Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 17

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 17
Nazisminn og forráðamennirnir Kyndil) inn veit að nú er gert. En hörmungar dagsins í dag skapa hetjur morgundagsins. Kommúnistar og jafnaðar- menn voru nálega 50o/o af fólkinu í Þýzkalandi áður en öld nazistanna hófst. Hitler hefir „friðað" landið með óheyrilegum terror — ógnum. En þessar ógnir skapa verkalýð, sem ekkert óttast, sem alt vogar, sem alt getur, sem; í járnum og fjötrum, við meiðingar og lim- lestingar smíðar sér sín eigin lausnarráð, þann stálvilja. Þá festu, þá forsjá, sem ekkert, bókstaflega ekkert. getur bugað. Nokkrum vikum fyrir rikisþingskosningarnar var naz- isminn í fullri upplausn. Nú hefir nazisminn í Þýzka- landi löngu síðan brotist í gegnum lífsins æðar allar. Franz von Papen, þessi sporhundur Junkaraflokksins. stórjarðeigenda og aðalsmanna, grefur undan Schlei- cher, til þess að komast hjá því að verða handtekinn af hinum almáttuga ráðamanni rikishersins. Hann hafði bezta vilja á því að verða allsráðandi í hans stað, en gat ekki. Það var hann, sem sér og junkurunum tii hjálpar dró Hitler upp á kanzlarastólinn. Og forsetinn Hindenburg, segir Englendingurinn Harrison Brown, er og var aldrei annað en brúða í höndum annara í öilum atburðum þessa árs. (Fortnightly Rev. Aþr. 1933.) En tilraun Papens til þess að frelsa junkarana með Því að nota nazistana varð að einum þeim skjótasta refsidómi, sem sagan veit að greina frá. Hann kallaði fram sér til aðstoðar ófreskju, sem hann bráðlega misti valdið yfir. Hitler varð kanzlari þýzka ríkisins og var í rúman hálfan mánuð skrifstofudrengur og sendisveinn 11

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.