innihaldslaus fábreytileiki dæg-
urlagsins stýrir þeim örlögum.
Andstæða dægurlagsins í músík
er svokölluð sígild músík (klass-
ík), músík sem stenst dóm allra
tíma, er óforgengileg vegna
mikilfengleika o’g góðs skáld-
skapar. I tónfræðum eru höfuð-
einkenni sfgildrar músíkur
nefnd langsótt tóntegunda-
skipti, „diatóník" og „konsón-
ans" (samhljómur), ásamt ein-
faldri tóntegund (oftast dúr).
Sé enn þá víðari merking
nafnsins sígild músík skoðuð
má finna örfá dæmi um dægur-
lög sem standast dómharða tím-
ans tönn. Það íslenskt dægur-
lag, sem helst gæti talist sígilt,
er sönglagið „ísland er land
þitt". Höfundar verksins eru
Magnús Þór Sigmundsson laga-
smiður og Margrét Jónsdóttir
Ijóðskáld (fyrrverandi ritstjóri
Æskunnar).
Margrét Jónsdóttir
Á nýrri hljómplötu, sam-
nefndri sönglaginu, er stigið
enn eitt skrefið í þá átt að
tryggja laginu og textanum „ís-
land er land þitt", langlífi.
Glæsileg hátíðarútsetning, frá-
bær tilfinningarík túlkun Bubba
Morthens í sönghlutverkinu,
kröftugt og áhrifaríkt ættjarðar-
Ijóð og söngrænt, hrífandi lag,
4 ÆSKAN
sðngstíllinn allt annar. Ég hefði
e^i getað valið betur. Hann
syngur lagið meistaralega vel og af
^júpum skilningi á Ijóðinu. Ég er
ánægður með útkomuna. Ég
usta lítið á útvarp vegna þess að
eg finn fátt við mitt hæfi þar en
j^ér er sagt að þessi nýja útgáfa
jóðsins njóti mikilla vinsælda í
utvsrpi, sé mikið spiluð."
->urnir hafa fundið líkingu við
nasistasönglagið „Þýskalandi allt" í
" sland er land þitt". Hver er
skoðun Magnúsar á því?
»Ég heyri stundum minnst á
uetta. Það er afar óviðeigandi að
'kja þessu fallega kvæði Margrétar
Ijóta hluti eins og nasisma.
v*ði hennar lýsir kenndum sem
r*rast í brjóstum allra góðra
jnanna. Þessum kenndum lýsir hún
a sinlægan og opinskáan hátt.
°oskapurinn er skýr: Hann er
akklaeti, tryggð við föðurlandið og
v°n um bjarta framtíð. Það er
a r°ng túlkun að lesa einhvern
rsrnbing út úr kvæðinu. Kvæðið er
a gjörlega laust við fordóma
Sagnvart útlöndum eða
utlendingum. Það er ekki að finna
Ufiina ádeilu á neitt erlent í þessu
v*ði. Þetta er í raun fallegt
aráttuljóð sem á alltaf við, sem er
kUr þörf áminning hvort sem við
®°ngum niður Laugaveg og horfum
a l'skufataverslanir sem bera
er end nöfn, - já, slíkar nafngiftir
^a9nús Þór Sigmundsson
ýSa fordómum gagnvart
v? urniálinu og þjóðinni - eða
l! ..erum virkjuð til að leggja
ej° laagslega góðum málum lið
ns °g til dæmis skógrækt. Nýja
s(aten er einmitt gefin út til
^Vrktar þjóðarátaki í tilefni af 60
fsa afmæli Skógræktarfélags
^ ands. A sama tíma notar
ericfgrae5s|an lagið til að efla sinn
^alstað.
Aftur á móti má ekki endurtaka
sig hlutur eins og þegar
Framsóknarflokkurinn notaði lagið
í kosningabaráttu sinni. Ég er ekki
að segja neitt um pólitík
Framsóknarflokksins þó að ég segi
að það sé andstætt boðskap
kvæðisins að það sé notað í
flokkspólitískum tilgangi. Kvæðið
boðar ákveðna
sameiningarstemningu sem má
ekki beina í einn þröngan farveg.
