Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 28

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 28
Kyndill Nazisminn og forráðamennirnir persónugert í réttarfari Magnúsar Guðmundssonar og sjóðstjórn, íhaldið persónugert í heilbrigðisfræði Guð-- mundar Hannessonar og kirkju Sigurbjörns Ástvald- ar, íhaldið persónugert í líknarstarfi Gísla í Ási og endurskoðun og innflutningsleyfum Gísla Bjarna- sonar, það er þetta íhald eitt allra íhaldsflokka um nálæg lönd, sem hefir af fávizku sinni og inngróinni spillingu, menntunarleysi, græðgi og grimd tekið feginshendi þeim möguleika, að hér rísi upp ábyrgðarlaus siðleysingjaflokkur til þess að taka upp ofbeldisbaráttu gegn alþýðunni. Þá dreymir um eyði- lögð verklýðsfélög, ríkislögreglu, hervald, upptækar eignir og þrælavinnu. Öðruvísi verður það ekki skilið. að blöð þeirra skríða fyrir þessum óaldarlýð, kjassa hann og votta honum alla þjónustu. Til marks um þetta skuluð þið lesa bréf, sem Sigurbjörn Ástvaldur birti í Vísi fyrir skömmu frá kristnum Lettlendingi. Það er svo fullt af fáfræði, rógi, Gyðingahatri og mannvonzku, að ég minnist tæplega að hafa séð annað eins plagg. Höf. er þó ánægður með Þorstein Briem; í stjórn, heldur að hann sé „kristinn", ráðleggur að gera jafnaðarmenn útlæga úr föðurlandi sínu, eins og við Lettlendingar gerum. Þarna hafið þið andann, úrræðin, vitið, trúna, siðgæðið. En ég veit varla, hvorum ég á að vorkenna meira, aumingja Þorsteini Briem eða kristindóminum fyrir þenna vitnisburð. En eitt má aldrei gleymast. Það eru verkamennirnir, alþýðan, sem ætlað er að draga plóg þessara manna. Og ef hún vill ekki, þá mun allt koma fyrir ekki neitt. 22

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.