Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 26

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 26
Kyndill Nazisminn og forráðamennirnir um var haldið áfram. Hér höguðu nazistar mispyrming- unum pannig, að Budig var rifinn úr öllum fötum og laminn miskunnarlaust þangað til hann var fallinn í óvit. Ásamt honum höfðu tvær konur verið teknar. Þær voru ekki lamdar, en píndar til að horfa upp á mis- pyrmingarnar á hinum afklædda manni. Þær fengu óstöðvandi grátkrampa af viðbjóði og hræðslu. Þetta er algeng aðferð nazista nú, að láta konur, sem er haldið. horfa upp á misþyrmingar vina sinna eða vandamanna, unz þær eru orðnar hálf vitfirtar. Oft er þeim misþyrmt á sama hátt. Það er alsannað mál, að það er höfuðyndi nazista að pína ofani í fórnardýr sín laxerolíu og lemja þau síðan unz meðalið fer að verka I húsakynnum fas- ista hafa farið fram svo hryllilegir glæpir, að þeim verður ekki með orðum lýst. Þetta eru verðir siðgæðis- ins, kristninnar, föðurlandsástarinnar, spámenn framtíð- arinnar, skaparar hins nýja ríkis, sem á að vera laust við alla auðmenn og alla öreiga! Fyrirmyndir landeyðu- skrílsins, sem kennir sig við þjóðernisstefnu hér. Hans Spiro hét foringi baráttuliðs í einu íþróttafélagi jafnaðarmanna. Áhlaupasveitarmenn tóku hann og drógu í hús nazista í Prinzenstrasze. Þar var hon- um misþyrmt. Því næst var farið með hann í Hede- mannstrasze og misþyrmingunum haldið áfram. Síðan hverfur hann um hríð. Nú er nýbúið að draga hann upp úr einum skurðinum við Spree skorinn á háls. Þetta verður að nægja. Þannig gera frelsarar þjóð- arinnar reikningana upp, eins og fyrirboðið hefir verið. Ég veit ekki hve margt væri upp að telja. „Eftir 10 ár 20

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.