Æskan - 01.06.1990, Blaðsíða 23
Barnastúkur
eru líka í
Afríku
HöW Matthíasdóttir skrifar:
efur Þú heyrt talað um barna-
u u? svo er jangar mjg a5
9ja þér frá barnastúkum sem
terfa á íslandi.
,.arnastúkur eru nokkurs konar
f^rlr ððrn °9 un9l*n9a °9 voru
^ r fyrstu stofnaðar fyrir meira en
núrað árum. í barnastúkum er
lo gegn notkun tóbaks, áfengis
^9 annarra fíkniefna. Enginn félagi í
^arnastúku má nota þessi efni enda
s,'st hú sjálfsagt að þau eru mjög
f 3 *e9 fyrir líkama og heilsu. Á
s- Urn í barnastúkum eru stundum
auk fræðslumyndir um Þessi mál
f hess sem félagarnir sjálfir flytja
æðsluefni.
Mjöll Matthíasdóttir
Ferðalag barnastúkna á Norðurlandi
En nú vilt þú sennilega fá að vita
hvar þessar barnastúkur eru. Þær
starfa t.d. í Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfirði, á Akureyri og víðar um
landið. Of langt yrði að telja þær
hér. Pað er best að þú aflir þér upp-
lýsinga um það hvort barnastúka
starfar í nágrenni við þig.
Flestar barnastúkur halda fundi
reglulega yfir vetrartímann, oft
hálfsmánaðarlega. Auk þess er oft
farið í ferðalög, stundum bæði vor
og haust.
En það er fleira gert í bamastúk-
um en að fræða um fíkniefni.
Krakkarnir í stúkunni sjá um að
stjórna fundum en til að leiðbeina
þeim eru einn eða fleiri fullorðnir
sem kallast gæslumenn. Pú getur
því lært hvernig á að stjórna fund-
um og skrifa fundargerð, eða hvern-
ig á að flytja ræðu. Allt þetta getur
verið gagnlegt að kunna síðar á
ævinni. Þú færð líka æfingu í að
koma fram því að félagarnir í stúk-
unni flytja sjálfir ýmiss konar
skemmtiefni á fundum. Lesnar eru
upp sögur, brandarar og ljóð og
stundum eru sett upp leikrit.
En veistu að barnastúkur eru ekki
bara á íslandi? Þær starfa líka í
öðrum löndum, meira að segja í Af-
ríku. í nokkur skipti hafa krakkar frá
Islandi farið á barnastúkumót á
Norðurlöndunum, gist í tjaldbúðum
og kynnst jafnöldrum sínum sem
líka vilja vera lausir við fíkniefni. í
byrjun júlí í sumar var haldið al-
heimsmót í Kaupmannahöfn. Þang-
að fór hópur unglinga frá íslandi.
(- Ef til vill fáum við að heyra ferða-
sögu þeirra seinna ...)
Jæja, þá veist þú ýmislegt um
barnastúkur. En lang besta ráðið til
að kynnast þeim er að koma á fund
í einhverri þeirra í haust og sjá það
sem fram fer. Öllum er frjálst að
koma á fundi og kynna sér starfið.
Ef þú hefur ekki tök á að fara á fund
eða engin barnastúka starfar þar
sem þú átt heima getur þú samt
starfað að þessum málum og fylgt
kjörorðinu „Heilbrigð lífsgleði -
hollar venjur". Notaðu ekki áfengi,
tóbak og vímuefni og mundu að
bjór er líka áfengi. Það er auðvelt að
lifa heilbrigðu lífi en miklu erfiðara
að snúa til baka þegar farið er að
nota vanabindandi efni.
Með ósk um að þér gangi uel!
/tfjoiiiia ttkla.sdóttír'
(Mjöll er kertnari að mennt. Hún var í
vor kjörin stórgœslumaður unglingastarfs
IOGT, þ.e. formaður landssambands
barnastúkna)
Æskan 23