Æskan - 01.06.1990, Blaðsíða 17
"WWSWii
Atli Eðvaldsson: „Mikilvægast erað stunda íþróttina afheilum hug. “
hann alltaf með Val. Meðan við áttum
heima í Pýskalandi hélt hann með
þýska liðinu og nú sér hann ekkert
nema FH - eftir að hafa æft með þeim í
eina viku! Sif er að byrja að æfa knatt-
spyrnu. Pau ráða sjálf í hvaða íþróttir
þau fara og ég vona bara að þau fái
sem mest út úr þeim. íþróttir halda
krökkum frá götunni. Pað eru margar
hættur á götunni núna. Pegar ég var að
alast upp var mesta hættan sú að stíga
á nagla en núna er mikil hætta og mun
meiri en fyrr, alls staðar. Pað er því mik-
ilvægara nú en nokkru sinni fyrir börn
að stunda félagsstörf. Ef börn gera það
eru þau hólpin.“
- Ertu feginn aö uera kominn heim
til íslands?
„Já. Tíu ár eru langur tími. Eg hef
verið á ferðalögum í tíu ár eins og ég
sagði áðan. I æfingabúðunum var mað-
ur vakinn fyrir klukkan sjö á morgnana
og Iátinn fara beint út að hlaupa í 45
mínútur, 9-10 kílómetra. Eftir morgun-
mat var farið aftur á æfingu og æft í tvo
klukkutíma. Pá var hlaupið og gerðar
alls konar æfingar. Síðan var matur og
eftir hádegismatinn fengum við tveggja
tíma hlé. Pá tóku aftur við tveggja
klukkustunda langar æfingar. Eftir
kvöldmat, sem var etinn klukkan átta,
var ekkert annað að gera en fara að
sofa. Við urðum að vera farnir að sofa
um klukkan tíu. Svona var þetta í tvær
til fjórar vikur fyrir keppnistímabilið og
á milli leikja.“
- Soo að þaö er ekki auöuelt aö uera
atuinnumaöur í knattspyrnu?
„Nei, það er mjög erfitt. Allir fá mikið
„sjokk“ - áfall -þegar ferillinn hefst. Pað
tekur um þrjú ár að aðlagast þessu lífi
og atvinnumannaferillinn er stuttur,
kannski frá nokkrum vikum upp í 10-
14 ár ef maður er heppinn. I öllum öðr-
um störfum getur maður setið og átt
slæman dag án þess að það sé alvar-
legt en í atvinnumennsku er heimurinn
harðari. Ef maður sýnir einhvern smá
veikleika þá bíða tíu manns eftir því að
ýta manni burtu úr stöðunni sem maður
er í. Pað er ægilega erfitt. En þrátt fyrir
það: Pví ákveðnari sem maður er í því
að gera hlutina því meira getur hann.“
- Langaöi þig aldrei til aö gefast
upp, pakka niöur og fara heim?
„Jú, jú. Stundum velti ég því fyrir mér
hvað ég væri að gera í þessu! En þetta
var líka gaman. Pað er gaman að æfa
og það er gaman að keppa. Pað mikil-
vægasta er að stunda íþróttina af heil-
um hug.“
L
Æskan 17