Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 37

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 37
Falskar ávísanir Kyndili Vitleysa, hugsaöi hann, — og titringur greip allar hans taugar. — — Brjálsemisástand, tautaði Bernharð. — Helvítis bankastjórinn bætti heldur ekki sálarástand mitt, — ekki þýðir mér að fara í hitt svindilfyrirtækið. — — Alþýðublaðið! — hrópuðu strákarnir á götunum. — Morðtilraun við mann á Akureyri! — Köttur verður fyrir bíl og steindrepst! — Kommúnistar myrða ungan jafnaðarmann á Grænlandi, og margt fleira. Fádæma ósvífni, hugsaði Bernharð. — Morðtilraun, íaorð, myrkur. — Hann ákvað að flýta sér heim. Hann var að verða vitskertur. — — Sannarlegt kraftaverk Sigurjón, að hitta þig hér, — sagði Bernharð við vin sinn og mág, lækninn. — — Sigurjón, ég þarf að tala við þig — trúa þér fyrir ~~ þú þarft að lækna mig — hugsaðu — ég — er. — — Já, Bernharð; hvað gengur á; ég var að rífa botn- langan úr honum vini okkar, Baldvin, — sagði lækn- irinn. —■ Botnlangann, — sagði Bernharð; hvað er það að úiissa botnlangann, — ég er að missa vitið. — Þú hefir nú ekki átt neitt vit, og svo var ég heldur ekki að segja, að það sé neitt mikið að missa botnlang- ann. Nei, en komdu nú inn á Borg; við þurfum að tala saman. — ( Þeir höfðu drukkið tvo bolla af þessu þjóðfræga Horgar-kaffi, — þá fórú þeir að taka málið alvarlega. — Sigurjón — sagði Bernharð — ég veit ekki, hvernig 31

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.