Æskan - 01.06.1990, Blaðsíða 4
Dúbbi
dúfa
f 4. tbl. Æskunnar sögðum við frá því að
Barnabókaráðið hefði í vor veitt
Bryndísi Gunnarsdóttur viðurkenningu fyrir
bœkur sínar um Dúbba dúfu.
Bækurnar um Dúbba eru þrjár. Þœr eru œtl-
aðar börnum sem eru að byrja að lesa.
Heftin eru sniðin við hœfi þeirra sem lokið
hafa lestrarbókunum:
Við lesum, A: Dúbbi - B: Dúbbi dúfa og
C: Dúbbi verður stór.
Þetta eru skemmtilegar sögur og segja frá
athyglisverðum atvikum sem gerðust í raun.
Bína og Jói, Jósefína G. Þórðardóttir og
Jóhann Jónasson, bjuggu á Búðum íFá-
skrúðsfirði. Dag einn kom ungur drengur,
Ási, til Bínu með dúfu-ungá. Hann spurði
hana hvort hún vildi vera mamma ungans
afþví að hann œtti enga móður. Bína tók
við unganum. Dúbbi átti heima hjá þeim
Jóa í átta ár! Sögurnar sýna vel hve náin
samskipti manna og dýra geta verið.
Bryndís teiknaði einnig Ijómandi laglegar
myndir sem skreyta bœkurnar.
Handunninn pappír í frummyndum gerði
Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður.
Hér fer á eftir kafli úr bókinni, Dúbbi dúfa.
Hann er birtur með leyfi höfundar og útgef-
anda, Námsgagnastofnunar.
Sumarfrí
Nú ætlum við að fara í sumarfrí,
þú kemur með, sagði
Jói við Dúbba.
Dúbbi var settur í kassa
og svo var ekið upp í sveit.
*
I sveitinni eru margir
sumarbústaðir og þeir eru
allir eins.
Nú týnist Dúbbi, segir Jói.
Dúbbi velur sér stað
uppi á sperru, þar ætlar
hann að sofa.
Dúbbi flýgur út í skóg
og er lengi í burtu.
Um kvöldið kemur Dúbbi aftur.
Hann ratar á rétt hús
þótt þau séu svona lík.
Það koma margir gestir til
að skoða Dúbba.
Hann er kurteis við gestina
og goggar ekki í höfuðið
á neinum þeirra.
Dúbba þótti gaman í sveitinni.
Þar voru margar dúfur.
Ein þeirra var hvít.
Hún var faÞegasta dúfan
4 Æskan