Hins vegar er gaman að vita af því
að „ísland er land þitt" er oft
sungið við giftingar, jarðarfarir og
ýmis önnur hátíðleg tækifæri. Svo
var verið að segja mér að það
hefði verið tekið inn í skólakerfið í
sambandi við tónlistarkennslu.
Það er kannski eina hættan við
að reisa sér ódauðlegan
minnisvarða á borð við lagið
„ísland er land þitt" að aðrir hlutir
verða út undan í umræðunni.
Hvað er Magnús Þór að fást við
þessa dagana?
„Ég hef verið að spila með
rokkbandi Rúnars Þórs og félaga.
Það hefur verið kallað ýmsum
nöfnum, m.a. Kynslóðin. Síðan
skemmti ég töluvert bara einn með
gítarinn."
Hvernig lýst honum á það sem
annað músíkfólk fæst við um
þessar mundir?
„Mér finnst menn einblína um of
á skammtímavinsældir, án
metnaðar. Yngri poppararnir eru
alltof gagnteknir af þvílíkum
vinnubrögðum. Ég hlusta reyndar
ekki mikið á músík annarra
hljómlistarmanna. Ég spila frekar
sjálfur á gítarinn minn þegar ég
sæki í músík. En ég kann vel við
Gildruna. Hún minnir svolítið á
U2 sem ég held mikið upp á. Ég
sæki dálftið í þá línu: U2, Brúsa
Springsteen, Pétur Gabriel, Sting,
Bob Marley. . . Hérna heima finnst
mér viss stöðnun ríkja eða
lognmolla. Það hefur engin nýr,
öflugur aðili komið fram á
sjónarsviðið síðan Bubbi bylti öllu
fyrir 9 árum. Ég miða ekki við
Sykurmolana. Þeir eru á öðrum
markaði eins og Mezzoforte.
Sérðu, hér er ég með „Life is too
good" með Sykurmolunum. Það er
góð plata, sérstæð og sterk. En eins
og ég segi þá er ég áhugalítill um
músík annarra. Ég kynnist nýjum
íslenskum lagasmiðum helst í því
litla sem ég hlusta á útvarp svo að
ég er ekki góð heimild um íslenska
rokkvettvanginn um þessar
mundir." segir Magnús Þór
Sigmundsson hógvær að vanda.
GITAR6RÍP
Íi
“T f-
'in
*_________ O
í
í c
I
J>
o o o
f u
D*
(U
>
, H
1
( J >0
f H M )0
I o o
( pf
* o o
(
ff )<
A m
J K
*____________o
H
ísland er land þitt
Ljóð: Margrét Jónsdóttir
Lag: Magnús Þór Sigmundsson
Söngur: Bubbi Morthens
E FM"? e
ísland er land þitt og ávallt þú geymir
A E
Island í huga þér hvar sem þú ferð.
H
ísland er landið sem ungan þig dreymir,
H? E
Island í vonanna birtu þú sérð,
A h7
ísland í sumarsins algræna skrúði,
E
ísland með blikandi norðljósatraf,
Island er feðranna afrekum hlúði;
Á H7 E
Island er foldin sem lífið þér gaf.
íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir.
íslensk er tunga þín skír eins og gull,
íslensk sú lind sem um æðar þér streymir.
íslensk er vonin af bjartsýni full.
íslensk er vornóttin albjört sem dagur.
íslensk er lundin með karlmennsku þor.
íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
íslensk er trúin á frelsisins vor.
G S G
ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma.
9 G
íslandi helgar þú krafta og starf.
J>
fslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
6
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
C p?
ísland sé blessað um aldanna raðir,
a c
íslenska moldin er lífið þér gaf.
Am D?
ísland sé falið þér, eilífi faðir,
9 D G
Island sé frjálst meðan sól gyllir haf.
Bb F
Island er land þitt og ávallt þú geymir
r tk
Island í huga þér hvar sem þú ferð.
F
Island er landið sem ungan þig dreymir,
F’ BJ>
Island í vonanna birtu þú sérð,
í>*
ísland í sumarsins algræna skrúði,
B*> D»
ísland með blikandi norðljósatraf,
Cm F?
Island er feðranna afrekum hlúði;
P* F Bb
Island er foldin sem lífið þér gaf.
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson
ÆSKAN 5